Hvað er verið að tilnefna?

Mér sýnast Eddutilnefningar í ár endurspegla umræðuefnin í þjóðfélaginu frekar en framúrskarandi kvikmyndagerð. Ástæðan fyrir því að ég drep niður penna var frétt á mbl.is þar sem höfundur "Veðramóta" segist undrandi að fá ekki fleiri tilnefningar en 11. Þetta hlýtur að vera húmor – eða hvað?

Jú, efniviður Veðramóta er tíðarandanum hjartfólginn og þá er vert að hampa myndinni umfram ellefu sinnum. En hvaða sögu er Veðramót að segja? Sögu hvers? Hippa í uppreisn? Endurlit miðaldra konu?

Það eina sem stendur upp úr er saga og leikur Heru Hilmarsdóttur. Handritshöfundur hefði betur fylgt hennar sögu – frekar en að vafra út um víðan völl í leit að plástri á samviskubit einhvers hæstaréttardómara (Tinnu G.) sem rammar söguna inn í litlaust og tilfinningalaust fortíðaruppgjör sitt.

Ég spyr bara; “hú kers?”

Veðramót útskýrir ekki af hverju þjóðfélagið höndlaði “vandræðabörn” með þessum hætti – hún fylgir ekki fórnarlömbunum - fylgir ekki gerendunum - fullnægir ekki réttlætisþörf áhorfandans sem vill lifa sig inn í og taka þátt í lokauppgjöri sögunnar. Höfundur kýs í staðinn að segja sögur um hippa sem eru að reyna að fóta sig í fullorðinsheimi, verða fórnarlömb aðstæðna og misskilnings, einn þeirra verður sakfelldur fyrir eitthvað sem enginn skilur hvað er, og leggst í neyslu. Semsagt, mannlegur harmleikur sem gat allt eins hafa gerst í gaggó vest.

Mér er spurn: Var tilnefninganefnd Eddunnar að tilnefna pjáturgylltan myndrammann en ekki sjálfa myndina?

Og hana nú!
mbl.is Saknar nokkurra tilnefninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband