20.1.2009 | 10:14
Sjálfstæðiskýli og framsóknarkaun
Kaupþingsmálin sem eru að koma upp á yfirborðið núna eru bara byrjunin. Ýldulyktin er viðvarandi.
Við skulum ekki gleyma að Búnaðarbankinn var gefinn Finni Ingólfssyni og Framsóknarmafíunni á silfurbakka og gerði þá að milljarðamæringum. Sukkið byrjaði með spilltum stjórnmálamönnum sem einkavinavæddu eignir þjóðarinnar og útbýttu þeim til vina og bandamanna - rétt eins og gert var með kvótann í denn. Þar var fordæmið fyrir afhendingu þjóðarverðmæta án ábyrgðar og gagnrýni - og þess vegna sagði enginn neitt um bankakvótagjafir Davíðs og kó. Fordæmið var kvótagjöf í nafni byggðastefnu.
Ef einkavæðingarsaga framsóknar- og sjálfstæðisflokkana er skoðuð þá má rannsóknin ekki vera framkvæmd af gerendunum sjálfum, eins og oft er raunin í íslenskri pólitík. Þess vegna þarf kosningar fyrr en seinna. Nýjir vendir sópa best.
www.s.is jon@s.is
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.