"Rules of Discovery" og íslenskt réttarfar - djók!

Í siðmenntuðum löndum getur lögmaður krafist þess að fá allar upplýsingar gagnaðila. Þetta er "uppgötvunarréttur" sem í USA kallast "Discovery". Hér á Íslandi er þetta hugtak ekki til enda er dómskerfið samanplástraður danskur nýlenduuppvakningur.

Á Íslandi er gengið út frá drengskap lögmanns andstæðings að láta allar upplýsingar í té, líka þær sem mótaðili hefur ekki hugmynd um að sé til en gæti nýst honum við sókn málsins. Við sem þekkjum móralskan kompás sumra íslenskra lögmanna vitum að það eru meiri líkur á að vinna í lottóinu - enda er gætu sumar upplýsingar komið sér illa fyrir skjólstæðing viðkomandi. Hvar er þá hvati lögmanns til að opinbera allt?

Maður les í gegnum þessa frétt að málið gegn Kaupþingi hefur verið höfðað í hálfgerðu myrkri þeirra sem töldu bankann hafa brotið á sér. Ef þetta mál hefði farið fyrir t.d. bandaríska dómstóla þá hefði lögmaður fólksins átt fundi með bankamönnum sem hefðu undir eið staðfest tilvist vitna og gagna.

En hér er þetta blindskák enda er lagahugtakið "Discovery" ekki til í íslenskum réttarfarsreglum, nema þá kannski húsrannsóknarheimildir saksóknara. Erlendum lögmönnum finnst þetta skrítið svo ekki sé meira sagt. Enda er oft dæmt í málum þar sem gögn hafa verið falin eða "finnast" ekki. Þessi tilvitnun í fréttinni sýnir að þetta er líklega vandamálið hér:

"Héraðsdómur segir í niðurstöðum sínum, sem Hæstiréttur staðfesti, að bótagrundvöllur sé vanreifaður og því beri að vísa málunum frá. Umrædd viðskipti hafi farið fram frá árinu 2001 til 2009 og stefnendur geri enga grein fyrir því tjóni sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Þá geri þeir enga grein fyrir því í hverju hin meintu brot starfsmanns bankans hafi verið fólgin og reifi ekki tengsl athafna eða athafnaleysis starfsmannsins við meint tjón eða útskýri hvernig vanræksla og eftirlitsleysi bankans tengist meintu tjóni. "


mbl.is Töpuðu stórfé í eignastýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ábyrgð" - innhaldslaust skrautyrði þegar ráðherra notar það um sjálfan sig..

...en þetta sama orð "ábyrgð" er hlaðið merkingu þegar þessir sömu menn eru í stjórnarandstöðu.

Þá þýðir orðið ábyrgð sko ÁBYRGÐ! Þá fylgir þessu orði kvöð um að ráðherra segi af sér, gjaldi mistakanna, standi reikningsskil gjörða sinna. Þá á orðið ábyrgð að kenna lexíu, þ.e. vera öðrum ráðherrum víti til varnaðar um alla framtíð.

Svo þegar sami maður er sestur í ráðherrastólinn, þá fær orðið ábyrgð allt aðra merkingu.

Skrítin tík þessi pólitík.


mbl.is Allir þurfa að axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður á dómum árin 2011 og 1875 - refsiramminn í 135 ára tímaspegli

Maður er dæmdur fyrir vopnað rán árið 2010 og fær 6 mánaða skilorð. Maður er dæmdur fyrir þjófnað og tilraun til innbrots árið 1875 og fær 22 mánaða fangelsi.

januar 1875

Bíddu við - vopnað rán? Er það ekki efst á skalanum þegar rán eru annars vegar?

Hvað ætli viðkomandi hefði fengið stutt skilorð hefði hann ekki verið vopnaður? Sex vikur? Mánuð? Svona dómar sýna að íslenskt réttarkerfi góssenland fyrir vopnaða ofbeldisglæpi.

Dómarar og krimmar vita manna best að það er tilgangslaust að dæma neinn í fangelsi af því það er ekkert pláss. Harðir dómar auka bara á vandamálið. Væri ekki nær að dæma vopnaða dópista/sjoppuræningja til vistunar á meðferðarstofnun fyrir fyrsta brot?  

Æ, hvernig læt ég. Það er ekkert pláss þar heldur...

Er verið að fela vandamálið með svona dómum - þ.e. að laga tölfræðina svo ekki fjölgi í biðröðinni inn í fangelsin? Það væri týpísk kerfisvörn. Allir í dómskerfinu fá þá sinn ávinning - nema þeir sem verða næst fyrir vopnuðu vopnuðum dópista sem heimtar pening og það strax. Ef ræninginn les blöðin þá veit hann að vopnuð rán eru smámál. Skilorðsdómarnir sýna það og sanna.

januar 2010

 


Njósnari hennar hátignar - Kennedy, Mark Kennedy...

Er þetta ekki skólabókardæmi um njósnir erlends ríkis? Það er sama hver málstaðurinn er. Ef þetta hefði verið Rússi á kaldastríðsárunum þá hefði heldur betur heyrst væl og skæl. En íslensk innan/utanríkisstefna er djók og því segir enginn neitt. Já, það er meira að segja umhugsunarvert hvað hefði gerst ef Rússi hefði njósnað um íslensk innanríkismál nú á tímum...
mbl.is Mál Kennedys merki um samsæri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brilljant! Húrra! Bravó!

Til hvers að hækka nýsköpunargjald sem gefur ríkissjóði einungis nokkra hundraðþúsundkalla í auknar tekjur á ári?

Þetta er mikil hækkun fyrir þá sem eru að fjárfesta í nýsköpun en smáaurar fyrir ríkissjóð. Ef ég væri hálfviti eða vinstri maður sem ætlaði að koma í veg fyrir nýsköpun þá myndi ég einmitt hækka svona skatta og gjöld. Ríkið vantar pening STRAX. Um að gera að ná meiru út úr þeim sem eru að skapa velferðarumhverfi framtíðarinnar.

Einungis sönnum vinstrimanni dytti í hug að skattleggja útsæðið frekar en að bíða eftir uppskerunni og skattleggja hana.

Brilljant! Húrra! Bravó!


mbl.is Gjald fyrir einkaleyfi hækkar um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiladauðir dómsmálaráðherrar?

Maður trúir þessu bara ekki - hver ákveður að skera niður efnahagsbrotadeild á sama tíma og heimsmet er slegið í bankaútrás, bankaránum og sívaxandi gróðrarstíu af spillingu og hvítflipaglæpum?!

Auðvitað snýr þetta klúður að dómsmálaráðherrum fyrir hrun - n.b. þar sem heiladauði Björns Bjarnasonar er víti til varnaðar. Það er fljótlega upptalið sem sá maður afrekaði í sinni embættistíð, öfugt á við það sem hann hefði átt að gera væri hann starfinu vaxinn. Stólseta Björns var á þeim tíma sem allt sukkið og svínaríið varð til og hæfur maður hefði átt að sjá útfyrir stólröndina. Þá hefði margt farið öðruvísi.

Af hverju erum við endalaust að kjósa yfir okkur óhæfa og heiladauða stjórnmálamenn? Hver er gulrótin fyrir þá sem bjóða sig fram til þings eða sveitastjórna? Launin? Völdin? Hugsjónin?

Kannski er málið að launin eru of lág? Sem þýðir að hæfileikafólk hefur ekki efni á því að vera í pólitík af því launin eru svo miklu lægri en bjóðast í einkageiranum. Þá verður þröskuldurinn inn í stjórmálageiran lægri og meðalmennska og heiladauði þrífst í öllum embættum stjórnkerfisins. Þá vegna sækja blaðurskjóður í pólitík af því þeir þurfa bara að geta bullað fyrir kosningar. Innan um eru svo skemmtikraftar og kolkrabbaprinsar sem þurfa ekki að lifa af þingfararkaupi. Foj bara.


mbl.is Efnahagsbrotadeild endurskipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn langi armur BNA

Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við þessu Wikileaks máli eru stórundarleg. Það er eins og þeir skilji ekki muninn á upplýsingaveitu sem brýtur trúnaðareið (sbr sá sem lak upplýsingunum til Wikileaks) og upplýsingaveitu sem er fjölmiðill.

Oft og iðulega í mannkynssögunni hefur stjórnin brotið lög á þegnum sínum. Ég fann þessa tilvitnun hér fyrir neðan á netinu um muninn á "the law and intimidation" sem er kjarni málsins. (Þegar Apple, VISA, Eurocard, PayPal, Amazon og tugir annarra fyrirtækja láta undan "intimidation" og brjóta með því lög á Wikileaks, þá er eitthvað mikið að.)

Hér er tilvitnunin:

"The law is supposed to be a democratically established standard of behavior that is enforced, interpreted and adjudicated with painfully disciplined, fair, and PREDICTABLE consistency."

Bandaríkjamenn eru þjóð sem hefur getað leiðrétt svona hliðarspor eins og þeir eru að taka núna. Við megum ekki rugla saman mönnunum sem eru breyskir og lögunum sem eiga að skapa þeim rammann. Ég held að Bandaríkjamenn eigi eftir að sjá skóginn fyrir trjánum í þessu Wikileaks máli en það tekur tíma.

Nú er frábært tækifæri til að gera Ísland að frjálsu fjölmiðlalandi svo hinn langi armur BNA nái ekki í þá sem vilja birta sannleikann. Skyldu þingmenn Alþingis þora ef þeir eiga á hættu að allt sem þeir hafa sett á samskiptasíður sínar verði afhent Bandaríkjamönnum til skoðunar?


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá eitthvað að marka yfirlýsingar bankanna þegar maður skuldar þeim?

