Hvaða kvöð fylgdi peningunum?

Sjálfstæðisflokkurinn vann í lottóinu án þess að nokkur vissi af því. Fjárhagsvandi flokksins var nánast úr sögunni án þess að forystan yrði þess vör. Samkvæmt Bjarna Ben og flokksmaskínunni þá voru það “óviðkomandi aðilar” sem skúbbuðu upp 50-60 milljónum sisona, lögðu inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Allt fullkomlega eðlilegt á sínum tíma, kvaðalaust og frjálst, en samt vandlega falið.


Hvað vantar í þessa "frétt" til að hún meiki sens?

Hvernig getur stjórnmálaflokkur sem er með fjármálin í hálfgerri klessu komið fjármálum á þurrt nánast á einni nóttu án þess að framkvæmdastjóri og prókúruhafi viti af því? Nýbakaður framkvæmdastjóri veit ekkert heldur en framlagið kom meðan hann var að taka við búinu, þ.m.t. fjármálunum. Fjáröflunarnefnd flokksins segist koma af fjöllum. Flokksritari, varaformaður og ráðherrar gapa af undrun. Og svo fela þeir sig...


Þegar viðsnúningur átti sér stað í fjármálum flokksins og hann fór gersamlega framhjá lykilmönnum hans, þá spyr maður hvort menn með svona athyglisbrest eigi yfirleitt heima í stjórnmálum? Þessir sömu menn standa uppá sápukössum, segja spillingu og leynimakki stríð á hendur og hrópa: "Kjósið mig, treystið okkur! Ex Dé!"

En útsjónarsömum Sjálfstæðismönnum er ekki alls varnað. Flokksmaskínan sá auðvitað strax að finna þyrfti blóraböggul til að axla ábyrgð. Best að blórinn hafi engu að tapa, a.m.k. ekki atkvæðum. Stígur þá fram Geir Haarde, - maður sem þar til fyrir örfáum vikum tók ekki ábyrgð á einu né neinu. Nota bene, það var þegar hann gengdi "ábyrgðarstöðu". Nú er hann að verða atvinnulaus um sinn og þá er gott að eiga inni greiða.

Spilling er ekki til nema hún sé viðurkennd. Þess vegna var Ísland óspilltasta land í heimi og því fór sem fór. Nú eru aðrir tímar og eðlilegt að spyrja hvaða kvöð fylgdi þessum peningum og af hverju er/var verið að fela þá? Vilja Sjálfstæðismenn í einlægni hreinsa til - eða sópa ósómanum undir teppið eins og tíðkast hefur hingað til.

Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir FL Group og Landsbankann til að eiga þessa rausnargjöf skilið?


Bob Dylan í skítamálum...

Nú andar suðrið sæla vindum fúlum á Malibu.

Bob Dylan er með útikamar á lóðinni sinni sem gefur frá sér eiturgufur í sólarhitanum. Pestin berst til nágranna, vegfarenda og strandgesta og allt hverfið logar í illdeilum. Næsti nágranni Dylans eru hjón sem hafa neyðst til að yfirgefa húsið sitt þegar vindáttin ber kamarfnykinn upp hlíðina. Konan er orðin hugsjúk og getur ekki hugsað sér að koma heim milli vindbreytinga heldur vaknar um nætur í angistar svitabaði. Sem betur fer þá er vindátt frá Malibu ekki heim til mín hér í Encino því Santa Monica fjöllin skilja í milli.

Já, þetta er heldur betur dramatískt - en þessir nágrannar eru í skaðabótamáli við Dylan útaf kamarpestinni. Kannski útskýrir það sjúkdómseinkennin eitthvað?

Ég á kunningja sem býr sirka mílu frá Dylanhúsinu og hann segir mér að Dylan hafi verið kærður fyrir brot á mengunar- og heilsuverndarlögum. Dylan segir þetta kamarmál tómar ýkjur og ilmurinn sé náttúrlegur og frískandi ef eitthvað er.

Kamarleigufyrirtækið hefur ítrekað reynt að fá aðgengi að lóðinni til að skipta út kamrinum fyrir nýjan. Það hefur ekki gengið eftir en sagan segir að Dylan sé að semja tónlist og vilji frið. 

Sumarið er ekki langt undan. Undanfarna daga hefur verið rigning og rok, næstum mörlandaveður, og ferskir Kyrrahafsvindar hafa leikið um Malibu. Spáin næstu daga er meiri sól og léttur norðanvindur.

Never a dull moment in LA...


Dr. Jekyll & Mr. Sigfússon

Gagngerar persónuleikabreytingar hafa átt sér stað í neikvæðasta manni Íslandssögunnar. Í stjórnarandstöðu var ekki einu sinni hægt að hella upp á kaffi í ráðuneyti án þess að Steingrímur Joð fyndi því allt til foráttu. Nú er öldin önnur. Steingrímur valhoppar um íslenskan stjórmálahaga, tínir sóleyjar og kastar fingurkossum um þingheim allan. Skrítin tík þessi pólitík...


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vönduð blaðamennska - sú var tíðin:

 Smelltu á myndina og lestu fréttina í tímalegu samhengi...

picture_2.png


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílasalar selja lán, bíll fylgir...

Hér í "Jú Ess Ei" er allt í kalda koli og því kemur ekki á óvart að enginn kaupi bila. Helsta vandamálið eru lánakjör eða öllu heldur að það eru ekki lán í boði fyrir fólk flest lengur. Það er stærri skaði en að missa kaupendur því bílasölur í Bandaríkjunum græða meira á vaxtaumbun af bílalánunum en á álagningunni á söluvörunni, þ.e. bílnum. Bílasalinn fær hluta vaxtanna og því vilja þeir helst ekki selja bíla gegn staðgreiðslu. 

Lánshæfi neytenda er mæld í "credit score" sem viðkomandi hefur aflað sér með skilvísum greiðslum af kreditkortum, heimilsreikningum og öðru mælanlegu peningastreymi. Einnig er mælt hversu mikið hlutfall af lánaheimild á kreditkortum viðkomandi er í notkun. Kreditkort hér eru eins og standandi yfirdráttur var á Íslandi fyrir bankahrun. Allir þessir mælanlegu þættir eru hnýttir saman í lánskjaravísitölu viðkomandi.

Fyrir ári síðan þá var nóg að vera með vísitölu undir meðallagi til að fá ágætis bílalán. En ekki lengur. Bílasölur fara á hausin unnvörpum og reyndar á það við um fyrirtæki í nánast öllum geirum efnahagslífsins. Það er allt fast og keðjuverkun fjármagnsflæðisins er brostin, enginn þorir að kaupa neitt eða skuldbinda tekjur sínar á óvissutímum.  Sama er víst að gerast heima á Íslandi og ekki getur Seðlabankinn prentað peninga og afhent fjármálakerfinu eins og verið er að gera hér í amrígu.

Hmm..., - af hverju ekki? Góð spurning en ég á því miður ekki svar við henni. 


mbl.is Bílasala hrynur í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slumdog - eldgömul saga í nýjum búningi

Kvikmyndin Slumdog Millionaire er Charles Dickens saga nútímans. Sem sagt, eldgömul saga byggð á klassísku ævintýraþema: Smælinginn (sonur karls og kerlingar í koti) leysir þrautir (sigrast á mótlætinu) án hjálpar (þ.e. fyrir eigin færni og trú á sjálfan sig) og snýr svo aftur sem sigurvegari (umbreyttur, endurborinn) hafandi unnið hjarta prinsessunnar og hálft konungsríkið. Þetta þema er að finna víða í Biblíunni, Grimms ævintýrum, Þúsund og einni nótt, Íslendingasögunum, - listinn er endalaus.

Einhver gáfumaður sagði að það væru bara til 9 sögugerðir til í heiminum. Slumdog er í raun ástarsaga, þ.e. barátta við utanaðkomandi öfl sem vilja hindra elskendur að ná saman. Það er ekkert frumlegt við það, svo sem. Ástarsagan hefur verið sögð svo oft í svo mörgum útgáfum að við erum hætt að sjá formúluna fyrir atburðunum. En  söguramminn (Indland og "raunveruleg" lífsbarátta) og frásagnarmátinn (kaflaskipt þrautaspil þar sem fortíðin geymir lausnir að gátum nútímans) er það sem gerir þessa nýju útgáfu svona heillandi. 

Hér í Hollívúdd er búið að analísa sögur niður í frumeindir til að reyna að skilja hvað grípur áhorfandann.  Í UCLA í denn kenndi Lauri Hutzler mér margt sniðugt sem hefur nýst mér í minni vinnu við handritagerð og þá sérstaklega handritalækningar. Hér er vefsíðan hennar og ég mæli með að áhugamenn um bíó og sjónvarp skrái sig á póstlistann hennar. 

jon@s.is   -    www.s.is


Óskar versus Eddan

Þegar maður horfir á Óskarinn og á Edduna fyllist maður í senn stolti og vonleysi. Eddan er skrípó þar sem smæð skemmtanaiðnaðarins er brandari kvöldsins en Óskarinn er fyrirmyndin sem alltaf er utan seilingar.

Íslensk kvikmyndagerð minnir á íslenska pólitík. Það koma tímabil framsókanar- og sjálfstæðisflokks, alþýðu- og sjálfstæðisflokks, alþýðubandalags og bla-bla... Það koma tímabil Friðriks og Balta og Hrafns. Gæludýr sjóðsstjórnar Kvikmyndastofnunar sem veðjaði á hesta sem stundum sofnuðu í ráshliðinu. Svo kemur til Edduverðlauna og meðlamennskan er hafin upp til skýjanna af því það er ekkert annað til samanburðar.

Skrítið að enginn í dómnefnd Eddunnar hafi kjark til að segja að í ár voru kvikmyndirnar því miður ekki hæfar til verðlaunaveitinga. Sorrí, en gerum betur næst...

Kannski er það talandi dæmi um sjálfsmynd Íslands? Það þorir enginn að horfa á hana í fókus.


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskarinn, ég nennti ekki að fara...

Jæja, þá er Óskarinn kominn á réttar arinhillur hér í Los Angeles og víðar. Hugh Jackman var frábær. Nýtt sjó frábært. Góð skemmtun og rauði dregillinn óslitinn og sjæní og verður notaður næsta ár líka og allt í góðu með það. Ég keyrði framhjá The Kodak Theatre fyrir hátíðina og mér varð hugsað til þess þegar Friðrik Þór var tilnefndur. Hvarð varð úr öllum tækifærunum sem íslenskri kvikmyndagerð buðust það árið? Hmm...


Óskarinn er "hælæt" ársins hér í Hollívúdd. Núna var þetta aðeins með öðru sniði en áður. Áhorf hefur minnkað og svo voru menn með einhvern móral útaf kreppunni og vildu ekki vera of glamórús.

Ég var búinn að spá því að Slumdog Millionaire myndi sópa til sín verðlaunum og skildi ekki hvað gekk þeim til sem útnefndu Frost/Nixon. Það var bara Hollivísk pólitík og hafði ekkert með kvikmyndagerð að gera. Hollívúddklíkunni fannst tími kominn til að Ron Howard fengi styttu en þessi mynd var ekki þessi virði. Better luck next time.

Mér fannst skrítið hversu litlausar tilnefningarnar voru í handritagerðinni. Þau handrit sem unnu, þ.e. Slumdog og Milk voru eiginlega "slam dunk" tilnefningar. Tilnefningaferlið í handritagerð virðist mér hafa verið frekar þunnt þetta árið. Handritaflóran var frekar þunn og margar sæmilegar myndir gerðar eftir góðum handritum. Það þynnir út tilnefningarnar en Milk er dæmi um kvikmynd sem var ekkert sérstaklega vel gerð en hafði gott handrit og góða leikara til að ná þeim gæðastaðli sem þurfti. Maður má ekki gleyma því að kvikmyndagerð er "tím effort" og stundum getur lélegt handrit orðið að gulli í klippiherberginu og öfugt. Ég hef lesið handrit að myndum sem komu út á árinu og voru meðalmennskan ein en handritin mjög góð. Og öfugt.

Sumir hafa gagnrýnt þennan ný-Hollívíska sið að tilnefna frekar myndir sem komu út á seinni hluta ársins og gleyma hinum sem voru frumsýndar í ársbyrjun. Þetta er orðið að verðlaunahátíð fyrir síðustu 3-4 mánuði en ekki árið í heild. Síðasti Óskar var talandi dæmi um það og þessi Óskar er ekki langt frá því heldur. Slumdog, The Reader, Frost/Nixon, Doubt og The Curious Case of Benjamin Button komu allar út í árslok. Já, minni akademíunnar hér í Hollívúdd virkar í skammtímaham, sirka 4 mánuðir virðast vera tímamörkin. Kannski þarf 3 Óskarshátíðir á ári til að dekka árið allt?

Jón Ármann Steinsson

Los Angeles,  www.s.is    jon@s.is


Hafskipsmálið og sjálfsmyndin

Hvenær hefur lögreglan og réttarkerfið rannsakað eigin gerðir án þess að vera neytt til þess? Gott dæmi er lögregluofbeldi sem næst á myndbandi en er staðfastlega neitað þangað til myndbandið kemur fram.

Maður er að vona að áratuga handvöm og verkkvíði efnahagsbrotadeildar sé liðin tíð eftir bankahrunið. En það þarf eflaust dágóðan meðgöngutíma til að lögreglan og réttarkerfið verði að sannleikselskandi apparati sem tekur ábyrgð á gerðum sínum í fortíð og framtíð. 


mbl.is Hafnar rannsókn á Hafskipsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðum orðalag ráðuneytisins:

Í fréttinni stendur: "Utanríkisráðuneytið segir, að alþjóðlegum lögum um fjármálastarfsemi sem framfylgt á Íslandi." MÍN ATHUGASEMD: Orðið "framfylgt" er fullyrðing um að lögunum sé fylgt eftir með aðgerðum. Þetta vita allir að er rangt. Er ekki kominn tími til að gera úttekt á hvaða lögum er framfylgt í raun - og hvaða kærur ná fram að ganga í kerfinu og hvaða kærur sofna í meöförum eða er vísað frá. Það væri athyglisverð stúdía svo ekki sé meira sagt.

"Þá sé landið aðili að innri markaði Evrópusambandsins með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og því gildi sömu lög og reglur um fjármálastarfsemi og í Evrópusambandinu, þar á meðal um peningaþvætti og eftirlit með fjármálastarfsemi." MÍN ATHUGASEMD: Það er eitt að hafa lög á bókunum og annað að fylgja þeim eftir. Ef löggjafinn, lögregla og eftirlitsstofnanir hefðu fúnkerað á Íslandi þá væri ekki svona komið fyrir þjóðinni eins og nú er.

"Að auki taki Ísland þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn peningaþvætti." MÍN ATHUGASEMD: Ókei, hvar er árangurinn að því samstarfi? Hefur verið flett ofan af einhverju misjöfnu í íslenskri fjármálastarfssemi sem um tíma var ein sú umsvifamesta í Evrópu - eða er Ísland gersamlega laust við peningaþvætti? Vissi ráðuneytið um fjármagnsflutninga til og frá skattaparadísum suður í Karíbahafi, Rússlandi og víðar og fullyrða þeir nú að allt var þar með felldu?

Trúverðugleiki stjórnvalda hefur ekkert breyst við að Geirsstjórnin stóð upp úr stólunum. Sami hugsunarhátturinn gildir ennþá. Það er greinilegt.


mbl.is Alþjóðlegum lögum framfylgt hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband