Brotnir sjórnmálaflokkar, klofnir, fúnir, fúlir, fámennir og villuráfandi...

Það er greinilegt að það vantar heilsteypt nýtt stjórnmálaafl á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn er jókerinn í stokknum og það læðist að manni grunur að það hafi verið vitlaust gefið. Liðsmennirnir eru mislitur hópur eins og þessi frétt sýnir. Kannski af því formaðurinn er málafylgjumaður og út úr hans munni koma kennisetningar sem fæstir hefðu trúað upp á Framsókn - og þá laðast að flokknum fólk sem ekki á heima þar. Og áfram heldur leiðtoginn að útvíkka sjóndeildarhringinn í leit að kjósendum með slíku offorsi að hann virðist stundum vera í röngum stjórnmálaflokki. Sumir telja málafylgjuna jafnvel stafa af menntunarskorti.

Innviðir Sjálfstæðisflokksins voru í eina tíð kjörviður og kjölfesta þjóðfélagsins. Nú, undir merkjum Bjarna Ben er þetta feyskinn "vafningsviður" að kikna undan "fortíðarljóma" fyrri leiðtoga.

Vinstri Grænir, uppvakningur Alþýðubandalagsins, er eins og kommúnistasella í menntaskóla þar sem meðlimirnir eru að leita að hlutverki til að gegna í óljósri framtíð. Daglega velja þeir völdin á kostnað sannfæringarinnar. Sorglegt að það skuli ekki vera hreintrúaður kommúnisti til á Íslandi heldur eintómar lélegar eftirlíkingar.

Hreyfingin dæmir sig sjálf. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þingmenn og konur. Baklandslaus þá nær barnsleg einfeldni þeirra, jaml of fuður bara svona langt...

Samfylkingin er með Stokkhólms-syndróm sem fangi eigin hugmyndafræði sem birtist í veggjakroti í sjálfskipuðum fangaklefa. Flokkurinn er gersamlega bæ-pólar og stofnanamatur - enda munu þingmenn hans og ráðherrar enda á ruslahaug Íslandssögunnar sem dæmi um síðasta útvígi gamla tímans. Þetta er samfylking þeirra sem vita hvorki hvert þeir eru að fara né hvaðan þeir koma.

Til hvers að kjósa nýtt Alþingi þegar valkostirnir eru svona?


mbl.is Frjálslyndur hópur finnur sig ekki í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Icesave I, II og III eru að baki, núna er í pípunum:

VG II

Samfylkingin XX Negative

...

Birgir Viðar Halldórsson, 17.4.2011 kl. 20:18

2 Smámynd: Sigurður Helgason

þurfum við nokkuð annað Alþingi,

Getum við ekki bara kosið um þetta og hitt í næsta gjaldhliði á leið til vinnu,

Sigurður Helgason, 19.4.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband