Ó nei, góurinn, ekki aldeilis...

Þó glitti í sannleikskorn innan um undanslátt og beinar lygar þá þýðir ekki fyrir nýkjörinn formann að segja sisona: "...allt sé komið fram í styrkjamálinu, sem máli skiptir fyrir flokksmenn."  Hvað gerðu þessir "flokksmenn" fyrir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn? Það er ókannaður spillingarakur og skiptir máli fyrir okkur hin sem ekki eru flokksmenn Sjálfstæðisflokksins.

Kaup á pólitíkusum er daglegt brauð í útlöndunum stóru. Það hefur líka verið lenska á Íslandi en aldrei fengist upp á yfirborðið. Oft þegar slík mál hafa náð í fréttirnar hafa menn eins og Bjarni getað settlað málin með yfirlýsingum eins og þessari. Það er ekki nema pólitískar ofsóknir hafi verið með í dæminu eins og þegar Guðmundur Jaki og Guðmundur Árni fengu "makleg málagjöld" í denn.

Nú stendur íslenskur stjórnmálaflokkur frammi fyrir því að hreinsa til í eigin röðum og þá er erfiðara um vik. Nú verða leiðtogarnir að benda á samherjana en ekki menn í öðrum flokkum. Þá þarf sterka siðferðiskennd og kjark, meiri kjark en Bjarni hefur sýnt til þessa:  Skoða hvaða sjálfstæðismenn í borgarstjórn og ríkisstjórn tóku ákvarðanir sem snertu hagsmuni styrktarfyrirtækjanna og fyrirtækja í þeirra eigu og skoða tengsl þeirra við þá sem sátu við reiknivélarnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Voru tengsl þar í milli eða ekki? Þorir Bjarni eða þorir hann ekki? 


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta þykir mér alveg með eindæmum:

"Bjarni sagði að sér þætti mestu skipta að fyrrverandi formaður flokksins hafi stigið fram og axlað ábyrgð á því að hafa veitt styrkjunum viðtöku."

Geir axlaði ekki nokkra ábyrgð, síður en svo, hann reyndi að stela ábyrgð og taka á sig fallið fyrir flokkinn nú þegar hann situr á botninum hvort eð er...!

Halli (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:32

2 identicon

Er ekki kjarni málsins að Guðlaugur Þór taldi sig vera að vinna eingöngu að hagsmunum flokksins ekki sjálf síns. Af þessum völdum telur hann sig ekki hafa gert neitt rangt í málinu. Það sem Gunnlaugur á svo erfitt með að gera er að gera upp á milli eru hans eigin persónulegu hagmunir, og hagsmunir flokksins. Málið er  hins vegar þannig í pottinn búið að þessir hagsmunir eru nefninlega hinir sömu, að minnsta kosti náskyldir.

Það þarf að hreinsa til í íslenskri pólitík hvað sem það kostar, þó að það kosti umbyltingu í öllum íslensku stjórnmálaflokkunum. Ég sem kjósandi, sem að undir eðlilegum kringumstæðum kýs íhaldið, get það ekki eins og staðan er í dag. Ég vill nýtt fólk frá grunni og upp úr, og ef að það er hægt að benda á svo mikið sem gráan blett á hvítum ferli stjórnmálamanns þá á hann að víkja strax. Ég get ekki þolað lengur að málefni þau er ég trúi á, líði fyrir einstaka persónur sem að ekki kunna sér takmörk í pólitík. Takmörkin eru nefninlega þau að ef að þú finnur fyrir vantrausti við núverandi aðstæður, þá áttu að víkja. Ég segi því, Gulli farðu og sannaðu með því að þú takir málefni sjálfstæðisflokksins fram yfir flokkinn sjálfan og eigin frama í pólitík!  

Við þurfum ekki að þola það sem kjósendur að okkur sé sagt ósatt !! jafnvel þó svo að það sé um „smávægileg“ ósannindi eða túlkunar atriði að ræða. Við horfum upp á það í dag að ágætur maður(sem ég ber að vissu leyti virðingu fyrir) situr á þingi fyrir flokkinn með einungis „tæknilegt“ atriði á bakinu og flestum þykir það eðlilegt.

Við verðskuldum það að okkur sé sagt satt !

JónJóns (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:16

3 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Það á að skoða alla flokka, ef maður lítur á þessa styrki er engin flokkur einhversskonar dýrðlingaflokkur sko, fyrir utan VG sem er skiljanlegt hann er ekki flokkur fyrir sjálfstæða atvinnustarfsemi og engin vildi styrkja þá.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 12.4.2009 kl. 01:45

4 identicon

Allt sem skiptir máli fyrir flokksmenn komið fram, segir Bjarni Ben. En ég spyr, hvað með þjóðina, er allt komið fram svo þjóðin geti orðið sátt?

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 07:59

5 Smámynd: TARA

Eg held að það sé ekki allt komið fram, en hvort það verður greint frá því, er svo annað mál. Nóg er nú komið og flokkurinn í rúst.

TARA, 12.4.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband