Sannleiksást Björns og lögreglunnar

Í þessu áróðursstríði valdstjórnarinnar þá hafa mætustu menn orðið uppvísir að ósannindum.  

Á mbl.is er videofrétt þar sem Stefán J. Eiríksson, sjálfur lögreglustjórinn, lýsir reglum um piparúðanotkun lögreglunnar. Í fréttinni sjáum við lögreglumenn brjóta þessar sömu reglur aftur og aftur á meðan Stefán fullyrðir að; "allir lögreglumennirnir fylgdu þeim reglum sem um valdbeitingu og notkun piparúða gilda..." 

Myndskeiðið sýnir m.a. fólk gera hróp að lögreglunni, lögreglumaður tekur tvö skref afturábak, opnar piparúða og HEFNIR SÍN.  Ég vek athygli á að mótmælandinn notaði ORÐ en ekki OFBELDI. Myndbandið sýnir að lögreglan notar piparúða til að sýna mótmælendum í tvo heimana. Skítt með allar reglugerðir.

Ráðamenn og lögregla virðast í misgóðu sambandi við raunveruleikann en myndbandið lýgur ekki. Ég skora á dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason að gerast boðberi sannleikans og tjá sig um MISNOTKUN piparúða við löggæslustörf - í stað þess að skammast út í mótmælendur og þá þingmenn VG sem sýna þeim samstöðu.

Björn, hvernig væri að kýta smá í lögregluna þegar þeir eru uppvísir að reglugerðarbrotum og ósannindum, svona til tilbreytingar? Hér er myndskeiðið sem sýnir piparúðanotkun lögreglunnar í praxís.


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Veistu það ég verð bar reiður þegar ég sé þetta.  Að lögreglumaðurinn skuli hafa vogað sér að nota piparúðann á blásaklausann manninn.

Piparúðinn var EKKI notaður þarna í hefnigirni heldur til að fá manninn til að hætta að hanga á grindverkinu.  Það virkaði ekki að segja honum að hætta, það virkaði ekki að reyna að hrinda honum í burtu, næsta stig virkaði.  Ef hann er ósáttur við þetta þá er bara muna að fara eftir fyrirmælum lögreglunnar.

Svo finnst mér alveg hreint ótrúlegt að eftir að hafa horft á þetta myndband hefur þú ekkert um það að segja annað en piparúðanotkum eins lögreglumanns.  Hvað með hegðan fólksins sem var búið að króa lögregluna af í horni við alþingishúsið?  Finnst þér það bara í fínu lagi?

Hin Hliðin, 25.1.2009 kl. 08:55

2 identicon

Bíddu bíddu, hin hliðin.

Hvers vegna í ósköpunum þurfti að reka manninn af girðingunni?!?? Það virðist vaða uppi sumsstaðar í þjóðfélaginu sá alvarlegi misskilningur að almenningi beri óskilyrt skylda til að hlýða hverjum fyrirmælum lögreglu sem lögreglunni dettur í hug að beina til almennings.

Því fer fjarri.

Og ég get upplýst að fangaverðir, sem fá líka þjálfun í reglugerðabundinni notkun kylfa og piparúða, eru upp til hópa algerlega bit yfir því sem sumir - lítill minnihluti - lögreglumanna voru að gera þarna.

Fangavörður (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Hin Hliðin

Fangavörður.

Lestu eftirfarandi grein lögreglulaga.

19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu.
Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.

Sambærilegt ákvæði er að finna í ýmsum öðrum lögum og, reglugerðum og lögreglusamþykktum þannig að jú, almenningui ber skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu.

Varðandi piparúðaþjálfun fangavarða þá get ég alveg fullyrt það að ef fangar gerðu uppreysn á Litlahrauni þá munduð þið úða alla þá sem mundu ekki fara eftir ykkar fyrirmælum og þið munduð telja ógnandi (þið sækið jú ykkar þjálfun til lögreglunnar).  Svo munduð þið loka ykkur af á öruggum stað og bíða eftir lögreglunni.

Varðandi það afhverju það mátti ekki vera á þessu blessaða grindverki, því get ég ekki svarað.  Kannski höfðu einhverjir reynt að komast yfir, kannski var verið að reyna að koma í veg fyrir það að slíkt gerðist aftur, ég bara veit það ekki en það sem ég veit er það að fólk reynir undantekningarleust að komast eins langt og það getur og svo örlítið lengra eftir það.

Ef þú vilt ekki fá piparúðann yfir þig, farðu þá frá.  Ef þú vilt ekki fá kylfuna í þig, farðu þá frá.  Það er ekkert flóknara en það!

Hin Hliðin, 25.1.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Hlédís

H.H !      Ef þú vilt ekki fá piparúðann yfir þig skaltu halda þig heima og ekki einu sinni hvísla gagnrýni á valdhafa né lögreglu ofan í koddann þinn !

Hlédís, 25.1.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Hin Hliðin

H.G !     Það var enginn að tala um að það mætti ekki gagnrýna valdhafa né lögreglu og hvað þá að fólk þyrfti að hvísla að ofan í koddann sinn.  Fólk, og þá á ég jafnvel sérstaklega um þig, er bara búið að missa sig algjörlega í því að rakka lögregluna niður og gagnrýna starfsaðferðir hennar án þess að vita neitt um það hvað það er að segja.

Það þarf ekkert að halda sig heima til að komast hjá því að fá yfir sig piparúða.  Það eina sem þarf að gera er að fara eftir fyrirmælum, það er ekkert sérstaklega flókið og meira að segja leikskólabörn geta gert það.

Að fullorðið fólk skuli hundsa fyrirmælin getur alveg verið skiljanlegt.  Að fullorðið fólk skuli hundsa fyrirmælin þegar búið er að vara við því að piparúðinn verði notaður til að framfylgja fyrirmælunum er kannski ekki alveg jafn skiljanlegt.  Að fullorðið fólk skuli væla eins og stunginn grís eftir að hafa fengið á sig umræddan piparúða og segjast hafa verið alveg saklaust og ekki hafa verið að gera neitt, er alveg magnað.

Hin Hliðin, 25.1.2009 kl. 14:05

6 Smámynd: Hlédís

HH!  Ég var raunar svo bráð-heppin að sleppa við piparúða og kylfubarsmíðar ofbeldismanna fyrir utan Alþingishúsið 20. jan. sl.!  Það voru ekki allir, jafnvel ekki eldri borgarar né börn sem stóðu og gengu álengdar.  Yfirhilmingar yfir fáum föntum innan lögregluliðsins mega ekki  líðast!   http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710    Þú ættir að lesa lýsingu Helga Jóhanns Haukssonar studda myndum í kommenti við þetta viðtal.

Hlédís, 25.1.2009 kl. 14:16

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hin Hliðin verður að taka sig á í siðblindu og skáldskap ef hann á ekki að tapa þessu eins og armur þræll.

Nema hann SÉ armur þræll, þá þarf enginn að vera hissa.

Vertu ekki fyrir byltingunni ef þú vilt ekki vera traðkaður niður í svaðið af appelsínuguluklæddu fólki sem er að reyna að vernda þig fyrir sjálfum þér.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 04:51

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú meira ruglið í þér Hin hlið, lögreglu þjónar gerðu sig margoft seka um óþarfa valdbeitingu síðustu viku. Kylfuhögg, spörk og piparúði voru margoft látin vaða, án tilefnis, og án aðvörunar. Varð sjálfur fyrir árás lögreglumanns í tvígang, bæði skiptin stóð ég með hendur í vösum.....

Hvað segja lögin um afskipti  lögreglu af ólögráða einstaklingum ?

Hvað segja lög um ólögmæta frelsissviptingu? 

Fræddu okkur nú um hvort lögmætt sé að beita þá harðræði s.s að sparka í þá liggjandi?

Hvað um að halda ólögráða fólki og neita forráðamönnum að tala við þau ?

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 07:37

9 Smámynd: Hin Hliðin

Sjitt hvað þið eruð bitur.  Búhú, löggan er svo vond.

Haraldur. Ef þú varðst fyrir "árás" lögreglunnar eins og þú orðar það sjálfur þá var það einfaldlega af því að þú vannst fyrir því.  Auðvitað varstu með hendur í vösum, þú ert alveg blásaklaus og löggan er svo vond.  Þú getur alveg unnið fyrir því þótt þú sért með hendur í vösum, ef þú ferð ekki að fyrirmælum þá ertu að vinna fyrir því.

Afskipti af ólögráða einstaklingum eru fullkomlega lögleg og ekkert sem bannar lögreglu það.  Og nei, foreldrar eiga ekki rétt á að hitta handtekna unglinga sína þegar þeim hentar.

Eitt í lokin.  Hvað í andsk... hefði lögreglan átt að gera?  Leyfa fólki að skemma endalaust?  Leyfa fólki að ráðast á sig alveg endalaust?

Þið eruð alveg hreint ótrúleg, vitið allt svo miklu betur af því að .... jaaa, af því bara.

Lögreglan þarf oft að beita valdi við framkvæmd starfs síns og þar pirrar ykkur sem ekki mega það.  Þið viljið hafa vald og mega beita því gegn óréttlæti, þið viljið mega skemma og skiljið ekki að öðrum finnist það ekki í lagi.

Hin Hliðin, 26.1.2009 kl. 08:04

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hin hlið ef þú varðst ekki vitni að hlutnum skaltu ekki tjá þig um þá !

Búhúhú fólkið er svo vont við aumingja lögguna, talar ljótt um þá búhúh....

djöfulsins smákrakki ertu maður....það er enginn að segja að löggan sé vond nema þú, hins vegar ertu fæðingarfáviti ef þú ætlar að halda áfram að verja örfáa ofbeldisseggi innan raða lögreglunnar.

Hvað varðar afskipti mín af lögreglunni, er ég einn af þeim sem hafa verið frá upphafi að mæla gegn ofbeldinu, einn af þeim sem slógu vörð um lögregluna.

Við búum hinsvegar við kerfi sem ekki samþykkir valdníðslu það hreinlega stangast á við lög, en þú og nokkrir aðrir af sama sauðahúsi, kokgleypið það sem Stefán lygamörður Eiríksson segir, þrátt fyrir að þú fáir allt sem þú þarft til að mynda þér sjálfstæða skoðun, þá geturðu það ekki.

Vertu svo ekki að grenja þetta litli hvítliðakútur, þú gætir blotnað í framan...

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 08:27

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Appelsínugulir náðu margföldum árangri við að halda uppi lögum og reglu og fyrirbyggja eignaspjöll.

Hvernig skyldi standa á því Hin Hlið? Þetta er ekki flókið fyrir fólk sem hugsar málið.

Nú skal ég segja þér eitt. Ef lögreglan tæki af sér öll vopn og klæddist appelsínugulu og færi með eldri borgurum og friðelskandi fólki á milli síns fólks - sinnar þjóðar - og talaði við þá eins og menn, þá yrði þeim meira ágengt.

Björn Bjarna og sérsveitarmentalítetið er það sem er að gera lögreglunni óleik. Fólk virðir lögregluna, en fólkið mun ekki leyfa henni að styðja kúgun og óréttlæti þótt það hafi af vanhæfni, valdafíkn eða óaðgæslu verið bundið í lög.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 16:00

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Aldeilis hárrétt Rúnar...

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband