26.1.2009 | 07:20
Ótrúlegt en satt: BJÖRN SVARAÐI MÉR!
Í gær bloggaði ég um piparúðanotkun lögreglunnar og um leið sendi ég Birni Bjarnasyni póst og lét hann vita af þessu bloggi mínu og myndbandi á mbl.is og bað hann að taka afstöðu. Hann sendi mér svohljóðandi svar:
"Sæll Jón Ármann,
teljir þú lögreglu hafa farið út fyrir heimildir sínar er eðlilegt að beina kæru um það til ríkissaksóknara.
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason"
Gott og vel. Það er frábært að búa í þjóðfélagi þar sem dómsmálaráðherra nennir að svara Jóni úti í bæ þótt svarið sé stuttaralegt og efnislega ófullnægjandi. Svar Björns gengur út frá forsendum sem eru ekki til staðar í þjóðfélaginu lengur.
Nú ríkir eftirfarandi ástand:
1. Fólk treystir ekki stjórnvöldum, embættismönnum, þingmönnum, lögreglunni. Við höfum séð alla þessa aðila bregðast og síðan verja gerðir hvors annars. Í augum þessara manna ríkir stríð; þ.e. "þeir gegn okkur" sem dirfðumst að kalla þá til ábyrgðar.
2. Fólk treystir aftur á móti samtryggingakerfi stjórnmálamanna, embættismanna, þingmanna og lögreglunnar. Það stendur óhaggað þó nú síðustu daga hafi komið í ljós brestir, sbr. afsögn viðskiptaráðherra.
3. Björn ráðleggur mér að kæra lögregluna. Við skulum ekki gleyma því að dæmin sanna að það þýðir ekki að kæra lögregluna, sérstaklega ekki til samstarfsmanna eða yfirmanna lögreglunnar. Kærum er nánast átomatískt vísað frá nema til sé myndband, sbr 10-11 málið sem lögreglan hunsaði og sagði bull og þvælu þar til myndbandið sannaði hið gagnstæða.
4. Á Íslandi er til nokkuð sem heitir aðildarskortur. Björn ráðleggur mér að kæra til ríkissaksóknara það sem ég sá á myndbandi á mbl.is. Nú eru íslensk lög þannig ð kærandi þarf að vera aðili að máli annars er kæru vísað frá. Veit Björn þetta ekki eða er hann að gera grín að mér? Er hann ekki lögfræðingur?
Fyrir atvinnumenn í fréttamennsku þá er hér verðugt rannsóknarefni: Hvað skyldu margir sem urðu fyrir lögregluofbeldi í mótmælunum hafa kært lögregluna? Hvað skyldu margar kærur hafa farið í rannsóknarferli og hvað skyldi mörgum hafa verið vísað frá? Hvað margar sofna í kerfinu? Þetta eru allt góðar og eðlilegar spurningar sem fróðlegt væri að fá svar við.
Jón Ármann Steinsson
www.s.is jon@s.is
Upphaf á kosningabaráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Björn er fasisti í eðli sínu og þér endist ekki ævin í að bíða eftir að hann samþykki að framkvæmdavaldið sé yfirhöfuð fært um að gera vitleysur.
Það þarf að safna saman myndefni því sem til er og hnýta það sman í eiit skeið, sem þyrfti svo að sýna opinberlega.
Flestir lögreglumenn stóðu sig með mikilli prýði, en það er ótækt að Stefán Eiríksson geri ofbeldi að umræðuefni, en neiti að taka inní ofbeldisumræðuna það ofbeldi sem einstaklingar innan hans raða eru sekir um. Ber okkur að skilja það sem svo að það sé ekki ofbeldi ef lögreglan beitir því ? Gerir Stefán sér ekki grein fyrir því að einmitt vegna þeirra sem stóðu sig vel er bráðnauðsynlegt að hann beiti sér fyrir því á sýnilegan hátt að finna sína ofbeldismenn og taka á þeirra málum.
Fólk þarf að geta treyst hvort öðru, almenningur og lögreglan, og það mega ekki vera nein vafaatriði þegar kemur að trausti. Til að fólkið standi með lögreglunni, en ekki á móti, þarf að ríkja traust.
Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 07:48
Jón Ármann; lögregluofbeldi????? við megum nú bara þakka fyrir að eiga slíkt fólk sem prýðir lögregluliðið okkar .... hafi einn og einn farið út fyrir strikið, þá er það bara eðlilegt .... hópur ungs fólks sem veit ekki hverju það er að mótmæla, ögra þeim og vilja "slagsmál" ... . Björn er EKKI minn uppáhalds-stjórnmálamaður, ALLS EKKI .... En ég styð lögrelguna alfarið í þeim aðstæðum sem þeir hafa þurft að glíma við undanfarnar vikur!
Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.1.2009 kl. 07:55
Jón Ármann
Ég ætla ekki að ræða um megin innihald færslu þinnar. Ég vil bara segja að ég hef sent Birni tölvupóst núna eftir hrunið og það póst sem var honum ekkert sérstaklega vinsamlegur. Björn svaraði mér innan sólarhrings.
Þetta er meira en margur þingmaðurinn hefur gert. Flott hjá Birni að lesa og hafa fyrir því að svara póstum sem frá almenningi koma.
Ásta B (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:11
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá styð ég lögregluna heilshugar - en ég vil ekki að aðgerðir hennar séu hafnar yfir gagnrýni og að menn gefi sér fyrirfram forsendur að lögreglan geri aldrei neitt rangt.
Lögreglumenn eru mannlegir eins og við hin og þeir standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum nú sem þeir hafa ekki reynslu til að kljást við. En ef við veitum þrim ekki aðhald og fylgjumst með þeim þá er til lítils að kalla þá "lög-reglu".
ef við göngum alltaf að því vísu að lögreglan hafi rétt fyrir sér en kærendur rangt, - þá gerumst við sek um sömu fordóma og samtryggingarklúbbur stjórnmála- og embættismanna.
Jón Ármann Steinsson, 26.1.2009 kl. 08:18
Það má aldrei leyfa framkvæmdavaldi að starfa án gagnrýni og aðhalds.
Framkoma þeirra lögregluþjóna sem fóru yfir strikið, er EKKI eðlileg, þeir hljóta þjálfun í að hafa hemil á sér, og kyngja því fyrirfram að þetta er hluti af starfi þeirra.
Hitt er svo málið að ef einstaka ofbeldissegg er leyft að sinna sínum fýsnum í lögreglubúningi, þá er voðinn vís, því það bitnar á öllum lögregluþjónum, og embættinu sem slíku.
Embætti lögreglunnar er ekki eign lögreglunnar heldur okkar, þjóðarinnar, og við getum ekki liðið að einstakir lögregluþjónar bletti heiður embættisins...
Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 08:35
"KÆRÐU BARA!" segir Bj. bj. Tvennt kemur til greina, Jón Ármann: 1) Maðurinn er fávís um lög sem dómsmálaráðherra þarf að kunna deili á- eða 2) Maðurinn var að ljúga / hæðast að þér - vitandi að gætir ekki kært. - Báðir möguleikar lýsa vanhæfni í starfi. Ekki nýlunda!
Hlédís, 28.1.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.