13.2.2009 | 00:53
"Win-win" valkosturinn
Maður hefur heyrt svo margar "óspillingarsögur" og "hvítþvottafréttir" úr munni íslenskra embættismanna að það jaðrar við faraldur. Nýjasta nýtt er þessi frétt þar sem utanríkisráðuneytið heldur því fram að íselnsk viðskiptalöggjöf sé í samræmi við EES og heimsbyggðinni til fyrirmyndar. Hvaða máli skiptir það þegar eftirfylgnin er engin?
Þegar stjórnkerfið í heild sinni, Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki, efnahagsbrotadeild lögreglunnar, etc., eru sannfærðir um að það sé engin spilling á Íslandi - og skirrast við að láta rannsaka spillingu af því hún er ekki til - þá skapast aðstæður eins og giltu á Íslandi fram að bankahruninu. M.ö.o. Ísland er og verður áfram óspilltasta land í heimi.
Hvernig höfum við sannfærst um að Ísland væri óspillt land?
1. Jú, ef efhahagsbrotadeild hafnar nánast átomatískt kærum enda fjárvana og bara með 13 starfsmenn. Mér hefur virst að helstu viðbrögð deildarinnar séu að segja fólki að höfða bara einkamál sem er aðferð til að losna undan rannsóknarkvöð.
2. Sú staðreynd að réttarkerfið sendir nánast öll stærri mál aftur til rannsóknaraðila útaf fúski efnahagsbrotadeildar verður til þess að fá mál klárast eins og lagt var af stað með þau í upphafi og eftir sitja smáatriði, oft 5-10% af upprunalega sakarefninu. Sem sagt, lítil spilling með sannalegum hætti.
Svo má vísa í kannanir sem sýna hversu óspillt Ísland er. Ein helsta könnunin kom okkur efst á lista yfir óspilltustu ríki heims og viðhélt sjálfsblekkingunni fram að bankahruni og jafnvel lengur hjá þeim sem enga sjálfsrýni hafa. Umrædd könnun var framkvæmd meðal íslenskra embættismanna. Þetta voru alls 12 spurningar, minnir mig, en þar af pössuðu bara 7 við íslenskar aðstæður og því var hinum 5 sleppt. Af þeim 7 sem eftir stóðu voru 6 um mútugreiðslur til íslenskra embættismanna (ekki frændsemisgreiða eða pólitíska einkavinavæðingu, nota bene) og íslensku embættismennirnir svöruðu þeim spurningum neitandi. Síðasta spurningin var annars eðlis og jákvæð svör fengust hjá embættismannaúrtakinu líka þar. Einkun Íslands var A plús og við gátum hrósað hvort öðru fyrir að búa í óspilltasta landi heims.
Nú vita allir að fémútur til embættismanna eru fátíðar á Íslandi og þá getur fólk sagt sér sjálft hversu marktæk þessi könnun var. En vá hvað hún er góð landkynning!
Nú bera embættismenn utanríkisráðuneytis enn eina sjálfsblekkinguna á borð fyrir landsmenn. Enn er verið að hamra á því að Ísland sé sannanlega óspilltasta land í heimi. Hinn kosturinn er óhugsandi enda sjálfsmynd kerfisins og traust heimsbyggðarinnar í húfi. Áframhaldandi sjálfsblekking er svokallaður "win-win" valkostur fyrir þjóð sem þorir ekki að horfast í augu við sannleikann.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 03:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 16:18
Hlutverk dómsmálaráðherra
Manni virðist íslensk lög vera úreltustu lög í heimi. Barnaverndarlög ekki í samræmi við barnasáttmála SÞ, viðskiptalöggjöf losaralegri en reglurnar í Matador, hegningarlög algjört djók, bótalöggjöfin gerð eftir forskrift tryggingafélaganna og látin standa þannig áratugum saman, höfundarlög eru áratugum á eftir nágrannalöndunum, lög um áfengisauglýsingar eru þannig að það ætti að klippa aðra hverja auglýsingu úr erlendum blöðum ef farið væri eftir þeim - og svona má lengi telja.
Hvert er hlutverk dómsmálaráðherra ef ekki að passa að við verðum ekki að "gúanólýðveldi" þegar kemur að lagaramma þjóðfélagsins? Hvað hefur Björn verið að gera síðustu tvo áratugina?
![]() |
Gagnrýnir dóm um flengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 07:20
Ótrúlegt en satt: BJÖRN SVARAÐI MÉR!
Í gær bloggaði ég um piparúðanotkun lögreglunnar og um leið sendi ég Birni Bjarnasyni póst og lét hann vita af þessu bloggi mínu og myndbandi á mbl.is og bað hann að taka afstöðu. Hann sendi mér svohljóðandi svar:
"Sæll Jón Ármann,
teljir þú lögreglu hafa farið út fyrir heimildir sínar er eðlilegt að beina kæru um það til ríkissaksóknara.
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason"
Gott og vel. Það er frábært að búa í þjóðfélagi þar sem dómsmálaráðherra nennir að svara Jóni úti í bæ þótt svarið sé stuttaralegt og efnislega ófullnægjandi. Svar Björns gengur út frá forsendum sem eru ekki til staðar í þjóðfélaginu lengur.
Nú ríkir eftirfarandi ástand:
1. Fólk treystir ekki stjórnvöldum, embættismönnum, þingmönnum, lögreglunni. Við höfum séð alla þessa aðila bregðast og síðan verja gerðir hvors annars. Í augum þessara manna ríkir stríð; þ.e. "þeir gegn okkur" sem dirfðumst að kalla þá til ábyrgðar.
2. Fólk treystir aftur á móti samtryggingakerfi stjórnmálamanna, embættismanna, þingmanna og lögreglunnar. Það stendur óhaggað þó nú síðustu daga hafi komið í ljós brestir, sbr. afsögn viðskiptaráðherra.
3. Björn ráðleggur mér að kæra lögregluna. Við skulum ekki gleyma því að dæmin sanna að það þýðir ekki að kæra lögregluna, sérstaklega ekki til samstarfsmanna eða yfirmanna lögreglunnar. Kærum er nánast átomatískt vísað frá nema til sé myndband, sbr 10-11 málið sem lögreglan hunsaði og sagði bull og þvælu þar til myndbandið sannaði hið gagnstæða.
4. Á Íslandi er til nokkuð sem heitir aðildarskortur. Björn ráðleggur mér að kæra til ríkissaksóknara það sem ég sá á myndbandi á mbl.is. Nú eru íslensk lög þannig ð kærandi þarf að vera aðili að máli annars er kæru vísað frá. Veit Björn þetta ekki eða er hann að gera grín að mér? Er hann ekki lögfræðingur?
Fyrir atvinnumenn í fréttamennsku þá er hér verðugt rannsóknarefni: Hvað skyldu margir sem urðu fyrir lögregluofbeldi í mótmælunum hafa kært lögregluna? Hvað skyldu margar kærur hafa farið í rannsóknarferli og hvað skyldi mörgum hafa verið vísað frá? Hvað margar sofna í kerfinu? Þetta eru allt góðar og eðlilegar spurningar sem fróðlegt væri að fá svar við.
Jón Ármann Steinsson
www.s.is jon@s.is
![]() |
Upphaf á kosningabaráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 03:49
Sannleiksást Björns og lögreglunnar
Í þessu áróðursstríði valdstjórnarinnar þá hafa mætustu menn orðið uppvísir að ósannindum.
Á mbl.is er videofrétt þar sem Stefán J. Eiríksson, sjálfur lögreglustjórinn, lýsir reglum um piparúðanotkun lögreglunnar. Í fréttinni sjáum við lögreglumenn brjóta þessar sömu reglur aftur og aftur á meðan Stefán fullyrðir að; "allir lögreglumennirnir fylgdu þeim reglum sem um valdbeitingu og notkun piparúða gilda..."
Myndskeiðið sýnir m.a. fólk gera hróp að lögreglunni, lögreglumaður tekur tvö skref afturábak, opnar piparúða og HEFNIR SÍN. Ég vek athygli á að mótmælandinn notaði ORÐ en ekki OFBELDI. Myndbandið sýnir að lögreglan notar piparúða til að sýna mótmælendum í tvo heimana. Skítt með allar reglugerðir.
Ráðamenn og lögregla virðast í misgóðu sambandi við raunveruleikann en myndbandið lýgur ekki. Ég skora á dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason að gerast boðberi sannleikans og tjá sig um MISNOTKUN piparúða við löggæslustörf - í stað þess að skammast út í mótmælendur og þá þingmenn VG sem sýna þeim samstöðu.
Björn, hvernig væri að kýta smá í lögregluna þegar þeir eru uppvísir að reglugerðarbrotum og ósannindum, svona til tilbreytingar? Hér er myndskeiðið sem sýnir piparúðanotkun lögreglunnar í praxís.
![]() |
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.1.2009 | 23:06
Nýtt Ísland - eða bara andlitslyftingu?
Kosningar eru góð hugmynd en nú þarf að breyta forsendunum svo kerfið virki. Markmiðið er NÝTT ÍSLAND. Markmiðið er ekki að kjósa nýja menn til að sitja við sömu gömlu spillingarjötuna.
Kjósum stjórnlagaþing til eins árs sem endurskoðar innviði íslenska stjórnkerfisins og tekur kerfi annarra landa til fyrirmyndar. Fá umræðu í gang í þjóðfélaingu um breytingar. Nóg er af vítum að varast og nú þurfa stjórnmálamenn að hlusta. Markmiðið er að breyta þessu rotna eftirlitslausa stjórnkerfi sem kom okkur í núverandi vandræði. Það stjórnlagaþing myndar þjóðstjórn allra flokka.
En hvernig á svo að byrja verkefnið? Jú, númer eitt er að breyta stjórnarskránni úr "danskri þýðingu" yfir í íslenska stjórnarskrá og sækja það besta úr stjórnarskrám þeirra þjóða sem við viljum líkjast. Við erum ekki lengur dönsk nýlenda.
Fækka þingmönnum, gera landið að einu kjördæmi. Við erum öll íslendingar.
Banna með lögum að innanflokks hreppapólitík og valdapot ráði því hvort "þingmaður" fær að stjórna viðskiptamálum þjóðarinnar, umhverfismálum, dómsmálum, menntamálum. Skylda stjórnmálaflokka sem fara í ríkisstjórnarsamstarf til að ráða "fagfólk" í ráðherrastöður.
Framboð á ekki að vera miði í biðröðina til að gerast ráðherra. Við þurfum ekki fleiri egóista sem sitja fyrir framan spegilinn og æfa kokkteilræður - við þurfum fólk sem vill vinna þjóðinni gagn.
Lögbinda hvaða skilyrði embættismenn þurfa að uppfylla svo hæfileikar, menntun og reynsla verði metin hærra en ættartengsl, pólitísk hrossakaup eða laun fyrir gamla "greiða".
Ekki lækka laun þingmanna og ráðherra. Þá fáum við bæði lélega lagasmiði og framkvæmdamenn. Með færri þingmönnum getum við boðið hærri laun til þeirra sem einstaklinga. Það á ekki að vera fórn að fara í pólitík eða forréttindi þeirra sem geta lifað af eignum sínum. Það á að borga þingmönnum svo vel að þeir hafi engar freistingar umfram þær að vinna vinnuna sína. Skoðum feril Finns Ingólfssonar til að sjá hvað ber að varast.
Ef þingmaður verður ráðherra þá á hann að segja þingsæti sínu lausu. Öðru máli gildir um forsætisráðherra sem yrði samkvæmt lögum að halda sínu þingsæti. Forsætisráðherra er verkstjórinn. Hann verður að vera allt í öllu milli þings og fagráðherra.
Banna að þingmenn fari með fjármál fyrir nefndir og ráð. Ekki láta sendibílstjóra Þjóðleikhússins koma í stað fyrir lögbundið eftirlit með framkvæmdanefndum - og setja lög sem koma í veg fyrir að dæmdir klúbbmeðlimir flokkanna fái sakaruppgjöf í skjóli nætur í fjarveru forseta sem ekki vill beygja sig og bukta fyrir forsætisráðherra.
Efla efnahagsbrotadeild lögreglunnar svo það sé til einhvers að kæra og brotamenn óttist að þurfa að standa skil gerða sinna. Halda málaskrá yfir allar kærur sem þeir taka að sér og/eða vísa frá og gera hana aðgengilega á netinu (efnislega, ekki atriðalega) og birta þar einnig hvað mörg mál eru í gangi, hvar þau eru í kerfinu og hvenær sé væntanleg niðurstaða. Einnig skrá þegar málum er vísað aftur til rannsóknar og láta embættið útskýra af hverju slíkt gerist. Það er aðhald og gegnsæi sem vantar og þannig er komið í veg fyrir spillingu.
Auglýsa embætti lögreglustjóra, saksóknara og forstjóra fjármálaeftirlits og láta þingið ráða þá og gefa þeim fjármálaramma til að vinna eftir. Færa þessa embættismenn nær þjóðinni og leyfa þjóðinni að fylgjast með bæði ráðningunni og embættisverkum þeirra. Með nýjum ráðningareglum eru lögreglustjórar ekki lengur jámenn háðir dutlungum dómsmálaráðherra og hann getur ekki breytt kerfinu til að losna við menn sem dansa ekki eftir hans flautu. Jafnvel má kjósa suma embættismenn á landsvísu, t.d. ríkissaksóknara eða ríkislögreglustjóra? Þá er allur klíkuskapur úr sögunni og þjóðin ræður.
Á Nýja Íslandi hætta ráðuneyti að vera flokksráðuneyti og fara að vera fagráðuneyti. Þá skiptir ekki máli lengur hvort Geir fái þetta ráðuneyti eða Björgvin hitt ráðuneytið. Einum flokki er ekki lengur akkur í að fá ákveðið ráðuneyti svo hægt sé að vinna t.d. byggðastefnu eftir framsóknaráherslum. Sjóndeildarhringur stjórnkerfisins víkkar og áherslurnar breytast öllum íslendingum í hag.
Sem sagt búa til stjórnkerfi sem er heiðarlegt, skilvirkt og vinnur gegn frændsemisáráttu og einkavinavæðingarduld núverandi kerfis. Með nýju gagnsæju stjórnkerfi visna rætur spillingar og lýðræðið blómstrar!
En skyldu atvinnupólitíkusar setja sína hagsmuni í fyrsta sæti eða eru þeir með hagsmuni nýja Íslands í hjarta? Vilja þeir byggja nýtt stjórnkerfi - eða sýndarlausn svo allt líti vel út á yfirborðinu? Þannig vinnubrögð gerðu þjóðina að spillingarbæli og ef atvinnupólitíkusar skilja það ekki þá eiga þeir ekkert erindi í stjórnmál.
Jón Ármann Steinsson
(p.s. afsakið prentvillurnar, þetta var skrifað í flýti á kaffihúsi í Los Angeles)
www.s.is jon@s.is
![]() |
Eigum ekki að óttast þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2009 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 15:18
Sveigjanleg siðferðiskennd?
"Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir" segir máltækið. Ég hef reyndar ekki notað það í fjurtíu ár fyrr en í dag þegar ég skildi að Geir fattar ekki. Það er undarlegt að fólk yfir meðalgreind með reynslu í stórnmálum, óstjórn þar á meðal, skuli ekki skilja samhengi eigin tilveru. Geir er ekkert einn um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Kannski standa stjórnmálamenn of nálægt vandamálinu. Þeir sjá það ekki af því þeir geta ekki horfst í augu við þá staðreynd að þeir áttu þátt í að búa vandamálð til. Þeir eru vandamálið!
Sagan á eftir að dæma svefntíma Geirs í ráðherrastól og lærlingstíð hans hjá meistara Davíð. En það er augljóst að Geir er ófær um að dæma sig sjálfur eða sjá hvað honum ber að gera. Það vantar eitthvað í pakkann. Kannski er það siðferðiskenndin?
Jón Ármann Steinsson
www.s.is jon@s.is
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 10:50
Byltingin sem Geir skilur ekki
Ísland á að heita friðsamt velferðarríki. Hér er ekki her, byssueign er ekki almenn og menn ræða málin frekar en að láta vopnin tala. Aðstæðurnar núna eru aftur á móti ekki eins og í velferðarríki því velferðarríkinu var stolið meðan ríkisstjórnin svaf.
Forsendurnar fyrir þjóðfélagsbreytingum á Íslandi nú eru ekki frábrugðnar þeim sem ríktu í Frakklandi fyrir byltinguna 1789. Stjórnvöld og forréttindastéttinn skildu ekki fólkið, rétt eins og Geir og kó skilja ekkert nú. Auðmenn og forréttindastéttin heyktu sér yfir félagslegt réttlæti eins og fjármálavíkingar Íslands nú. Réttarkerfið mismunaði fólki. Valdstjórnin var ábyrgðarlaus. Eini munurinn er sá að við þekkjum lýðræði, a.m.k. af afspurn.
Ríkisstjórn Geirs ætti að bregða sér á bókasafnið og lesa mannkynssögu og siðfræðibækur, sérstaklega kaflana sem fjalla um ábyrgð kjörinna fulltrúa í lýðræðisþjóðfélagi. Svo ættu þeir að skammast sín og segja af sér eins og heiðarlegir menn.
Annars heldur byltingin bara áfram...
![]() |
Óslóartréð borið á bálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 10:14
Sjálfstæðiskýli og framsóknarkaun
Kaupþingsmálin sem eru að koma upp á yfirborðið núna eru bara byrjunin. Ýldulyktin er viðvarandi.
Við skulum ekki gleyma að Búnaðarbankinn var gefinn Finni Ingólfssyni og Framsóknarmafíunni á silfurbakka og gerði þá að milljarðamæringum. Sukkið byrjaði með spilltum stjórnmálamönnum sem einkavinavæddu eignir þjóðarinnar og útbýttu þeim til vina og bandamanna - rétt eins og gert var með kvótann í denn. Þar var fordæmið fyrir afhendingu þjóðarverðmæta án ábyrgðar og gagnrýni - og þess vegna sagði enginn neitt um bankakvótagjafir Davíðs og kó. Fordæmið var kvótagjöf í nafni byggðastefnu.
Ef einkavæðingarsaga framsóknar- og sjálfstæðisflokkana er skoðuð þá má rannsóknin ekki vera framkvæmd af gerendunum sjálfum, eins og oft er raunin í íslenskri pólitík. Þess vegna þarf kosningar fyrr en seinna. Nýjir vendir sópa best.
www.s.is jon@s.is
![]() |
Milljarðalán án áhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 02:28
Handtökum fórnarlömbin, heiðrum "viðskiptamenn ársins"
Ég hef ekki hugmynd um hver orti þessa stöku né hvort hún sé rétt svona - en stakan á vel við þessa frétt um hroka íslenskra embættismanna og laun þessa heims:
Stelir þú litlu og standir þú lágt
Í steininn beint þá ferðu,
en stelir þú miklu og standir þú hátt
Í stjórnarráðið ferðu
Svona í forbífarten - ég las merkisfrétt á visir.is rétt áðan sem mér ofbauð. Þar var viðskiptaráðherra að tjá sig um þann hóp manna sem komu landinu í þrot. Ég leyfði mér að æsa mig á öðrum vettvangi útaf því sem ég las þar enda ekki mbl.is frétt. Hvar annarsstaðar en á Íslandi getur ráðherra látið annað eins út úr sér?
![]() |
Hátt í 400 handtökuskipanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 03:22
Óspillta, ylhýra Ísland
Íslenska svikamyllan raknar upp smátt og smátt og sýnir að samsæriskenningar að baki bankabólunnar eiga fullan rétt á sér. Moldríkur prins að nafni Al-Thani fékk lán hjá Kaupþingi í gegnum millilið til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með veðum í hlutabréfunum. Í raun var hann að ljá nafnið sitt til kaupanna en tók enga áhættu. Spurningin er af hverju kaupir atvinnufjárfestir hlutabréf í banka sem er á barmi gjaldþrots? Vinna atvinnumenn ekki heimavinnuna sína áður en þeir fjárfesta tugum milljóna dollara? Al-Thani keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 37.500.000.000 krónur.
Þarna er augljóst plott í gangi til að blekkja fjárfesta til að halda að bréf í Kaupþingi væru eftirsótt af "atvinnufjárfestum" úti í heimi. Svona "plott" er gert með ákveðið markmið í huga. Markmiðið gerir plottið að glæp ef það er verið að blekkja fólk til að fjárfesta.
Fórnarlömbin erum við sem treystum á hlutabréfamarkaðinn til að ávaxta spariféð okkar. Svona blekkingarkaup (ef þau eru þannig samsæri) teljast fjármálaglæpur allsstaðar annarsstaðar en á Íslandi. Hvað skyldi íslenska fjármálaeftirlitið gera nú? Hmm...
Skyldi efnahagslögregla lýðveldisins vera í stakk búin til að rannsaka - og hafa þeir metnað og áhuga til að rannsaka nokkuð yfirleitt? Efnahagsbrotadeildin notar allar afsakanir og tylliástæður til að losna við að taka mál inn á borð hjá sér. Sorglegt en satt. Það er bæði kunnáttuleysi, skortur á starfsfólki, bödsjettvandamál, sinnuleysi, og svo óttinn við léleg sóknarnýting skaði ímynd embættisins. Fyrir vikið eru tiltölulega fá mál tekin til rannsóknar og þess vegna er Ísland óspilltasta land í heimi...
Jón Ármann Steinsson
www.s.is jon@s.is
![]() |
Vel gert við Al-Thani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)