Færsluflokkur: Kjaramál

FÖRGUNARAÐGERÐIR en ekki björgunaraðgerðir

Köllum þetta bara réttu nafni. Það er ekki verið að bjarga neinum. Þetta er pólitískt yfirklór, reykur og speglar. Það sjá það allir sem skoða tölurnar í samhengi við þessa "bissnessmenn" sem fengu sínar afskriftir fyrstir allra.

Brandarinn verður fyrst grátbroslegur þegar Jóhanna segir ábúðarfull að nú verði ekki meira gert til björgunar heimilunum. Afsakið, en tökum smá raunveruleika test á þetta: Jóhanna, þetta voru aðgerðir til að farga heimilunum og sú aðgerð stjórnvalda (þ.e. aðgerðaleysið) hefur heppnast fullkomlega.


mbl.is Tekist á um björgunaraðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun, slæm smölun

Fórnarlömbin eru vegmóð og máttarvöldin vita að tíminn vinnur með bönkunum og fjármögnunarfyrirtækjum.

Þarna hefðu átt að vera 40 þúsund manns en ekki 400. Það er eins og fólk sé búið að missa svo gersamlega trú á íslenskum stjórnvöldum að það er hætt að nenna að mótmæla - ályktar kannski að mótmæli eru tilgangslaus og þess vegna gengur illa að smala?

Maður skammast sín fyrir íslensk stjórnvöld alveg eins og maður skammast sín fyrir útrásarvíkingana. Eftir á að hyggja þá var danska nýlendustjórnin skömminni skárri, svei mér þá...


mbl.is Mótmælendurnir farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband