20.9.2008 | 05:08
Eingöngu eðjótar skrifa glæpasögur...
Fyrir rúmum áratug sagði Arnaldur við mig yfir bjórglasi að hann hugðist skrifa glæpasögu. Ég átti ekki til orð: "Ertu brjálaður, maður. Það er bókmenntalegt sjálfsmorð! Veistu ekki hvað kom fyrir háæruverðuga hæfileikamenn eins og Leó Löve lögfræðing sem skrifaði glæparómana á íslensku - menn horfðu á hann með eiturglyrnum og hornaugum eins og hann væri skrítinn. Nei, Arnaldur," sagði ég af sannfæringu, "enga vitleysu. Haltu áfram að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir Moggann og þér mun farnast vel. Glæpasögur á Íslandi eiga enga framtíð fyrir sér..."
Þessi ráðlegging til vinar er dæmi um lífsreglu númer eitt. "ef þig langar til að gera eitthvað utan alfaraleiðar, EKKI hlusta á ráðleggingar vina og kunningja heldur farðu eftir því sem hjartað segir."
Nú, rúmum tíu árum síðar, er Arnaldur mest lesni rithöfundur mörlandans og víðar, þrátt fyrir "góð ráð" frá besservisserum eins og mér.
Reyndar var þetta frekar hávær krá. Eftir á að hyggja þá held ég að Arnaldur hafi ekki heyrt orð af því sem ég sagði fyrir skvaldri. Sem betur fer. Heimurinn er betri fyrir vikið.
Arnaldur í The Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 05:14 | Facebook
Athugasemdir
Góð saga. Stundum getur stærsti þröskuldurinn í lífinu verið ... vinirnir :)
En umhverfið og vinirnir hafa oft þann leiða ávana að vilja ráðskast með okkur og segja okkur hvernig við eigum að bera okkur að. Spurning hvort að þarna sé á ferð eigingirni eða eitthvað annað?
Annars merkileg pæling :)
En annars hef ég sjálfur gefið út þrjár bækur og það var gaman á meðan á því stóð ... en fjárhagurinn fór frekar illa á því ævintýri. Enda þrekvirki hjá Arnaldi að ná slíkum sölum á reifurum á svona litlum bókamarkaði sem Ísland er
Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.9.2008 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.