Ég rak augun í þetta orðalag í dómi héraðsdóms: "...yfirlýsing Landsbankans til Handelsbanken þann 13. október um yfirtöku ábyrgðarinnar verið röng og ekki í samræmi við fyrirmæli FME. Því hafi hún ekki ein og sér skapað sænska bankanum neinn rétt."

Þarf þá FME að samþykkja allar yfirlýsingar bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum - eða gildir þetta bara um yfirlýsingar íslenskra banka (sem eru fallít) til þeirra sem þeir skulda? Hvað með skuldir almennings til gamla Landsbankans? Hefur bankinn heimild til að tjá sig um þær, senda innheimtubréf, yfirlit, stefnur? Þarf FME að blessa allt sem frá þeim kemur í debet og kredit dálkinn til að það sé "aðildarlega" löglegt?

Aðildarskortur er skemmtilegt íslenskt orð. Hvað átti erlendi bankinn að gera - snúa sér beint til FME? Fara framhjá Landsbankanum og beint í þriðja aðila? Undarleg réttvísi í þessu íslenksa dómskerfi svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Sýknaður af 730 milljóna kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan á eftir að dæma BNA fyrir öfgaviðbrögðin...

Ég held að bandarískir pólitíkusar eigi eftir að skammast sín seinna þegar þeir fatta að Wkileaks er "fjölmiðill", en sem stendur þá skilja þeir varla internetið. Wikileaks er að birta fréttir um leið og Der Spiegel, Observer, New York Times og fleiri - en enginn vill loka NYT eða hindra áskrifendur í að borga þeim með kreditkortum. Bara Wikileaks!

Þessir bandarísku pólitíkusar og embættismenn verða að að skilja muninn á fréttamiðli á netinu og njósna-apparati sem dreifir upplýsingum yfir heimsbyggðina. Þessi fyrstu viðbrögð sýna að fyrsta tilraun var þeim um megn. Vonandi tekst þeim það með tímanum...

Bandaríkin eru að rækta úrelta sjálfsmynd sem málsvarar málfrelsis sem var mun auðveldara þegar sovétblokkin var hróplegasta andstæðan. Nú þegar Wikileaks opinberar bandaríkjastjórn sem lygara á diplómatíska vísu þá bregðast bandarískir bírókratar við eins og einræðisstjórn. Maður hálft í hvoru vonar að þeir kæri ástralann Assange fyrir njósnir fyrir bandarískum rétti því þá mun fyrir alvöru reyna á réttarkerfið í þessu "frjálsasta ríki heims".

Mannkynssagan er besti dómarinn þegar frá líður, þegar tilfinningarótið lægir og skynsemin fær að ráða.


mbl.is WikiLeaks njóti verndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúbúar eru líka fólk! Hvað gerist svo ef þessir læknar vilja snúa aftur heim?

Það er mikið gert úr atgerfisflóttanum enda er grasið miklu grænna handan hafsins fyrir sumar stéttir eins og lækna og iðnaðarmenn, svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur hef ég búið erlendis í nokkur ár og þekki því af eigin raun hvernig það er að snúa heim og byrja upp á nýtt. Það er ekki auðvelt.

Og í hverju liggur vandinn. Byrjum á tryggingakerfinu. Ég er ótryggður næstu 6 mánuðina ef ég veikist eða ef ég vil fara í læknisskoðun. Ef ég kem heim veikur þá setur það mig á hausinn strax. Það er eins gott að vera heilsuhraustur ef maður ætlar að bjóða atgerfi sitt fram hér á landi. Ef ég flyt til Bretlands þá dett ég inn í kerfið strax. Ef ég flyt til Danmerkur þá tekur það nokkrar vikur. Ísland er með 6 mánaða regluna. Það fælir fleiri frá en bara lækna.

Börn snúbúa hafa enga stuðningskennslu í íslensku öfugt á við börn nýbúa. Kerfið virðist ganga út frá því sem vísu að íslendingar búsettir í útlöndum tali íslensku á heimilinu en ég þekki það af eigin raun að slíkt er erfiðara með hverju ári barnsins. Orðaforði utan heimilisins og innan verða gerólíkir. Við, "gamla stellið" erum ekki með sömu áhugamál og börnin eða unglingarnir og þá er auðveldast að tala þeirra daglega tungumál, útlenskuna, og íslenskan gleymist.

Fólk sem flytur heim þarf að byrja upp á nýtt. Það borgar sig ekki að taka bílinn með, húsgögnin og heimilistækin því þau eru tolluð upp fyrir alla skynsemi. Ofan á þetta bætist flutningskostnaður sem er út úr kortinu.

Skyldu snúbúar þá fá skattafríðindi eða aðra umbun samfélagsins til að vega upp á móti þessum útgjöldum öllum saman? Nei.

Og það eru fleiri atriði sem maður getur tínt til ef maður nennir. Bottom læn er þetta: Viljum við fá atgerfisfólk aftur heim? Ekki sýnist mér það.


mbl.is Stöðva verður atgervisflóttann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband