15.1.2009 | 09:34
Orðið "stjórnvöld" er öfugnefni
Það er sama hvar borið er niður, alltaf er sama vandamálið. Stjórnvöld annað hvort aðhafast ekkert, skilja ekkert, hafa ekki neitt með vandamálið að gera, eða... (listinn er endalaus)
Þessi setning í fréttinni um aðgerðaleysi stjórnvalda er svo vel orðuð að hana mætti "peista" inn í nánast hverja einustu frétt um íslenskt efnahagslíf: Það er erfitt nú um miðjan janúar að viðurkenna að ráðamenn hafa ekkert gert til að leysa vanda fyrirtækjanna.
Er þetta eitthvað nýtt eða hefur þetta kannski alltaf verið svona? Það er jú þekkt lögmál í bírókratísku stjórnskipulagi að ef embættismaður tekur enga ákvörðun þá er ekki hægt að álasa viðkomandi fyrir að taka ranga ákvörðun. Sé tekin einhver ákvörðun, þá er komin viðmiðun hvort viðkomandi sé hæfur í starfi. Ábyrgð fylgir ákvarðanatöku. Þess vegna er best að taka enga ákvörðun. Þannig hækka þeir frekar í tign sem aldrei taka ákvarðanir. Þeirra rekkord er klín.
Það sjaldan að einhver bendir á að skortur á ákvarðanatöku sé upphaf stjórnsýsluvanda þá má alltaf benda á einhvern annan sem hefði átt að taka ákvörðunina. Þegar sá aðili er skammaður, rekinn eða fær ekki stöðuhækkun þá eru líkur á að maður sjálfur hækki í tign. Lögmálið er pottþétt og getur ekki feilað.
Spurðu bara Geir Haarde ef þú trúir mér ekki.
Neita að tryggja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.