21.1.2009 | 10:50
Byltingin sem Geir skilur ekki
Ísland á að heita friðsamt velferðarríki. Hér er ekki her, byssueign er ekki almenn og menn ræða málin frekar en að láta vopnin tala. Aðstæðurnar núna eru aftur á móti ekki eins og í velferðarríki því velferðarríkinu var stolið meðan ríkisstjórnin svaf.
Forsendurnar fyrir þjóðfélagsbreytingum á Íslandi nú eru ekki frábrugðnar þeim sem ríktu í Frakklandi fyrir byltinguna 1789. Stjórnvöld og forréttindastéttinn skildu ekki fólkið, rétt eins og Geir og kó skilja ekkert nú. Auðmenn og forréttindastéttin heyktu sér yfir félagslegt réttlæti eins og fjármálavíkingar Íslands nú. Réttarkerfið mismunaði fólki. Valdstjórnin var ábyrgðarlaus. Eini munurinn er sá að við þekkjum lýðræði, a.m.k. af afspurn.
Ríkisstjórn Geirs ætti að bregða sér á bókasafnið og lesa mannkynssögu og siðfræðibækur, sérstaklega kaflana sem fjalla um ábyrgð kjörinna fulltrúa í lýðræðisþjóðfélagi. Svo ættu þeir að skammast sín og segja af sér eins og heiðarlegir menn.
Annars heldur byltingin bara áfram...
Óslóartréð borið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur.
Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta.
Ríksistjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.
Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.