Hlutverk dómsmálaráðherra

Manni virðist íslensk lög vera úreltustu lög í heimi. Barnaverndarlög ekki í samræmi við barnasáttmála SÞ, viðskiptalöggjöf losaralegri en reglurnar í Matador, hegningarlög algjört djók, bótalöggjöfin gerð eftir forskrift tryggingafélaganna og látin standa þannig áratugum saman, höfundarlög eru áratugum á eftir nágrannalöndunum, lög um áfengisauglýsingar eru þannig að það ætti að klippa aðra hverja auglýsingu úr erlendum blöðum ef farið væri eftir þeim  - og svona má lengi telja.

Hvert er hlutverk dómsmálaráðherra ef ekki að passa að við verðum ekki að "gúanólýðveldi" þegar kemur að lagaramma þjóðfélagsins? Hvað hefur Björn verið að gera síðustu tvo áratugina?


mbl.is Gagnrýnir dóm um flengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Birni til varnar, þá hefur hann ekki verið dómsmálaráðherra í tvo áratugi. En hann hefur ekki staðið sig vel hvað varðar sinn málaflokk. En hann er hörkuduglegur bloggari... :)

Hallgrímur Egilsson, 28.1.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband