15.4.2011 | 18:46
Ha, er Eygló Harðardóttir að vísa í vanþekkingu fjölmiðlafólks á fjölmiðlafrumvarpinu??
Blaðamannafélagið hefur mótmælt þessu frumvarpi og bent á ormagryfju af göllum. Formaður BÍ hefur tíundað annmarkana í öllum fjölmiðlum. Ótal fjölmiðlamenn hafa hallmælt frumvarpinu - svo þingheimur ætti að hafa heyrt ávæning af því skyldi maður ætla? Nema hvað!
Úr frétt mbl.is: "Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í menntamálanefnd, greiddi atkvæði með frumvarpinu og sagði þá sem gagnrýna það gera það af vanþekkingu og fordómum."
Er manneskjan ekki jarðtengd?
-----
PS. En fyrst ég er kominn í bloggham þá langar mig til að tæpa á einu atriði varðandi þetta frumvarp.
Bleiki fíllinn í herberginu, þ.e. RÚV, er varla nefnt á nafn í þessum lögum en RÚV er samkvæmt forskriftinni nafli fjölmiðlaheimsins á Íslandi, málsvari íslenskrar menningar, merkisberi íslenskrar dagskrárgerðar, o.s.frv.
En...,
RÚV er tímaskekkja á upplýsingaöld. Afæta þjóðfélagsins. Hvert mannsbarn á lögaldri er skikkað til að borga skatt til framfærslu þess. Fyrirtækin líka. Skatturinn gerir RÚV kleift að undirbjóða samkeppnisaðila á auglýsingamarkaði sem er í andstöðu við EES reglugerðir sem Íslandi er skylt að fara eftir. Skatturinn á samkvæmt þeoríunni að fara til að efla islenska dagskrárgerð - sem er brandari í bransanum og efni í mun lengra blogg en þetta.
En aftur að EES: Allar grundvallar-lagabreytingar hér á landi undanfarna áratugi hafa orðið vegna EES - skilorð sem við gengumst undir til að geta selt þangað fisk. Það voru hagsmunirnir sem við vorum að tryggja en aukaverkanirnar urðu bætt þjóðfélagsgerð. Næsta sérhagsmunavígi sem fellur fyrir EES sakir verður RÚV því þessi nýju lög samræmast ekki regluverki þess frekar en lagaumgjörðin um RÚV yfirleitt.
Það verður gaman að heyra hvað Eygló hefur til málanna að leggja þegar það gerist. Vanþekkingin verður þá heimfærð upp á Brussel, eða hvað?
Fjölmiðlalög samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.