27.9.2008 | 13:41
...hvílíkur léttir að vera
Að hugsa sér að fyrir 100 árum gat blökkumaður átt á hættu að vera dæmdur fyrir að vera á ferð í bíl með hvítri konu ef "grunur" var um að hann hefði eitthvað "ósæmilegt" í hyggju.
Ég heyrði um konu í suðurríkjunum sem var með blökkumannablóð í æðum en hún var hvít á hörund. Þessi kona reyndi vísvindandi að halda sig frá sól svo hún tæki ekki lit. Sólbrúnkulaus taldi hún sig vera "nógu hvíta" til að geta talist hvít. Skilgreiningin "white enough" sýnir hversu fáránleg fílósófía kynþáttafordómar eru. Það sem var í húfi fyrir hana var hvorki meira né minna en frelsið. Hún var nefnilega nógu hvít til að vera frjáls því þetta var fyrir þrælastríðið. Það eru ekki nema 150 ár eða svo.
Jack Johnson verði náðaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 8.10.2008 kl. 04:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.