Óspillta, ylhýra Ísland

Íslenska svikamyllan raknar upp smátt og smátt og sýnir að samsæriskenningar að baki bankabólunnar eiga fullan rétt á sér. Moldríkur prins að nafni Al-Thani fékk lán hjá Kaupþingi í gegnum millilið til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með veðum í hlutabréfunum. Í raun var hann að ljá nafnið sitt til kaupanna en tók enga áhættu. Spurningin er af hverju kaupir atvinnufjárfestir hlutabréf í banka sem er á barmi gjaldþrots? Vinna atvinnumenn ekki heimavinnuna sína áður en þeir fjárfesta tugum milljóna dollara? Al-Thani keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 37.500.000.000 krónur.

Þarna er augljóst plott í gangi til að blekkja fjárfesta til að halda að bréf í Kaupþingi væru eftirsótt af "atvinnufjárfestum" úti í heimi. Svona "plott" er gert með ákveðið markmið í huga. Markmiðið gerir plottið að glæp ef það er verið að blekkja fólk til að fjárfesta.

Fórnarlömbin erum við sem treystum á hlutabréfamarkaðinn til að ávaxta spariféð okkar. Svona blekkingarkaup (ef þau eru þannig samsæri) teljast fjármálaglæpur allsstaðar annarsstaðar en á Íslandi. Hvað skyldi íslenska fjármálaeftirlitið gera nú? Hmm...

Skyldi efnahagslögregla lýðveldisins vera í stakk búin til að rannsaka - og hafa þeir metnað og áhuga til að rannsaka nokkuð yfirleitt?  Efnahagsbrotadeildin notar allar afsakanir og tylliástæður til að losna við að taka mál inn á borð hjá sér. Sorglegt en satt. Það er bæði kunnáttuleysi, skortur á starfsfólki, bödsjettvandamál, sinnuleysi, og svo óttinn við léleg sóknarnýting skaði ímynd embættisins. Fyrir vikið eru tiltölulega fá mál tekin til rannsóknar og þess vegna er Ísland óspilltasta land í heimi...

Jón Ármann Steinsson

www.s.is   jon@s.is


mbl.is Vel gert við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband