15.12.2007 | 20:25
Hvaða "fréttir" er hægt að selja umheiminum?
Íslensk blogg og fréttaflutningur af mál Erlu Óskar hefur fókusað á slæmsku bandaríkjamanna. Nú er þetta orðið að heimsfrétt - en ef umfjöllunin er á sama plani og hér heima þá er ýmsu ábótavant.
Það er eins og fólki sé sama um staðreyndir málsins: konan braut bandarísk lög, ekki einu sinni, heldur tvisvar og var svo tekin í þriðja brotinu. Fyrsta brotið var að vera of lengi í landinu. Næsta brot var að koma aftur til landsins í óleyfi. Í þriðja skiptið (núna) reynir hún að brjóta sömu lög aftur með tilvísun til þess að hún slapp í gegn síðast. Upp komst og hún var send heim og það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt. Fólk sem brýtur af sér er sett í gæslu. Sumir eru handjárnaðir. Þannig er meðferð fanga líka á Íslandi.
En sé "fréttin" um "meðferðina" sett í réttar pakkningar þá er hún enn eitt dæmið um hversu slæmir bandaríkjamenn eru. Slæmar fréttir eru góð söluvara.
Val fjölmiðla á fréttaefni almennt er reyndar önnur saga. Fær fallegt fólk meiri og hliðhollari fréttaumfjöllun en við hin? Hér er eitt dæmi til umhugsunar:
Ung bandarísk kona, Natalie Holloway, hvarf sporlaust á ferðamannaeyju í Karabíska hafinu. Fjölmiðlar hafa fjallað um hvarfið linnulaust í tvö ár. En á síðasta ári hurfu tuttugu bandarískar ungar konur sporlaust (dökkhærðar með spönsk nöfn) á landamærum BNA og Mexikó. Það er talið að þeim hafi verið rænt, sumar drepnar, aðrar gefnar eiturlyfjakóngum sem "gjöf", fæstar hafa fundist - en fjölmiðlar þegja um þessa bandarísku þegna sem hurfu í heimabæ sínum eða í skemmtiferð til Mexíkó. Kannski er hér komið enn eitt dæmið um slæmsku bandaríkjamanna að fjalla ekki um þessi mannshvörf??
Ég veit ekki hvort þessi samanburður á við í þessu samhengi eða af hverju sumar fréttir eru lífseigari en aðrar. En kannski sakar ekki að pæla aðeins í þessu útfrá þeim sjónarhóli...
Mál Erlu Óskar vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 16.12.2007 kl. 02:12 | Facebook
Athugasemdir
Kjarni málsins er sá að mannréttindi voru brotin á einstaklingi. Það að fleiri lendi í svipuðum málum er einmitt góð ástæða fyrir að gera mikið úr málinu, til að benda á að svona lagað sé ekki í lagi (hver sem á í hlut)
Furðulegt að sjá hvað sumum finnst það lítið mál að einhver sé niðurlægður og sviptur frelsi sínu...
Hefur allt þitt líf verið eins og stafur í bók hvað varðar lög? Hefur þú aldrei gengið t.d. yfir gangbraut á rauðu ljósi þegar hvergi sást í bíl, tekið kannski sopa af áfengi fyrir tvítugs aldurinn, eða eitthvað annað í slíkt - sem vissulega er lögbrot - en gerir þig varla að hættulegum glæpamanni? Eða hvað?
Og fyrst málið er ekkert fréttnæmt - hvers vegna ert þú búinn að eyða síðustu þremur færslum á blogginu þínu í að fjalla um það?
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 20:38
Einfaldlega forhertir einstaklingar sem virðast vera ófærir um að sjá staðreyndir málsins eða leggja réttar áherslur á þær, Auður. Af hverju er óskiljanlegt.
Anna Lilja, 15.12.2007 kl. 23:58
Fréttablaðið í dag, bls. 36 ,,Stjörnur við sjóndeildarhringinn"...
Neðst á síðunni til hægri er mynd af Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, svarthærði þrítugri konu...Mér sýnist þetta vera sama konan sem braut Bandarísku innflytjendalögin...Í blaðinu er hún nefnd sem framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins og arftaki Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.12.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.