Ritskoðun - staðfesting á veikleika

Sorglegt að íslendingar skuli ekki geta höndlað jafn einfalt mál og ísbjarnarheimsókn með allt uppi á borðinu. Myndu Grænlendingar fara í ritskoðunarham ef ísbjörn mætti örlögum sínum þar sem blaðamenn væru nærri?

Ritskoðun er staðfesting á veikleika. Yfirvöld sem geta ekki höndlað sannleikan freistast til að nota ritskoðun, segja ósatt um atburði, eða nota fréttabann til að breiða yfir eigin klúður og vanmætti. Sovétblokkin gamla, ríkisstjórnir vanþróaðra landa og einræðisríki eru dæmi um slík vinnubrögð. Nú vill BÍ meina að Ísland sé í þeim hópi.

Ef ritskoðun er merki um veikleika, hver er þá veikleikinn hér? Er það brothætt ímynd Íslands gagnvart umheiminum? Kannski erum við ennþá með "mea culpa syndrome" útaf hvarskurðarmyndum í heimspressunni í denn? Er ferðamannaiðnaðurinn í hættu? Eða útflutningur á lambakjöti?

Ég held að íslenskan sé eina tungumálið þar sem "landkynning" er orðabókarheiti.  

 

 

 


mbl.is Blaðamannafélagið ítrekar mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband