7.10.2008 | 07:39
Hafskipsmálið skoðað? Tja, ætli það...
Ég hef enga trú á sjálfsrýni kerfisins. Kerfiskarlarnir hafa engan hag af því að opna gömul skítamál, sérstaklega ekki ef þau tengjast embættismönnum eða pólitíkusum sem eru ennþá í áhrifastöðum.
Kerfið hafnar átomatískt öllum svona beiðnum og það þarf átök til að ná þeim í gegn. Ef einhver þjóðfélagsrýnir tæki sig til og skoðaði kærur, kvartanir og/eða rannsóknarbeiðnir almennings/fyrirtækja á hendur íslenskum embættismönnum, lögreglunni, réttarkerfinu, etc., þá tel ég að niðurstaðan yrði verðug sem námsefni í "afneitunarsálarfræði" í HÍ - en ekki heimild um gagnsætt og spillingarlaust stjórnkerfi.
Halda menn virkilega að litla Ísland hafi komist svona ofarlega á lista yfir spillingarlaus stjórnkerfi heimsbyggðarinnar af því hér er engin spilling? Ó nei, við erum svona ofarlega á listanum af því við lokum augunum fyrir frændsemis- og einkavinavæðingu, samtryggingu kerfiskarlanna, bankasölu til stjórnmálamanna, einokun á varnarliðsframkvæmdum, lóðaúthlutunum til ættingja og vina, og öðru sem vestræn þjóðfélög létu ekki viðgangast.
Gangi þeim vel með Hafskipsmálið - eftir önnur 20 ár eða svo.
Hafskip enn í skotlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.