...já, en Geir bað um vinnufrið?

Kosningar eru eina vonin. Tvö megin einkenni þessarar ríkisstjórnar eru; hún er í engum tengslum við fólkið í landinu og hún telur sig ekki bera neina ábyrgð. Kosningar myndu leiðrétta það. En Geir vill sitja áfram yfir kálinu.

Um daginn bað Geir Haarde þjóðina um vinnufrið til að vinna okkur út úr vandanum. Til hvers þarf Geir vinnufrið? Hann hafði vinnufrið til að koma í veg fyrir þessa katastrófu og gerði ekkert. Þannig varð vandinn til. Geir og kó sváfu í vinnunni.

Hvar í heiminum getur pólitíkus sem klúðrar starfi sínu leyft sér að biðja um vinnufrið og traust að laga skaðann eftir sig - í stað þess að taka ábyrgð á gerðum sínum, segja af sér og hleypa hæfari mönnum að? Jú, á Íslandi. Þar ber enginn ábyrgð. Hvorki á orðum sínum né gerðum.

Hér er nærtækt dæmi: Einn daginn getur Geir Haarde sagt að IMF setji engin skilyrði fyrir láni og við trúum honum og vörpum öndinni léttar. Svo skilur enginn af hverju ekkert gengur að fá lánið. Síðan þegar Geir verður uppvís að ósannindunum og í ljós kemur að IMF setur heldur betur skilyrðin, afarkosti öllu heldur - þá er það bara allt í fína lagi. 

Vill einhver taka að sér að skilgreina hvenær stjórnmálamaður segir ósatt og hvenær hann er svo úr tengslum við starfið sitt að svona "misskilningur" getur talist eðlilegur? Í framhaldi má spyrja hvort sá sami stjórnmálamaður sé hæfur til að stýra okkur út úr vandanum þegar hann veit ekki hvað er í gangi? Við skulum ekki gleyma að þessi sami stjórnmálamaður var við stjórnvölinn þegar vandinn var búinn til? Eða var það Davíð? Ég ruglast stundum...

Hver ber ábyrgð á að þjóðin stendur frammi fyrir versta efnahagsáfalli í Íslandssögunni - eða eru menn svo barnalegir að halda að stjórnvöld séu ábyrgðarlaus? Skoðið hagtölurnar. Lánahlutföllin. Gengisákvarðanir. Kaup Seðlabanka á veðbréfum. Ábyrgðirnar. Voru Geir og kó bara að æfa lögreglukórinn?

Nú hefur Geir svarað ótal mikilvægum spurningum undanfarnar vikur og við eigum að taka svörin trúanleg. Enda á þjóðin að geta treyst því sem forsætisráðherra segir. Þangað til við stöndum hann að ósannindum. Héðan í frá verðum við að sannreyna allt sem Geir segir með heimildum frá þriðja aðila? 

Nú biður Geir um frið til að vinna áfram að lausn vandans. Hvort eigum við að gefa Geir og kó vinnufrið - eða eigum við að gefa Geir og kó endanlega frí úr vinnunni? 


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband