18.12.2010 | 14:49
Sagan á eftir að dæma BNA fyrir öfgaviðbrögðin...
Ég held að bandarískir pólitíkusar eigi eftir að skammast sín seinna þegar þeir fatta að Wkileaks er "fjölmiðill", en sem stendur þá skilja þeir varla internetið. Wikileaks er að birta fréttir um leið og Der Spiegel, Observer, New York Times og fleiri - en enginn vill loka NYT eða hindra áskrifendur í að borga þeim með kreditkortum. Bara Wikileaks!
Þessir bandarísku pólitíkusar og embættismenn verða að að skilja muninn á fréttamiðli á netinu og njósna-apparati sem dreifir upplýsingum yfir heimsbyggðina. Þessi fyrstu viðbrögð sýna að fyrsta tilraun var þeim um megn. Vonandi tekst þeim það með tímanum...
Bandaríkin eru að rækta úrelta sjálfsmynd sem málsvarar málfrelsis sem var mun auðveldara þegar sovétblokkin var hróplegasta andstæðan. Nú þegar Wikileaks opinberar bandaríkjastjórn sem lygara á diplómatíska vísu þá bregðast bandarískir bírókratar við eins og einræðisstjórn. Maður hálft í hvoru vonar að þeir kæri ástralann Assange fyrir njósnir fyrir bandarískum rétti því þá mun fyrir alvöru reyna á réttarkerfið í þessu "frjálsasta ríki heims".
Mannkynssagan er besti dómarinn þegar frá líður, þegar tilfinningarótið lægir og skynsemin fær að ráða.
WikiLeaks njóti verndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Athugasemdir
Enda þótt margt sé vafasamt varðandi það hvernig gömlu heimsveldin svo sem Holland og Bretland og Spánn færðu sig yfir til Afríku, þá voru Bandaríkin stofnuð af stórmerkilegu fólki, sem stórmerkileg tilraun til betra samfélags. Stofnfeður Bandaríkanna voru margir stórmerkilegir menn. Því miður starfa öfl svikara innan Bandaríkjanna, sem hafa svikið Bandarísku þjóðina, lýðræðishugsjónir og Vestræna menningu, fyrir Mammon og vald. Þetta fólk er stórhættulegt, og trúir ekki á frelsi né jöfnuð, mannréttindi né lýðræði. Það er orðið of valdamikið í Bandaríkjunum, sem auk þess eru þjökuð af agressívu fjármálavaldi þar í landi frá andlýðræðislegum ríkjum sem hafa keypt upp mikið af eignum þeirra, svo sem Kína og Saudi Arabíu, en Saudi Arabía á sem dæmi orðið 20% í Bandaríska skemmtana- og kvikmyndaiðnaðinum, sem er varla gott mál.
Frelsi (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:15
*færðu sig yfir til Ameríku átti þetta að vera
Frelsi (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:15
Kvikmyndir Michael Moore, sem koma meðal annars inn á Saudi vandamál Bandaríkjanna, eru vel þess virði að horfa á þær.
Frelsi (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.