Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Ha, er Eygló Harðardóttir að vísa í vanþekkingu fjölmiðlafólks á fjölmiðlafrumvarpinu??

Blaðamannafélagið hefur mótmælt þessu frumvarpi og bent á ormagryfju af göllum. Formaður BÍ hefur tíundað annmarkana í öllum fjölmiðlum. Ótal fjölmiðlamenn hafa hallmælt frumvarpinu - svo þingheimur ætti að hafa heyrt ávæning af því skyldi maður ætla? Nema hvað!

Úr frétt mbl.is: "Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í menntamálanefnd, greiddi atkvæði með frumvarpinu og sagði þá sem gagnrýna það gera það af vanþekkingu og fordómum."

Er manneskjan ekki jarðtengd?

-----

PS. En fyrst ég er kominn í bloggham þá langar mig til að tæpa á einu atriði varðandi þetta frumvarp.

Bleiki fíllinn í herberginu, þ.e. RÚV, er varla nefnt á nafn í þessum lögum en RÚV er samkvæmt forskriftinni nafli fjölmiðlaheimsins á Íslandi, málsvari íslenskrar menningar, merkisberi íslenskrar dagskrárgerðar, o.s.frv.

En...,
RÚV er tímaskekkja á upplýsingaöld. Afæta þjóðfélagsins. Hvert mannsbarn á lögaldri er skikkað til að borga skatt til framfærslu þess. Fyrirtækin líka. Skatturinn gerir RÚV kleift að undirbjóða samkeppnisaðila á auglýsingamarkaði sem er í andstöðu við EES reglugerðir sem Íslandi er skylt að fara eftir. Skatturinn á samkvæmt þeoríunni að fara til að efla islenska dagskrárgerð - sem er brandari í bransanum og efni í mun lengra blogg en þetta.

En aftur að EES: Allar grundvallar-lagabreytingar hér á landi undanfarna áratugi hafa orðið vegna EES - skilorð sem við gengumst undir til að geta selt þangað fisk. Það voru hagsmunirnir sem við vorum að tryggja en aukaverkanirnar urðu bætt þjóðfélagsgerð. Næsta sérhagsmunavígi sem fellur fyrir EES sakir verður RÚV því þessi nýju lög samræmast ekki regluverki þess frekar en lagaumgjörðin um RÚV yfirleitt.

Það verður gaman að heyra hvað Eygló hefur til málanna að leggja þegar það gerist. Vanþekkingin verður þá heimfærð upp á Brussel, eða hvað?


mbl.is Fjölmiðlalög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan á eftir að dæma BNA fyrir öfgaviðbrögðin...

Ég held að bandarískir pólitíkusar eigi eftir að skammast sín seinna þegar þeir fatta að Wkileaks er "fjölmiðill", en sem stendur þá skilja þeir varla internetið. Wikileaks er að birta fréttir um leið og Der Spiegel, Observer, New York Times og fleiri - en enginn vill loka NYT eða hindra áskrifendur í að borga þeim með kreditkortum. Bara Wikileaks!

Þessir bandarísku pólitíkusar og embættismenn verða að að skilja muninn á fréttamiðli á netinu og njósna-apparati sem dreifir upplýsingum yfir heimsbyggðina. Þessi fyrstu viðbrögð sýna að fyrsta tilraun var þeim um megn. Vonandi tekst þeim það með tímanum...

Bandaríkin eru að rækta úrelta sjálfsmynd sem málsvarar málfrelsis sem var mun auðveldara þegar sovétblokkin var hróplegasta andstæðan. Nú þegar Wikileaks opinberar bandaríkjastjórn sem lygara á diplómatíska vísu þá bregðast bandarískir bírókratar við eins og einræðisstjórn. Maður hálft í hvoru vonar að þeir kæri ástralann Assange fyrir njósnir fyrir bandarískum rétti því þá mun fyrir alvöru reyna á réttarkerfið í þessu "frjálsasta ríki heims".

Mannkynssagan er besti dómarinn þegar frá líður, þegar tilfinningarótið lægir og skynsemin fær að ráða.


mbl.is WikiLeaks njóti verndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: O-há-effið sem er "ekki-ríkisstofnun"

Nú vælir og skælir menningarelítan af því RÚV neyðist til að skera niður þjónustuna við landsmenn. Orðið þjónusta orkar tvímælis þegar menn eiga ekki val heldur neyðast til að borga útvarpsgjald hvort sem þeir nota “þjónustuna” eða ekki.

Í stíl við orðaleiki stjórnmálamanna þá heitir skatturinn nú "útvarpsgjald" og telst hvorki vera skattur né afnotagjald samkvæmt lögum.

Þvílíkur léttir. Nóg er til af skattstofnum þó ekki bætist útvarpsskattur við...

Burtséð frá skilgreiningaleiknum þá er "útvarpsgjaldið" glórulaus nefskattur, en þjóðin er löngu blind fyrir rökleysunni og kyssir vöndinn á hverju ári. Þrátt fyrir O-há-effið þá hagar RÚV sér eins og ríkisstofnun, og er ríkisstofnun. O-há-effið er bare einn orðaleikurinn í viðbót.

Af hverju er verið að halda upp á ríkisbákn sem getur aldrei staðið undir sér nema með skattheimtu og aukafjárveitingum? Er einhvers að sakna ef stofnunin yrði lögð niður og einingarnar seldar til einkaaðila? Mér er alveg sama hvað forsjárhyggjupakkið og menningarelítan segir – RÚVlausri þjóð er alveg treystandi til að efla íslenska menningu.

Með því að nota hluta af sparnaðinum sem fæst við að leggja niður RÚV má hlúa að og styrkja innlenda dagskrárgerð í gegnum Kvikmyndastofnun Íslands. Þá lækkar söluverðið á innlendu efni og fleiri fjölmiðlar geta keypt. Núverandi kerfi er fáokun og dragbítur á dagskrárframleiðslu. Það veit hver einasti framleiðandi sjónvarpsefnis og kvikmynda að RÚV er erfiður kaupandi sem nýtir samningsaðstöðu sína til hins ýtrasta.

Varðandi skattinn sem er ekki skattur: Hér er opinber skýring á útvarpsgjaldi versus afnotagjald sbr vefsíðu ruv.is en HÁSTAFIR ERU MÍNIR til að leggja áherslu á rökleysuna:

                            "Afnotagjöldin LÖGÐ NIÐUR

Samkvæmt lögum nr. 6/2007 var ákveðið að LEGGJA AFNOTAGJALD RÍKISÚTVARPSINS NIÐUR frá og með 1. janúar 2009.

Í STAÐ AFNOTAGJALDSINS komi sérstakt GJALD sem Alþingi ákveður.

Alþingi hefur ákveðið að ÚTVARPSGJALDIÐ verði 17.200 kr. og verði einn gjalddagi 1. ágúst ár hvert.

Gjaldið GREIÐA ALLIR þeir sem greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra en ÞAÐ ERU ALLIR SEM ERU ELDRI EN 16 ára og YNGRI EN 70 ára og eru yfir skattleysismörkum. Einnig ALLIR LÖGAÐILAR.

Öllum sem skulda enn afnotagjald hefur verið sent bréf og greiðsluseðill, þar sem skorað er á viðkomandi að greiða skuld sína eða semja um hana við starfsmenn afnotadeildar fyrir 15. mars 2009 en eftir það verður krafan send til INNHEIMTU HJÁ LÖGFRÆÐINGUM sem hefur í för með sér aukinn kostnað."

...og hana nú!


mbl.is Eðlisbreyting á starfsemi RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vönduð blaðamennska - sú var tíðin:

 Smelltu á myndina og lestu fréttina í tímalegu samhengi...

picture_2.png


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband