4.12.2009 | 15:39
Doktor Jekyll og Hr. Steingrímur
Sum mál eru ekki til þess fallin að bera undir þjóðina, segir Steingrímur J.
Ókei. En sum mál hljóta að vera til þess fallin annars hefðum við ekki þjóðaratkvæðagreiðslur. Hvernig mál skyldu það þá vera? Juhu, Steingrímur! Viltu svara því?
Hugtökin "bera undir" og "leggja á" eru myndræn og smart í hvaða samhengi sem er. Það má leggja skuldir á þjóðina en það má ekki bera skuldir undir þjóðina. Halló, Steingrímur! Hver er munurinn?
- - - -
Persónuleikabreytingar Steingríms J. eru tilefni í doktorsritgerð í stjórnmálafræði. Eru leiðtogar þjóðarinnar heilsteyptir persónuleikar að gera sitt besta eða klofnir persónuleikar sem sveiflast milli skoðana eftir því hvaða titil þeir hafa? Eru pólitíkusar í eðli sínu leikarar sem láta stjórnast af hlutverkinu?
Steingrímur var betri í neikvæða haminum. Þar fór maður sem hafði gagnrýna hugsun og stjórnarandstaða var honum í blóð borin. Ef við hefðum vitað að ráðherrastóllinn ylli tvöföldum persónuleika þá hefðu kjósendur hafnað Steingrími að heilsufarsástæðum. Hvern hefði grunað að þessi atorkusami maður væri með opnumynd af ráðherrastól límda innan á fataskápshurðina niðrí þingi öll þessi ár.
Ég vil fá Steingrím aftur í stjórnarandstöðu til að berjast gegn IceSave. Ég vil fá hann aftur í stjórnarandstöðu til að hrista upp í embættismannakerfinu og öðru sem miður hefur farið. Mér líst ekkert á þennan nýja Steingrím. Við höfum haft ótal slíka í ráðherrastólum í gegnum árin - menn sem ekki hlusta og vita allt betur en allir hinir - og þess vegna fór sem fór.
Ekkert mál hentar betur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.