13.1.2009 | 23:34
Spara aurinn, kasta mannauðnum
Þegar grundvöllur tilverunnar breytist snöggt koma upp allskonar spurningar hjá fólki sem áður bara lifði lífinu frá degi til dags. Þegar bankahrunið varð fylltust gjörgæsludeildir spítalanna af fólki sem þurfti áfallahjálp. Hvort sem breytingarnar verða á einni nóttu eða einu misseri þá þarf fólk hjálp. Það er óskiljanlegt að yfirvöld skulu ekki sjá að það þarf að auka fjármagn til heilsugeirans en ekki skera niður. Hvaða bírókrata-snillingur fékk þá hugmynd að hér ætti að spara?
Breyttur hagur til hins verra getur breytt sjálfsmynd manna - sektarkennd, reiði, uppgjöf, þunglyndi, allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem fólk þarf að vinna úr. Stundum er núverandi starf, eignir, æfistarfið eða framtíðaráætlanir okkar ramminn utanum sjálfið.
Hvað ef sjálfsmynd manns/konu er nátengt veraldlegum eigum og svo eru eignirnar teknar? Værir þú sem þetta lest minni maður ef bankinn tæki húsið þitt og bílinn þinn og kannski fyrirtækið þitt líka - og allir vissu af því? Væri eitt af þessu nóg til að þú endurskoðaðir sjálfsmynd þina og mun þér þá líka það sem þú sérð? Ég hef verið að skoða þessi atriði varðandi sjálfan mig og þó hef ég ekki mikið undir í þessu fjármálafári.
Sparnaður nú í geðheilbrigðisgeiranum á eftir að kosta margfalt meira seinna - síðast en ekki síst hjá öllum börnunum sem upplifa ráðleysi og örvæntingu foreldra sinna.
Já, ég veit að ég mála svarta mynd en...
Mótmæla breytingum harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2009 kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir orð þín! Vissi að eftirspurn eftir innlögn á geðdeildir jukust líka í haust og nóg var eftirspurnin samt fyrir!
Þetta er svo sannarlega ekkert svartari mynd, sem þú dregur upp, en tilefni er til, því miður!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.