9.11.2010 | 21:26
Gulrætur fyrir snúbúa
Nýbúi er erlendur aðili sem velur sér búsetu á Íslandi.
Snúbúi er borinn og barnfæddur íslendingur sem snýr til baka eftir búsetu í útlöndum. Gott og einfalt orð sem allir skilja nema einna helst stjórnvöld.
Ég skil bara ekki af hverju stjórnvöld gera snúbúum svona erfitt að flytja heim. Af hverju ekki leyfa okkur að taka búslóð og bíl hingað tollalaust? Veita skattafslætti til að auðvelda okkur að setja upp heimili að nýju, eða ef við viljum fjárfesta, eða stofna fyrirtæki og veita atvinnu?
En það er öðru nær. Snúbúar þurfa að kosta eigin heilsuþjónustu í hálft ár. Börnin okkar fá ekki hjálp við að læra íslensku, en nýbúabörn fá stuðningskennslu. Svo er bíldruslan manns tolluð langt upp yfir gangverð, sjónvarpstækið og þvottavélin (nema þau séu í henglum og greinilega ekki nýleg) og ef maður á eitthvað sem heitir "list" í búslóðinni þá er það haft að féþúfu líka.
Mér finnst að það eigi að raða upp gulrótunum svo brottfluttir íslendingar sjái akk í því að flytja heim aftur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 20:20
Sönnunarkvöð ákæruvaldsins um afrakstur fíkniefnasölu er djók!
Um daginn kvað hæstiréttur upp dóm yfir dópsölum sem áttu nokkrar milljónir undir koddanum. Ákæruvaldinu var gert að sanna að féð væri afrakstur fíkniefnasölu en það tókst ekki og ákærðu fengu að halda fénu. Nei, þetta er ekki brandari. Þetta er íslenskur raunveruleiki.
Í eðlilegu réttarríki væri sönnunarbyrðin dópsalans. Hann/hún yrði að sanna að féð væri fengið með löglegum hætti og alls óskylt fíkniefnasölu, framleiðslu, geymslu, eða ólöglegri starfsemi yfirleitt. Og ef viðkomandi ætti féð löglega þá ætti hann/hún líka á hættu að það yrði gert upptækt í sekt fyrir fíkniefnabrotið.
Í USA eru allar eignir fíkniefnasala gerðar upptækar meira að segja þær eignir sem þeir eru með í láni eða hús sem þeir stunda fíkniefnasölu í með vitund eiganda.
Dópið étur þjóðfélagið innan frá. Af hverju er íslenska dómskerfið svona lamað þegar kemur að þessum ófögnuði?
Fimmti maðurinn handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2010 | 12:49
Alltaf sama tregðan og hræðsla við breytingar
Þetta EES ferli er að verða eitt augljósasta dæmið um tregðu landans að breyta því sem er að hrjá þjóðfélagið, stinga á kýlið og hreinsa út.
Skoðum Bændasamtökin og allt það hagsmunabattarí. Ég heyrði góða skýringu á núverandi kerfi en hún er svona:
EES reglugerðir kveða á um að ráðuneyti landbúnaðarmála sé alfarið í forsvari fyrir þessum málaflokki en í íslenska kerfinu er ekki nema 20-30% af "valdinu" í höndum ráðuneytisins - restin er hjá "fagaðilunum" sjálfum og þeirra hagsmunasamtökum. Kannski er þessi skýring rétt analísa á sjálfskipuðu verndarkerfi fagaðila í landbúnaði og sjávarútvegi. Hún hljómar allavega mjög íslensk.
Er það þá furða að þessir "fagaðilar" vilji ekki taka þátt í ferli sem hefur það markmið að gera þá valdalausa og áhrifalitla í hreppapólitískum skilningi. Þá er farinn klíkuskapurinn, samtryggingin, spillingin, og í staðinn kemur regluveldi sem er ekki að þjóna Palla frænda eða Jóni útí sveit. Hvað yrði þá um niðurgreiðslur, mjólkurkvóta, tómataverðið, alla styrkina...? Vúff, válistinn er endalaus.
Bændur eru sem stétt eru háðir breytingum sem þeir hafa enga stjórn á. Þjóðfélagið breytir neysluvenjum og bændur þurfa að aðlaga sig að því. Veðrið breytist, tún kala eða sauðburður mistekst, bændur aðlagast. Innflutnings- og tollareglur breytast og bændur aðlagast. Er nokkuð skrítið að þeir vilji hafa smá kontról í kerfinu sem hlúir að rekstrargrundvelli "fagsins". Þetta er íslenska aðferðin.
EES aðferðin gefur minna færi á spillingu meðan íslenska kerfið er í endalausri framsóknarvist. EES aðferðin þýðir líka að bændur þurfa að aðlaga sig að reglum sem hafa sannað sig á meginlandinu að virki og þeir munu ekki hafa nema lítil áhrif á. Það verða þjáningar við þær breytingar en vandinn liggur ekki í nýju reglunum heldur núverandi kerfi sem byggir á stundarhagsmunum fagsins og íslenskri pólitík - sem sagt gildum sem hafa ekki reynst okkur vel.
Rökin sem bændur (og EES andstæðingar) nota nú gegn yfirvofandi aðlögun eru skondin. Fyrst var talað um kostnað og óþarfa fjáraustur. Já en það er Evrópusambandið sem borgar okkur milljarða til að vinna þessa vinnu! Æ, æ, - en þá var talað um að þetta væru mútur. Og enn er talað digurbarkalega um allan kostnaðinn við undirbúning og aðlögun, bla, bla, bla. Það er sama þótt Ísland sé þiggjandinn og kostnaðurinn fari inn í efnahaginn hér til að skapa störf og verðmæti og þekkingu. Veitir nokkuð af slíku, spyr ég. Hvaða skaði er að því að nýta þetta tækifæri til að laga íslenska stjórnsýslu? Jú, hagsmunahóparnir munu á missa fótanna í kerfinu. Það er orsök tregðunnar. Ekkert annað.
Maður er minnugur þess að talsmenn tregðunnar hér eru sömu "fagaðilar" og mótmæltu komu símans á sínum tíma. Nánast allar breytingar í íslenska stjórnkerfinu undanfarna áratugi hafa verið fyrir atbeina EES og sumar hafa verið sársaukafullar. Ein sú fyrsta var í dómskerfinu þegar Evrópusambandið skikkaði okkur til að skilja í milli sækjanda og dómara á lægsta dómstiginu, - arfur okkar frá nýlenduveldi dana. Þá var líka vælt og skælt. Alltaf sama tregðan...
Neituðu að lána starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2010 | 20:26
Sjálfbær bankastarfsemi á Íslandi - er þetta brandari?
Úr greininni: "Verðlaunahafarnir þrír hafa ákveðið að ánafna þriðjungi verðlaunanna til verkefna, sem geta stuðlað að sjálfbærri og félagslega ábyrgri bankastarfsemi á Íslandi." (ath: þessir verðlaunahafar eru erlendir bankar)
Hvað er sjálfbær bankastarfsemi? Jú, það er verslun með krónur. Skoðum þá varninginn aðeins nánar.
Einhver gáfumaður sagði í sjónvarpinu um daginn að það væru tveir gjaldmiðlar í þessu landi: Krónan sem fólk vinnur fyrir með harðri hendi til lífsbaráttunnar. Þetta er veikur og lasburða gjaldmiðill. Hin króna er sú sem fjármagnseigendur eiga og er verðtryggð og sterk.
Sem sagt, nú ætla útlendingar að verðlauna verðtryggða krónuverslun. Verði þeim að góðu!
Hluta verðlauna ánafnað til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2010 | 09:18
Ég vil kaupa orkumælinn minn af Finni Ingólfs - og hana nú!
Hvað getum ég og þú gert til að lækka orkureikningana?
Hmm... Látum okkur nú sjá. Hvað ef ég býðst til að kaupa mælana í húsinu mínu af Finni Ingólfssyni?
Maður á erfitt með að skilja af hverju það er ekkert gert í þessu mælasölumáli OR. Hugsa sér að einkaaðili geti fjárfest rúmlega 200 milljónir í orkumælum borgarbúa og fái til baka tæplega 200 milljónir í leigutekjur af sömu mælum á ári í ótakmarkaðan tíma. Það gera kr. 2.000.000.000.00 á þessum áratug sem er að líða síðan samningurinn var gerður, þ.e. frá 2001. Semsagt tveir milljarðar í aukinn orkukostnað fyrir mig og þig - peningar sem ekki hefði þurft að borga Finni og kó.
Ávöxtun Finns og Frumherja er með því besta sem gerist og jafnast á við gott píramídaskím.
Svona bissnessdílar takast best ef mærðir framsóknarmenn sitja báðum megin við borðið. Alfreð Þorsteinsson sat Orkuveitumegin. Sá mæti maður hlýtur að hafa vitað að þessum samningi milli Orkuveitunnar og Frumherja yrði aldrei hægt að rifta. OR er í gíslingu Frumherja og þarf annað hvort að kaupa nýja mæla í hvert hús eða halda áfram að leigja af Finni.
Á meðan leigusamningurinn er í gildi eru Frumherji og Finnur fá milljarða í áskrift og varla er það til lækkunar á orkureikningunum okkar. Þess vegna vil ég bara kaupa mælana mína af Finni og hætta að taka þátt í þessari framsóknarvist!
Af hverju er ekki til stjórnvaldsapparat sem rannsakar eingöngu spillingu í embættismannakerfinu og hefur ákæruvald? Sú spillingarstofa gæti nýtt eigin rafmagnsreikninga sem tilefni til að opna fyrsta málið...
PS. Af vefsíðu orkuvaktarinnar:
Ýmsir sparnaðarmöguleikar fyrir hendi
Fyrirtæki geta gert ýmislegt til þess að hagræða hjá sér í raforkukaupum og raforkunotkun. Almennur orkusparnaður er eitthvað sem ávallt er mikilvægt að hyggja að en fleiri leiðir geta skilað umtalsverðri hagræðingu. Þar má nefna rétt val á gjaldskrá og samningar um afsláttarkjör við orkusala. Orkuvaktin býður fyrirtækjum greiningu á hagræðingarmöguleikum í raforkukaupum þeim að kostnaðarlausu.
OR hækkar gjöld enn frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2010 | 07:48
Er ekki kominn tími til að Jón borgarstjóri sýni "gnarr-ræði" og...
...geri eitthvað í málum Orkuveitunnar fyrir hönd okkar neytenda?
Það er ekki nóg að sippa sér í kjól og setja á sig hárkollu og skemmta fólki.
Það er alvörudjobb að vera borgarstjóri! Það þarf hörku og snarræði til að koma böndum á þvæluna, sbr þetta OR mál.
Maður borgar ekki orkureikningana með brosi á vör eins og nú er komið...
Raforkudreifing OR hækkar um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2010 | 14:54
Munurinn á tölvu og manneskju; þ.e. hönnun, stýrikerfi, samvisku, og já, hvað hefur það með skilgreiningu á fóstureyðingum að gera?
Það er margt líkt með tölvum og mannskepnunni.
Tölvan hefur svokallaða "permissions settings" sem má líkja við samvisku mannskepnunnar. Forritari/hönnuður tölvunnar ákveður þessar stafrænu "leyfistakmarkanir" rétt eins og hönnuður mannskepnunar forritaði í okkur samviskuna.
Munurinn er að maðurinn hefur frjálsan vilja til að sefa samviskuna, þ.e. "override the permissions protocol", meðan tölvan hefur ekkert val. Og þá er ég kominn að efni þessarar bloggfærslu, sem sumum kann að finnast langsótt - en skítt með það:
Samviskan segir okkur að það sé rangt at deyða/eyða mannslífi. Hjá sumum okkar breytist þessi leyfisafmörkun þegar kemur að "fóstureyðingu". Ástæðan er sú að við leyfum okkur að skilgreina að fóstur sé ekki endilega mannslíf. Til þess þarf fóstrið að uppfylla viss skilyrði.
Sjónarmið tíðarandans er að raungilt mannslíf verði til einhversstaðar á meðgöngu (mismunandi eftir forsendum) en ekki við getnað. Þetta er frekar langsótt líffræðileg skilgreining því við þroskumst öll jafnt og þétt frá getnaði til dauða. Þörf fyrir skilgreiningu varð til þegar hagsmunir vissra samfélagsafla kröfðust þess. Án skilgreiningar væri fósturyeðing morð.
Það er mikið vald fólgið í því að geta skilgreint. Spurðu sjálfan þig hvort þú sért þess umkominn að skilgreina hvað er mannslíf og hvað ekki. Kannski skiptir útlit fóstursins þá mestu máli fyrir þig, því óþægindaskalinn fer hækkandi eftir því sem fóstrið líkist meira okkur sjálfum.
Hispurslaus umræða um fóstureyðingar er tabú í þjóðfélaginu. En tíðarandinn breytist með aukinni þekkingu og skilgreiningarnar öðlast nýtt gildi þegar við sjáum hvað raunverulega gerist þegar fóstri er eytt. Það er aldrei fallegt. Sama hvernig það er skilgreint. Þess vegna er nauðsynlegt að tala um fóstureyðingar umbúðalaust og efla fræðslu ekki glansmyndina heldur raunverulega fræðslu.
Permission settings eru ávallt þær sömu í mannskepnunni og það er innbyggt í okkur að vernda börnin okkar. Láttu engan ljúga að þér að fóstur sé ekki barn nema að vissum skilyrðum sé fullnægt.
Færri ungar stúlkur í fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2010 | 20:23
En hvað ef OR vildi eignast aftur alla orkumælana í eigu Finns Ingólfssonar?
Alfreð Þorsteinsson seldi gjaldmæla Orkuveitunnar til Frumherja árið 2001 fyrir 260 milljónir og svo var gerður leigusamningur þar sem OR leigði þessa sömu mæla fyrir tæpar 200 milljónir á ári.
Frá því að mælarnir voru seldir reiknast mér til að OR hafi borgað tæpa 2 milljarða í leigu. Flott fjárfesting það fyrir Frumherja.
En hvað kemur þetta mælamál FInni Ingólfssyni við? Jú, eftir stutta seðlabankasetu, sem og stuttan og farsælan viðskiptaferil, þá eignaðist Finnur ráðandi hlut í Frumherja og á enn.
Víkur þá sögunni til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2010. Setjum þessi milljarðaleigugjöld OR í samhengi við hækkandi orkuverð Reykvíkinga og fjöldauppsagnir. Væru fleiri krónur til í kassa OR ef mælarnir væru enn í hennar eigu?
Af hverju var mæladíllinn góður bissness árið 2001 þegar augljóst var að það myndi kosta milljarða að leigja mælana af Frumherja um ókomna framtíð? Hvaða "viðskiptahvatir" lágu þar að baki? Af hverju getur OR ekki átt sína eigin mæla?
En stóra spurning er og verður; er útleið úr þessum ótímabundna leigusamingi fyrir báða aðila? Og, hvað ef OR vildi nú kaupa þessa sömu mælana af Finni Ingólfssyni og Frumherja til að spara með því milljarða í leigugjöld? Eru þeir til sölu? Og sé svo, hvað er þá eðlilegt söluverð orkumæla sem gefa af sér tæpar 200 milljónir á ári í hreinar leigutekjur? Varla 260 millur??
Núverandi leigusamningur milli OR og Frumherja lýkur árið 2014. Hvað kosta nýjir mælar þá? Varla 260 millur eins og söluverðið var til Frumherja 2001? Meikar sens að kaupa mæla og hætta að leigja af Frumherja?
En víkjum þá að núverandi ársleigu: Hvað ef OR vildi fá lækkaða mælaleiguna í ljósi slæmrar afkomu, stöðu heimilanna og s.frv.?
Jón Gnarr - vinsamlega láttu hlutlausan aðila skoða þetta mál?
Fleiri málsmetandi pólitíkusar gætu látið að sér kveða þegar málið kemst í hámæli: Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir (sem sátu í stjórn OR) geta kannski útskýrt söluna, leigusamninginn og framlenginguna? Reyndar vissu þær ekkert þegar DV spurði um þennan díl í miðri búsáhaldabyltingunni 2009 - en kannski hafi spurningin vakið forvitni þeirra þá og þær viti eitthvað núna?
ATH: Þetta blogg mitt er er að mestu byggt á fréttum DV sem stendur sig mun betur en aðrir miðlar þegar kemur að svona málum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá trúi ég því sjálfur staðfastlega að Finnur Ingólfsson sé heiðarlegur bissnessmaður og hafi ekki brotið neitt af sér í þessu máli né í öðru sem á hann hefur verið borið. Hann er bara svo klár að eiga alla hitaveitu- vatns- og raforkumælana okkar.
Harma fjöldauppsagnir hjá OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2010 | 20:18
En hvað ef OR vildi eignast aftur alla orkumælana í eigu Finns Ingólfssonar?
Alfreð Þorsteinsson seldi gjaldmæla Orkuveitunnar til Frumherja árið 2001 fyrir 260 milljónir og svo var gerður leigusamningur þar sem OR leigði þessa sömu mæla fyrir tæpar 200 milljónir á ári.
Frá því að mælarnir voru seldir reiknast mér til að OR hafi borgað tæpa 2 milljarða í leigu. Flott fjárfesting það fyrir Frumherja.
En hvað kemur þetta mælamál FInni Ingólfssyni við? Jú, eftir stutta seðlabankasetu, sem og stuttan og farsælan viðskiptaferil, þá eignaðist Finnur ráðandi hlut í Frumherja og á enn.
Víkur þá sögunni til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2010. Setjum þessi milljarðaleigugjöld OR í samhengi við hækkandi orkuverð Reykvíkinga og fjöldauppsagnir. Væru fleiri krónur til í kassa OR ef mælarnir væru enn í hennar eigu?
Af hverju var mæladíllinn góður bissness árið 2001 þegar augljóst var að það myndi kosta milljarða að leigja mælana af Frumherja um ókomna framtíð? Hvaða "viðskiptahvatir" lágu þar að baki? Af hverju getur OR ekki átt sína eigin mæla?
En stóra spurning er og verður; er útleið úr þessum ótímabundna leigusamingi fyrir báða aðila? Og, hvað ef OR vildi nú kaupa þessa sömu mælana af Finni Ingólfssyni og Frumherja til að spara með því milljarða í leigugjöld? Eru þeir til sölu? Og sé svo, hvað er þá eðlilegt söluverð orkumæla sem gefa af sér tæpar 200 milljónir á ári í hreinar leigutekjur? Varla 260 millur??
Núverandi leigusamningur milli OR og Frumherja lýkur árið 2014. Hvað kosta nýjir mælar þá? Varla 260 millur eins og söluverðið var til Frumherja 2001? Meikar sens að kaupa mæla og hætta að leigja af Frumherja?
En víkjum þá að núverandi ársleigu: Hvað ef OR vildi fá lækkaða mælaleiguna í ljósi slæmrar afkomu, stöðu heimilanna og s.frv.?
Jón Gnarr - vinsamlega láttu hlutlausan aðila skoða þetta mál?
Fleiri málsmetandi pólitíkusar gætu látið að sér kveða þegar málið kemst í hámæli: Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir (sem sátu í stjórn OR) geta kannski útskýrt söluna, leigusamninginn og framlenginguna? Reyndar vissu þær ekkert þegar DV spurði um þennan díl í miðri búsáhaldabyltingunni 2009 - en kannski hafi spurningin vakið forvitni þeirra þá og þær viti eitthvað núna?
ATH: Þetta blogg mitt er er að mestu byggt á fréttum DV sem stendur sig mun betur en aðrir miðlar þegar kemur að svona málum. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá trúi ég því sjálfur staðfastlega að Finnur Ingólfsson sé heiðarlegur bissnessmaður og hafi ekki brotið neitt af sér í þessu máli né í öðru sem á hann hefur verið borið. Hann er bara svo klár að eiga alla hitaveitu- vatns- og raforkumælana okkar.
Erfið og sársaukafull ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2010 | 17:45
Lenti með "heilbrigðan" sjúkling...
Fréttin var fyrst birt með fyrirsögninni "Lenti með veikan sjúkling" og var þannig á netinu í smá tíma. Svo var fyrirsögnin lagfærð en bloggið mitt stóð óbreytt og meikaði ekkert sens.
Semsagt, það leit út eins og ég væri sekur um hugsanavillu...
En fyrst við erum að tala um mál- og hugsanavillur; hér eru enskir textar úr Hong Kong bíómyndum:
Take my advice, or I'll spank you without pants..
Who gave you the nerve to get killed here?
Quiet or I'll blow your throat up.
You always use violence. I should've ordered glutinous rice chicken.
I am damn unsatisfied to be killed in this way.
Fatty, you with your thick face have hurt my inseam.
Gun wounds again?
Same old rules: no eyes, no groin.
A normal person wouldn't steal pituitaries.
Damn, I'll burn you into a BBQ ckicken!
I'll fire aimlessly if you don't come out!
You daring lousy guy.
Beat him out of recognizable shape!
I have been scared shitless too much lately.
I got knife scars more than the number of your leg's hair.
Beware! Your bones are going to be disconnected.
How can you use my intestines as a gift?!
The bullets inside are very hot. Why do I feel so cold?
--From a list of English subtitles used in films made in Hong Kong, compiled by Stefan Hammand and Mike Wilkins for their book: Sex and Zen & a Bullet in the Head--
Lenti með veikan farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)