16.12.2010 | 11:37
Aldrei er góð vísa of oft kveðin, þó hún sé um samanburð á tölvum og fóstureyðingum
Munurinn á tölvu og manneskju; þ.e. hönnun, stýrikerfi, samvisku, og já, hvað hefur það með skilgreiningu á fóstureyðingum að gera? Jú, það er margt líkt með tölvum og mannskepnunni.
Tölvan hefur svokallaða "permissions settings" sem má líkja við samvisku mannskepnunnar. Forritari/hönnuður tölvunnar ákveður þessar stafrænu "leyfistakmarkanir" rétt eins og hönnuður mannskepnunar forritaði í okkur samviskuna.
Munurinn er að maðurinn hefur frjálsan vilja til að sefa samviskuna, þ.e. "override the permissions protocol", meðan tölvan hefur ekkert val. Og þá er ég kominn að efni þessarar bloggfærslu, sem sumum kann að finnast langsótt - en skítt með það:
Samviskan segir okkur að það sé rangt at deyða/eyða mannslífi. Hjá sumum okkar breytist þessi leyfisafmörkun þegar kemur að "fóstureyðingu". Ástæðan er sú að við leyfum okkur að skilgreina að fóstur sé ekki endilega mannslíf. Til þess þarf fóstrið að uppfylla viss skilyrði.
Sjónarmið tíðarandans er að raungilt mannslíf verði til einhversstaðar á meðgöngu (mismunandi eftir forsendum) en ekki við getnað. Þetta er frekar langsótt líffræðileg skilgreining því við þroskumst öll jafnt og þétt frá getnaði til dauða. Þörf fyrir skilgreiningu varð til þegar hagsmunir vissra samfélagsafla kröfðust þess. Án skilgreiningar væri fósturyeðing morð.
Það er mikið vald fólgið í því að geta skilgreint. Spurðu sjálfan þig hvort þú sért þess umkominn að skilgreina hvað er mannslíf og hvað ekki. Kannski skiptir útlit fóstursins þá mestu máli fyrir þig, því óþægindaskalinn fer hækkandi eftir því sem fóstrið líkist meira okkur sjálfum.
Hispurslaus umræða um fóstureyðingar er tabú í þjóðfélaginu. En tíðarandinn breytist með aukinni þekkingu og skilgreiningarnar öðlast nýtt gildi þegar við sjáum hvað raunverulega gerist þegar fóstri er eytt. Það er aldrei fallegt. Sama hvernig það er skilgreint. Þess vegna er nauðsynlegt að tala um fóstureyðingar umbúðalaust og efla fræðslu ekki glansmyndina heldur raunverulega fræðslu.
Permission settings eru ávallt þær sömu í mannskepnunni og það er innbyggt í okkur að vernda börnin okkar. Láttu engan ljúga að þér að fóstur sé ekki barn nema að vissum skilyrðum sé fullnægt.
(Þessi bloggfærsla er endurtekið efni við svipaða frétt frá því í október)
Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2010 | 18:20
FÖRGUNARAÐGERÐIR en ekki björgunaraðgerðir
Köllum þetta bara réttu nafni. Það er ekki verið að bjarga neinum. Þetta er pólitískt yfirklór, reykur og speglar. Það sjá það allir sem skoða tölurnar í samhengi við þessa "bissnessmenn" sem fengu sínar afskriftir fyrstir allra.
Brandarinn verður fyrst grátbroslegur þegar Jóhanna segir ábúðarfull að nú verði ekki meira gert til björgunar heimilunum. Afsakið, en tökum smá raunveruleika test á þetta: Jóhanna, þetta voru aðgerðir til að farga heimilunum og sú aðgerð stjórnvalda (þ.e. aðgerðaleysið) hefur heppnast fullkomlega.
Tekist á um björgunaraðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 19:24
Á að kúga smásölubransann til að selja matvörur yfir kostnaðarverði?
Sumt í íslenskri verslunarhugsun meikar ekki sens. Eins og t.d. að þetta sé siðferðislega rangt gagnvart neytendum - sjá tilvitnun úr frétt mbl þar sem Kostur kvartar yfir lágu vöruverði í Bónus:
"Sem dæmi má nefna að innkaupsverðið á 1 lítra af nýmjólk sem Kostur greiðir Mjólkursamsölunni er 101 kr. með virðisaukaskatti, en verðið á sömu vöru hjá Bónus er 98 kr."
Nú vill Kostur koma í veg fyrir að Bónus selji vörur undir innkaupsverði á þeim forsendum að það sé neytendum til góðs.
Þetta er óskiljanleg röksemdafærsla. Ef þetta væri regla sem smálsöluverslun yrði að fara eftir þá væri hún eingöngu til þess að hækka vöruverð. Og hver græðir á því? Ekki neytendur. Svo mikið er víst.
Kostur og aðrir sem eru í samkeppni við Bónus verða bara að sætta sig við að vöruverð ræður hvar meðaljón verslar í matinn. Ef Bónus býður betur þá sækja neytendur þangað. Skrítið að Kostur og aðrir sem hrópa hæst um frjálsa og haftalausa verslun vilja straffa þá sem bjóða bestu verðin og knýja fram hærri vöruverð.
Kostur má gjarnan selja mjólkurlíterinn á 97 krónur án þess að ég ásaki þá um ofríki...
Ríkið leiðrétti ofríki Bónuss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.12.2010 | 21:37
Ha, er Reykjavíkurtattúið farið að virka ?
Jón Gnarr er að koma til þó innihaldið vanti stundum í andagiftina. Þetta var greinilega "skólað" viðtal eins og þeir segja í Amrígunni. Gnarrinn er farinn að kunna frasana utan að eins og George W. Bush, jafnvel betur.
En Hanna Birna var sjálf skólabókardæmi um hinn vopnlausa, afdankaða pólitíkus, full af pirringi og ráðleysi. Ekki er svona röfl og mæðufjas líklegt til að afla íhaldinu atkvæða.
En Gnarrinn á örugglega eftir að læra fleiri frasa og æfa sig betur - en hvað gera minnihlutakandídatar þá? Gnísta tönnum: Gnarrrrrr.....
Mikil vonbrigði með samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2010 | 17:03
Hvað ef Paul Giamatti stefnir Heiðari Má?
Fer fram á 5,6 milljónir króna vegna umfjöllunar DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2010 | 11:31
Kvurslax Íslenskunotgun, eridda eyginliga?
Ég vil taka það fram strax að frétt um kartöfluflögur og kúk í rútu á erindi til allra fréttaunnenda. Ég hef fylgst með þessu máli frá byrjun og bíð spenntur eftir úrlausn gátunnar: Hver skeit á rútugólfið og hver hellti úr flögupokanum?
Öllu alvarlegra er glæpsamlegt málfar blaðamanns, stafsetning og kommunotkun sem hefur skilið eftir sig "kúk og kartöfluflögur" um alla fréttina. Einhver sagði mér að reyndir blaðamenn væru með of há laun og því ráða miðlarnir ódýra ungliða sem ekki kunna betri íslensku en raun ber vitni. Hér fyrir neðan er upprunalega fréttin lesendum til ánægju og yndisauka en yfirleitt þrífa prófarkalesarar mbl.is upp eftir blaðamanninn svo kannski er núverandi netútgáfa í lagi. Hér er svo fréttin:
Nemendur hafðir fyrir rangri sök
Ljóst þykir, að nemendur sem voru á leið frá Skagafirði og Húnavatnssýslum til Akureyrar með rútu nýlega voru ekki að verki þegar sturtað úr flögupokum í sæti bílsins og einkver gerði þarfir sínar á gólf bílsins.Vefurinn feykir.is sagði nýlega frá þessu og þá kom fram, að ungmenni hefðu setið aftast í rútunni og farið út við Menntaskólann á Akureyri. Nú segir feykir.is, að athugun hafi leitt í ljós að nemendur framhaldsskóla á Akureyri,.sem komu í rútuna á Blönduósi og í Varmahlíð sátu ekki aftast þar sem atvikið átti að hafa gerst. Líklega hafi þar verið um veikan einstakling að ræða.Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks, segir við vefinn, að málið sé afskaplega viðkvæmt þar sem hugsanlegt sé að hér sé um barn að ræða eða vanheilan einstakling.Málið var ekki og verður ekki kært og við erum að reyna að komast til botns í þessu. Nemendur eiga engan þátt í þessu og hafa verið afskaplega jákvæð við að upplýsa málið með okkur. Við höfum sent þeim bréf í skólana varðandi þetta mál," segir Óskar við Feyki.Feykir.is
Nemendur hafðir fyrir rangri sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2010 | 17:33
Já, ræktum áfram gamla góða spillingarakurinn
Það er eins og íslenskir stjórnmálamenn séu heiladauðir þegar kemur að orsökum stjórnmálakreppunnar og fjármálakreppunnar. Þeir vilja halda áfram að vökva sama gamla illgresið af því það er alíslenskt og gróðursett af þeim sjálfum.
Reglugerðir Evrópusambandsins eru velflestar til þess gerðar að koma í veg fyrir spillingu, hindra uppgang fámennishagsmuna á kostnað almenningshagsmuna, uppræta klíkuskap, opna stjórnkerfið til upplýsingar fyrir almenning, afmarka aðkomu hagsmunaaðila að lagagerð, og fleira sem gott getur talist í íslensku samhengi.
Í staðinn gefa Vinstri-grænir út glórulausa alhæfingu gegn öllum breytingum á íslenskri stjórnsýslu:
"Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins."
Hvað gæti svo sem versnað ef íslenska stjórnkerfið nýtti sér reynslu Evrópusambandsins?
Hagsmunum best borgið utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2010 | 18:53
Svona verður trúnaðarbresturinn til
Merkilegt nokk þá nýtur íslenska lögreglan enn trausts þó upp hafi komið mál sem sýna að samtryggingarkerfi þeirra lifir góðu lífi. Fyrr eða síðar mun fólki ofbjóða - við höfum þá sömu reynslu erlendis þegar dómskerfið og lögreglan sameinast við hvítþvott þeirra síðarnefndu. Eftir það er á brattann að sækja við að byggja upp glatað traust. Umburðarlyndi Íslendinga gagnvart lögreglunni jaðrar við fábjánahátt, sbr. t.d. Geirfinns og Guðmundarmálið, og fleiri mál sem eru minna þekkt en eru engu að síður út út kortinu.
Skoðum einkenni samtrygginga: Lögreglumenn veigra sér við að vitna gegn hvor öðrum, þeir tilkynna sjaldan eða aldrei lögregluofbeldi, þeir neita staðreyndum jafnvel þó myndbandsupptökur sýni hvað gerðist.
Í þessu tiltekna "mannránsmáli" (já, ég kalla þetta réttu nafni því ef ég hefði tekið manninn svona lögreglutökum og flutt nauðugan útá Granda þá væri ég sekur um mannrán) þá misstu nærstaddir lögreglumenn minnið þegar kom að því að útskýra atburðarásina. Hmm, var það samtryggingin að verki?
En það sem alvarlegra er, er að undirréttur og hæstiréttur komust að ólíkri niðurstöðu yfir sömu staðreyndum - þ.e. að maður hafi verið brottnuminn af lögreglunni á skjön við verkreglur og lögreglusamþykkt. Þessir tveir andstæðu dómar segir okkur að venjulegt fólk getur ekki reitt sig á undirrétt. Dómskerfið er hlutdrægt. Sem sagt, skjaldborgin góða nær út fyrir raðir lögreglunnar enda verða dómarar að trúa á þessa stétt sem færir þeim "sannleikann" á færibandi í sakamálum sem koma fyrir réttinn.
Íslenska lögreglan gæti lært af samtryggingarmistökum lögreglu erlendis. Þar hafa menn reynt að slá skjaldborg um svörtu sauðina í stað þess að leysa þá frá störfum meðan "álitamál" eru rannsökuð. Skjaldborgin hefur haft hryllilegar afleiðingar. Ef íslenska lögreglan tekur ekki á svona málum í dag þá fær lögreglan á sig varanlega ímynd sem sjálfshollur lygari og óvinur fólksins. Þá verða öll vafamál metin lögreglunni í óhag. Glæpamenn verða trúverðugri en lögreglan.
Um afleiðingar þess að halda uppi samtryggingarkerfi lögreglu, sjá eftirfarandi netlinka:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_cases_of_police_brutality
og
http://brainz.org/30-cases-extreme-police-brutality-and-blatant-misconduct/
Engar forsendur til brottvikningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2010 | 08:17
Friðelskandi múslimar
Ráðist á heimili kristinna í Baghdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 23:35
Ofsahræðsla á Laufásvegi...
Í fréttum RÚV í kvöld sagði að nágrannar sendiráðs Bandaríkjanna þori ekki að tjá sig um götuker, bílastæði, og öryggisvörslu sendiráðsins af ótta um afleiðingarnar. Sem sagt, nágrannar veigra sér við að nýta lögbundin íslenskan málfrelsisrétt útaf mögulegum hefndarhug Bandaríkjastjórnar sem gæti meinað þeim inngöngu í landið, eða valdið öðrum óskilgreindum óþægindum.
Af því að við búum á Íslandi þar sem öllum leyfist að hafa skoðun á nágranna sínum þá vekur svona frétt mann til umhugsunar. Eru Þinghyltingar drulluhræddir við sendiráðið og húsbónda þess í vestri? Af hverju ættu þeir annars að neita að tjá sig?
Hmm... Hvar eru fordæmi fyrir svona kanahræðslu áratugum eftir lok kaldastríðsins? Hefur einhverjum verið synjað um vegabréfsáritun til USA vegna skoðanaskipta um hvort sendiráðið fari að íslenskum lögum, reglugerðum, hefðum eða mannasiðum?
Skyldi þessi maður sem hefur staðið með mótmælaskiltið á gangstéttinni fyrir utan sendiráðið fá að fara til Bandaríkjanna? (hann stendur þar biðjandi um frið, sem heitir á ensku "to petition the government" sjá PS-ið hér fyrir neðan)
Eh, humm... Verð ég tekinn í viðtal í næstu ferð fyrir að skrifa þetta blogg og velta upp heimspekilegum spurningum?
Eða erum við íslendingar bara einfaldlega "paranoid"?
PS: The Constitution of the United States, part of the Bill of Rights reads;"Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the Government for a redress of grievances."
Eftirlit við Laufásveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)