15.12.2007 | 12:17
"Homeland Security" og saklaus heimsmynd...
Þetta Erlu Óskarmál er ekki eins einfalt og sumir vilja halda. Hér eru nokkur atriði sem hafa gleymst í samhenginu:
1. Það ríkir kaos í innflytjendamálum BNA. Landið hefur verið með opin landamæri og allt landamæraeftirlit í klessu. Flestir þeirra sem er ólöglegur komu með farþegaflugi, máttu vera í nokkra mánuði en fóru ekki heim aftur innan frests - alveg eins og Elva Ósk gerði árið 1995. Nú er byrjað að taka hart á fólki sem ber svo litla virðingu fyrir innflytjendalögum BNA að það brýtur þau ítrekað - eins og Erla Ósk hefur gert og viðurkennir fúslega.
2. Svo er það heimsmyndin: Bandaríkin eru í stríði við óvin sem er hvorki með skipulagðan her né lítur herstjórn. Þetta er annarskonar kaos sem þýðir að framganga heimavarnarliðs, landamæravarða, hermanna, etc., gagnvart sakleysislegu fólki jafnt sem terroristum eru stundum yfirdrifin. Þessir sömu landamæraverðir keyra heim til sín frá JFK flugvelli og framhjá þeim stað þar sem World Trade Center stóð í denn og sást í 50 km fjarlægð. (Til fróðleiks má geta þess að tilræðismennirnir 19 voru ólöglegir í landinu - og að hlutfallslega flestir glæpir eru framdir af fólki sem er ólöglegt í landinu (www.judicialwatch.org) - og að meirihluti ólöglegra kemur inn í landið með farþegaflugi - og allar fangageymslur eru yfirfullar - og mikið í húfi að gera ekki mistök í starfi. Þetta er daglegur veruleiki landamæravarða á JFK flugvelli.)
3. Ef maður/kona reynir að komast inn í BNA vitandi það að hann/hún hefur gerst brotleg/ur við innflytjendalög, er þá nokkur ástæða til að hneykslast á því ef viðkomandi er gripinn og send/ur aftur heim? Vonandi eru alir sammála um það sé eðlielegt og að maðurinn/konan þurfi að taka afleiðingum gerða sinna.
4 . Þá er það meðferðin sem eftir stendur. Umræðan á Íslandi virðist öll ganga út frá því að hér sé kona sem skrapp bæjarferð til að versla og það var brotið á henni af bandarískum yfirvöldum. Málið er að manneskjan ætlaði vísvitandi að brjóta bandarísk lög og hafði komist upp með sama brot einu sinni áður af því landamæraeftirlitið var ekki sem skyldi. Og hún sagði landamæraverðinum frá því! Erla Ósk hefur alla mína samúð að hafa gengið í gegnum þessa reynslu en við hverju bjóst hún?
5. Og, síðast en ekki síst, hvað vitum við um hvað annað var í gangi þennan dag á JFK og hvað vandamál landamæraverðirnir höfðu við að glíma í að prósessa fólk aðra en Erlu Ósk? Hvað ættu þeir að gera annað en að setja fólk í fangaklefa meðan verið er að vinna úr þeirra málum. Þetta er ekki hótel og það á ekki að vera "þægilegt" að gista - en að sjálfsögðu hefði hún átt að fá að borða og drekka. Ef það er eina réttmæta kvörtunin þá finnst mér mikið jaml og fuður gert úr smámunum.
Það var eins gott að hún fór ekki í óundirbúna verslunaferð til Íran...
Haft samband við heimavarnaráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hvaða rannsókna vitnarðu hér:
"- og að flestir glæpir eru framdir af fólki sem er ólöglegt í landinu -" ?
Marta B Helgadóttir, 15.12.2007 kl. 12:35
Hefur einhver verið að mótmæla því að Erlu Ósk hafi verið neitað um inngöngu í landið? Ég hef ekki tekið eftir því, enda er ekki deilt um það að Bandarísk stjórnvöld hafa allan rétt til þess að hafa stjórna því hverjum er hleypt inn. Alveg eins og íslenskum stjórnvöldum er frjálst að vísa þekktum ofbeldismönnum eins og vítisenglum rakleitt úr landi þegar þeir láta sjá sig. Það sem deilt er á eru þessu fráleitu og ofsafengnu viðbrögð landamæravarðanna. Hinn stóri "glæpur" Erlu er bara engin afsökun fyrir dólgshættinum og hvað þá þessi heimsmynd hryðjuverkaótta. Kannski er ég einfaldur fyrir að finnast það en ég verð að viðurkenna að ég vil frekar vera "einfaldur" en sí-hræddur.
Ég spyr kannski eins og algjört fífl. En hversvegna ætti það ekki að vera nóg fyrir landaværðamerðina að segja bara sorry og leyfa konunni að dóla sér í flugstöðinni fram að næsta flugi til Íslands? En jájá, ég er einfaldur, ég veit.
Var fruntaskapurinn kannski meira ætlaður sem refsing fyrir stórglæpinn frá '95? Ef svo er, þá væri fróðlegt að vita hvaða dómstóll dæmdi í málinu.
Bjarki (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:39
Stundum vefst fyrir okkur að finna kjarna málsins. Kjarninn er að konan braut lög, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Í fyrsa skiptið með því að vera of lengi í landinu og hún vissi að það var lögbrot. Í annað skipti með því að fara aftur til landsins og hún vissi að það var lögbrot. Í þriðja skiptið (núna) reynir hún að brjóta lögin enn á ný með tilvísun til þess að hún komst upp með það síðast. Hvernig eiga bandarísk stjórnvöld að taka á slíku? Bjóða hægindastól, vindil og konjaksglas meðan beðið er eftir næstu flugvél til að flytja viðkomandi heim?
Varðandi glæpi meðal ólöglegra innflytjenda; Það eru ca 300 milljón bandaríkjamenn og (óstaðfestar tölur um) sirka 12 milljón ólöglegir í landinu. Yfir helmingur fanga í Los Angeles er ólöglega í landinu. Svo geta menn reiknað hlutföllin.
Varðandi meint harðræði í þessu tilfelli -hvernig er tekið á móti þeim sem reyna að koma til Íslands og hafa ekki vísa? Einu sinni bauð ég tyrkneskum vini mínum að koma og dvelja hjá mér í Reykjavík. Við bjuggum saman í Noregi. Hann kom en var ekki með vegabréfsáritun og þurfti að dúsa í fangaklefa í Keflavík í 4 daga og nætur þar til hann var sendur aftur til Oslo. Samt átti hann íslenska kærustu. Þetta var árið 1980. Enginn sagði neitt þegar ég gerði veður úr þessu þá. Horfum okkur nær þegar við tölum um landamæravörslu.
jón ármann steinsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.