innflutt mafía, innflutt vandamál

Svona "verndargreiðslur" eru aðferð glæpamanna um allan heim til að hafa tekjur af heiðarlegu vinnandi fólki - og það skondna er að "verndin" sem verið er að kaupa er gegn sjálfum glæponunum. Þetta verndarsölumál er ekki það fyrsta og ekki það síðasta á Íslandi en vonandi verður þetta mál til þess að eitthvað verði gert í málinu.

Það eru nefnilega alls ekki slæm "starfsskilyrði" fyrir erlenda atvinnuglæpamenn á Íslandi ef þeir þekkja "markaðinn" vel. Lögreglan þarf að hafa túlk með við rannsókn mála þar sem útlendingar eru gerendur, þolendur og vitni. Útlendingar koma og fara og nöfn þeirra (eða gælunöfn) eru ekki þekkt hjá lögreglunni og að afla upplýsinga tekur tíma og kostar peninga.

Tugumálaerfiðleikar og þekkingarleysi á íslensku réttarfari verða oft til þess að fórnarlömbin þjást í hljóði frekar en að leita réttar síns. Þess vegna þrífst glæpastarfsemi betur meðal gestasamfélaga fyrstu kynslóðar innflytjenda og nærtæk dæmi eru norðurlöndin. Við getum lært margt frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku til að gera lífið auðveldara fyrir okkar erlendu gesti. 

Viðurlög á Íslandi eru mun vægari en í heimalandi "verndarsölumanna" og þeir vita að réttarkerfið hér er seinvirkt, mörgum kærumálum er vísað frá eða þau hreinlega ekki rannsökuð til hlítar útaf fjárskorti eða öðrum "mikilvægari" lögreglumálum. Það hvetur þessa verndarsölumenn til dáða.

Dæmdir glæpamenn á Íslandi hafa það nokkuð gott miðað við önnur lönd. Þetta vita útlendingar sem hafa gert glæpastarfsemi að karríer og þeir hafa ekkert á móti því að vera sendir á heilsuhælið Litla Hraun í nokkra mánuði. Ef erlendir atvinnuglæpamenn vissu að þeir ættu vísa fangelsisvist í sínu heimalandi eftir dóm á Íslandi þá myndu þeir kannski finna sér önnur verndarsvæði til gjaldheimtu en Breiðholtið.

Íslensk stjórnvöld eiga að gera samninga við lönd eins og Pólland og Litháen að þarlend stjórnvöld visti sitt fólk því Litla Hraun er eins og heilsuhæli miðað við fangelsi í austur evrópu. Það kostar mun minna að kaupa "gistingu" fyrir viðkomandi í eigin heimalandi en íslenskt fangauppihald og umsýslu.

Manni finnst leitt að lesa svona fréttir því pólverjar á Íslandi eru gegnumsneitt heiðarlegt og vinnusamt fólk. Slæmt að nokkur eitruð epli eins og þessir "verndarar" skuli með hátterni sínu koma óorði á fórnarlömbin. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svona eins og með Nova-auglýsinguna, á blogginu. henni var dembt inn og svo geta menn keypt sér 'vernd' frá henni, fyrir 300 kall á mánuði.

örugglega miklu meiri gróði af verndargreiðslunum en af gjaldinu sem auglýsandinn borgar.

Brjánn Guðjónsson, 26.3.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband