3.4.2008 | 05:27
samskiptaþörf heimsbyggðarinnar
Stundum finnst manni að heimurinn breytist alltof hægt og þegar hann breytist þá er það til hins verra.
Jæja, - ég var að finna statistík um gemsanotkun mannkynsins. Það eru hvorki meira né minna en 3.3 milljarðar gemsa í notkun í heiminum. Hvað segir það um samskiptaþörf mannskepnunar? Hvað gerðu menn áður en gemsinn var fundinn upp?
Nú stendur til að byrja með gsm þjónustu á Kúbu. Skyldu Kúbubúar verða mælanlega hamingjusamari eftir þau vatnaskil eða er hægt að lifa hamingjusömu lífi án farsíma?
Gera allar þessar uppfinningar (sem eiga að gera okkur lífið auðveldara) okkur lífið auðveldara?
Nú verð ég að hætta að skrifa. Gemsinn minn hringir....
jas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.