Matador spilið búið?

Íslenskt efnahagslíf undanfarið hefur minnt meira á teningaspilið Matador heldur en ábyrga fjármálamenn í viðskiptum með hlutafé og fasteignir. Nú er eins og vindhviða hafi feykt spilapningunum og eignakubbunum til og enginn viti hvað eigi til bragðs að taka.

Ef t.d. bandaríkst efnahagslíf eða alvöru verðbréfamarkaðir úti í hinum stóra heimi hefðu fallið um annað eins og gerðist á Íslandi þá væri skollin á heimskreppa og rúmlega það. Ég held verri kreppa en elstu menn muna, verri en vol strít 1930.

Svo segir seðlabankastjóri að menn eigi að fara varlega. Er það ekki nokkuð seint í rass gripið?


mbl.is Miklir óvissutímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laun dyggðarinnar veitast sjaldan - og þá sem oftast alltof seint. Veldu lestina viljirðu skjóta umbun

Svar óskast !

Már Steinsen (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband