Færsluflokkur: Dægurmál

Alvöru bætur, ekki beini hent í hund...

Breiðuvíkurmálið er spegill á samfélagið í dag en ekki bara dæmi um skilningsleysi stjórnvalda fyrir áratugum síðan. Þá lét þjóðfélagið þetta vesalings fólk sig litlu varða - nú í dag láta stjórnmálamenn eins og þetta fólk eigi ekki skilið nema smáaura í bætur. Kannski er þeim ekki treyst fyrir alvöru bótum? Eða er þetta fólk bara svona lítils virði? Ef Geir sjálfur hefði dvalið þarna í æsku, væru bæturnar þá hærri?

Já, Ísland hefur lítið breyst. Embættismannakerfið, dómskerfið og löggjafarvaldið hafa þann leiða vana að líta á fyrirtæki og stofnanir sem rétthærri aðila en einstaklinginn.  Íslensk bótalöggjöf er hneisa enda sniðin að hagsmunum þeirra sem yfirleitt þurfa að leggja út bæturnar en ekki þeirra sem eiga þær skilið.

Nú virðist þessi smánarbótahugsun kerfisins hafa smeygt sér inn í Breiðuvíkurmálið og gert að engu þá réttlætingu sem bæturnar áttu að tákna fyrir samfélagið og fórnarlömbin. Gamli hugsunarhátturinn blívur.

Ég held að nú sé komið tilefni til að íslenskir þingmenn og ráðherrar breyti um hugsunarhátt. Nú er lag að setja réttláta bótalöggjöf og byrja á þolendum Breiðuvíkurmálsins. Þetta er fólk sem á skilið alvöru bætur og ríkisvaldið hefur svo sannarlega efni á að koma almennilega fram við það.


samskiptaþörf heimsbyggðarinnar

Stundum finnst manni að heimurinn breytist alltof hægt og þegar hann breytist þá er það til hins verra.

Jæja, - ég var að finna statistík um gemsanotkun mannkynsins. Það eru hvorki meira né minna en 3.3 milljarðar gemsa í notkun í heiminum. Hvað segir það um samskiptaþörf mannskepnunar?  Hvað gerðu menn áður en gemsinn var fundinn upp?

 Nú stendur til að byrja með gsm þjónustu á Kúbu. Skyldu Kúbubúar verða mælanlega hamingjusamari eftir þau vatnaskil eða er hægt að lifa hamingjusömu lífi án farsíma?

Gera allar þessar uppfinningar (sem eiga að gera okkur lífið auðveldara) okkur lífið auðveldara?

Nú verð ég að hætta að skrifa. Gemsinn minn hringir....

jas 


innflutt mafía, innflutt vandamál

Svona "verndargreiðslur" eru aðferð glæpamanna um allan heim til að hafa tekjur af heiðarlegu vinnandi fólki - og það skondna er að "verndin" sem verið er að kaupa er gegn sjálfum glæponunum. Þetta verndarsölumál er ekki það fyrsta og ekki það síðasta á Íslandi en vonandi verður þetta mál til þess að eitthvað verði gert í málinu.

Það eru nefnilega alls ekki slæm "starfsskilyrði" fyrir erlenda atvinnuglæpamenn á Íslandi ef þeir þekkja "markaðinn" vel. Lögreglan þarf að hafa túlk með við rannsókn mála þar sem útlendingar eru gerendur, þolendur og vitni. Útlendingar koma og fara og nöfn þeirra (eða gælunöfn) eru ekki þekkt hjá lögreglunni og að afla upplýsinga tekur tíma og kostar peninga.

Tugumálaerfiðleikar og þekkingarleysi á íslensku réttarfari verða oft til þess að fórnarlömbin þjást í hljóði frekar en að leita réttar síns. Þess vegna þrífst glæpastarfsemi betur meðal gestasamfélaga fyrstu kynslóðar innflytjenda og nærtæk dæmi eru norðurlöndin. Við getum lært margt frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku til að gera lífið auðveldara fyrir okkar erlendu gesti. 

Viðurlög á Íslandi eru mun vægari en í heimalandi "verndarsölumanna" og þeir vita að réttarkerfið hér er seinvirkt, mörgum kærumálum er vísað frá eða þau hreinlega ekki rannsökuð til hlítar útaf fjárskorti eða öðrum "mikilvægari" lögreglumálum. Það hvetur þessa verndarsölumenn til dáða.

Dæmdir glæpamenn á Íslandi hafa það nokkuð gott miðað við önnur lönd. Þetta vita útlendingar sem hafa gert glæpastarfsemi að karríer og þeir hafa ekkert á móti því að vera sendir á heilsuhælið Litla Hraun í nokkra mánuði. Ef erlendir atvinnuglæpamenn vissu að þeir ættu vísa fangelsisvist í sínu heimalandi eftir dóm á Íslandi þá myndu þeir kannski finna sér önnur verndarsvæði til gjaldheimtu en Breiðholtið.

Íslensk stjórnvöld eiga að gera samninga við lönd eins og Pólland og Litháen að þarlend stjórnvöld visti sitt fólk því Litla Hraun er eins og heilsuhæli miðað við fangelsi í austur evrópu. Það kostar mun minna að kaupa "gistingu" fyrir viðkomandi í eigin heimalandi en íslenskt fangauppihald og umsýslu.

Manni finnst leitt að lesa svona fréttir því pólverjar á Íslandi eru gegnumsneitt heiðarlegt og vinnusamt fólk. Slæmt að nokkur eitruð epli eins og þessir "verndarar" skuli með hátterni sínu koma óorði á fórnarlömbin. 

 

 

 


Tvískinnungur eða barnaskapur

Í þessari Bretlandsfrétt segir að fólk sé flutt nauðugt úr landi. Við íslendingar sendum fólk til síns heima líka og það er sent "nauðugt" og enginn úthrópar það mannréttindabrot eða einkenni lögregluríkis. Er þetta merki um tvískinnung eða er til einhver stigsmunur á að vera sendur "nauðugur" úr landi?

Áður en menn fara að æsa sig útaf þessu Erlu Óskarmáli þá væri góð hugmynd fyrir fréttamenn að fá statistík um hversu marga útlendingaeftirlitið og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli sendir heim og hvort viðkomandi séu nokkru sinni settir í handjárn eða lokaðir inni í klefe, etc. 

Í þessari bresku frétt segir: „Á síðasta ári fluttum við fleiri einstaklinga nauðuga úr landi en nokkru sinni fyrr. Við hikum ekki við að senda fólk nauðugt heim en þegar við getum sparað breskum þegnum eina og hálfa milljón á einstakling, þá gerum við það,” segir talsmaðurinn.

Kannski skiptir máli að það voru ekki íslendingar sendir nauðugir heim frá Bretlandi?

Vill ekki einhver stíga fram og ásaka bretana um sömu fólskulegheit og landamæraverðirna á JFK ?


 


mbl.is Greitt fyrir að snúa heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Homeland Security" og saklaus heimsmynd...

Þetta Erlu Óskarmál er ekki eins einfalt og sumir vilja halda. Hér eru nokkur atriði sem hafa gleymst í samhenginu:

1. Það ríkir kaos í innflytjendamálum BNA. Landið hefur verið með opin landamæri og allt landamæraeftirlit í klessu. Flestir þeirra sem er ólöglegur komu með farþegaflugi, máttu vera í nokkra mánuði en fóru ekki heim aftur innan frests - alveg eins og Elva Ósk gerði árið 1995. Nú er byrjað að taka hart á fólki sem ber svo litla virðingu fyrir innflytjendalögum BNA að það brýtur þau ítrekað - eins og Erla Ósk hefur gert og viðurkennir fúslega. 

2. Svo er það heimsmyndin: Bandaríkin eru í stríði við óvin sem er hvorki með skipulagðan her né lítur herstjórn. Þetta er annarskonar kaos sem þýðir að framganga heimavarnarliðs, landamæravarða, hermanna, etc., gagnvart sakleysislegu fólki jafnt sem terroristum eru stundum yfirdrifin. Þessir sömu landamæraverðir keyra heim til sín frá JFK flugvelli og framhjá þeim stað þar sem World Trade Center stóð í denn og sást í 50 km fjarlægð. (Til fróðleiks má geta þess að tilræðismennirnir 19 voru ólöglegir í landinu  - og að hlutfallslega flestir glæpir eru framdir af fólki sem er ólöglegt í landinu (www.judicialwatch.org) - og að meirihluti ólöglegra kemur inn í landið með farþegaflugi - og allar fangageymslur eru yfirfullar - og mikið í húfi að gera ekki mistök í starfi. Þetta er daglegur veruleiki landamæravarða á JFK flugvelli.)

3. Ef maður/kona reynir að komast inn í BNA vitandi það að hann/hún hefur gerst brotleg/ur við innflytjendalög, er þá nokkur ástæða til að hneykslast á því ef viðkomandi er gripinn og send/ur aftur heim? Vonandi eru alir sammála um það sé eðlielegt og að maðurinn/konan þurfi að taka afleiðingum gerða sinna. 

4 . Þá er það meðferðin sem eftir stendur. Umræðan á Íslandi virðist öll ganga út frá því að hér sé kona sem skrapp bæjarferð til að versla og það var brotið á henni af bandarískum yfirvöldum. Málið er að manneskjan ætlaði vísvitandi að brjóta bandarísk lög og hafði komist upp með sama brot einu sinni áður af því landamæraeftirlitið var ekki sem skyldi. Og hún sagði landamæraverðinum frá því! Erla Ósk hefur alla mína samúð að hafa gengið í gegnum þessa reynslu en við hverju bjóst hún? 

5. Og, síðast en ekki síst, hvað vitum við um hvað annað var í gangi þennan dag á JFK og hvað vandamál landamæraverðirnir höfðu við að glíma í að prósessa fólk aðra en Erlu Ósk? Hvað ættu þeir að gera annað en að setja fólk í fangaklefa meðan verið er að vinna úr þeirra málum. Þetta er ekki hótel og það á ekki að vera "þægilegt" að gista - en að sjálfsögðu hefði hún átt að fá að borða og drekka. Ef það er eina réttmæta kvörtunin þá finnst mér mikið jaml og fuður gert úr smámunum. 

Það var eins gott að hún fór ekki í óundirbúna verslunaferð til Íran...


mbl.is Haft samband við heimavarnaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

forréttindaþjóðin ísland og bandarísk lög...

Ég leyfi mér að fullyrða að innflytjendalög USA eru mun sanngjarnari en innflytjendalög á Íslandi.  Þetta Elru Óskar mál er ekki einu sinni fréttnæmt enda er greinilega bara hálf sagan sögð. Venjulegt hugsandi fólk hefði kynnt sér hvað bar að gera til að fá að koma aftur til USA eftir að hafa brotið innflytjendalögin.

Kjarninn í þessum fréttaflutningi er hversu ósanngjarnir landamæraverðirnir voru hleypa ekki konu inn í landið. Og að meðferðin hafi verið ómanneskjuleg á meðan hún beið eftir næstu flugvél heim aftur.

Ég þekki aðeins til þessara mála þar sem ég er að vinna heimildarmynd um innflytjendamál USA og hef skoðað hundruð af svipuðum málum. Handjárn eru eftir því sem ég best ekki notuð nema fólk sé með einhver læti eða líklegt til að skaða sjálft sig. Eflaust hefur konunni brugðið við að vera vísað úr landi og viðbrögðin eftir því. Kannski hafa þeir fundið vínlykt líka en hún segist hafa drukkið eiitt hvítvínsglas í flugvélinni. Svo er það 14 klst biðin án matar og drykkjar. Ein aðferð sem þeir nota er að leyfa fólki að "cool down" og láta það afskiptalaust á meðan. 

 Já, hér er ekki allt sem sýnist...

Forsendurnar fyrir þessari "frétt" eru bull. AÐ ætla að vaða í gegnum vegabréfaskoðun á "íslenskum forréttindum" einum saman er bara bull og að ætla að krefjast afsökunar á framkomu landamæravarða án þess að hafa alla söguna er enn verra bull. Utanríkisráðherra ætti að athuga sinn gang áður en hún fer í þann slag.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband