Alvöru bćtur, ekki beini hent í hund...

Breiđuvíkurmáliđ er spegill á samfélagiđ í dag en ekki bara dćmi um skilningsleysi stjórnvalda fyrir áratugum síđan. Ţá lét ţjóđfélagiđ ţetta vesalings fólk sig litlu varđa - nú í dag láta stjórnmálamenn eins og ţetta fólk eigi ekki skiliđ nema smáaura í bćtur. Kannski er ţeim ekki treyst fyrir alvöru bótum? Eđa er ţetta fólk bara svona lítils virđi? Ef Geir sjálfur hefđi dvaliđ ţarna í ćsku, vćru bćturnar ţá hćrri?

Já, Ísland hefur lítiđ breyst. Embćttismannakerfiđ, dómskerfiđ og löggjafarvaldiđ hafa ţann leiđa vana ađ líta á fyrirtćki og stofnanir sem rétthćrri ađila en einstaklinginn.  Íslensk bótalöggjöf er hneisa enda sniđin ađ hagsmunum ţeirra sem yfirleitt ţurfa ađ leggja út bćturnar en ekki ţeirra sem eiga ţćr skiliđ.

Nú virđist ţessi smánarbótahugsun kerfisins hafa smeygt sér inn í Breiđuvíkurmáliđ og gert ađ engu ţá réttlćtingu sem bćturnar áttu ađ tákna fyrir samfélagiđ og fórnarlömbin. Gamli hugsunarhátturinn blívur.

Ég held ađ nú sé komiđ tilefni til ađ íslenskir ţingmenn og ráđherrar breyti um hugsunarhátt. Nú er lag ađ setja réttláta bótalöggjöf og byrja á ţolendum Breiđuvíkurmálsins. Ţetta er fólk sem á skiliđ alvöru bćtur og ríkisvaldiđ hefur svo sannarlega efni á ađ koma almennilega fram viđ ţađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Ég sá tölurnar í kvöld, frá 375.000 uppí 2.000.075 krónur.  Ţađ er skömm ađ ţessu, ég kannast viđ marga af ţessum fórnarlömbum fólksins á Breiđavík

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:35

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.9.2008 kl. 01:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband