20.12.2008 | 17:46
týpísk viðbrögð rannsóknarlögreglu - "bjargaðu þér sjálfur!"
Mig undrar ekki að lögreglan nenni ekki að rannsaka hvítflipaglæpi. Þeir hafa hvorki starfsfólk, kunnáttu né metnað til þess arna. Íslenska efnahagslögreglan er með lélegasta "trakk rekkord" í heimi (nema ske kynni að 3ja heims ríki slái þeim við) og besta aðferð þeirra til að fela eigin vangetu er að hafna málum.
Ef einhver stelur peningum með svikum og prettum (sem sagt þjófnaður sem krefst þess að löggan þarf að hugsa og skilja) þá eru viðbrögðin önnur en ef einhver stelur peningum með því að brjótast inn. Innbrot með tilheyrandi eyðileggingarslóð er eitthvað sem löggan á Íslandi skilur. Sorglegt að glæpir og spilling skuli þrífast á Íslandi útaf vanhæfri lögreglu og vanhæfu ákæruvaldi.
En lögreglunni til málsbóta má segja að þeir hafa ekki haft það fjármagn sem þarf til að sinna öllu sem kemur inn á borð til þeirra. Eina ráðið í vanmættiinum er að segja nei. Meira fjármagn gæfi tækifæri til mannaráðninga og vissulega þarf lögreglan á meiri sérfræðiþekkingu að halda. En af því yfirmenn lögreglunnar eru skipaðir af ráðherra en ekki kosnir beinni kosningu þá veigra þeir sér við að krefjast neins. Síðast þegar lögreglustjóri (Jóhann Ben í Keflavík) krafðist einhvers (þ.e. rekstrarfé svo embættið gæti fúnkerað) þá ákvað ráðherra að breyta "skipulaginu" og við vitum hvernig það fór.
Það þarf nýja hugsun að baki lögreglumálum á Íslandi. Nú er tækifærið. Þó ég þekki ekki alla þætti FS-13 málsins þá lítur það út eins og lögreglumál - allsstaðar nema á Íslandi.
Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Komdu saell Jon Armann!
Eg rakst a tennan pistil tinn a blogginu tott ad seint se...Og verd ad segja ad tu ferd med rett mal vardandi getuleysi og jafnframt viljaleysi islensku rikislogreglunnar i rannsoknum a hvitflibbaglaepum, en hvitflibbarnir hafa oftast sloppid vid rannsokn og ef rannsokn hefur verid gerd a verkum teirra ta sleppa teir allltaf vid hegningu a gerdum sinum...
Nuna eru ad koma inn hugarfars-breytingar hja folkinu sem byggir landid...og tad er farid ad motmaela spillingaroflunum...
Gledilegt nytt ar!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.