Góð byrjun, slæm smölun

Fórnarlömbin eru vegmóð og máttarvöldin vita að tíminn vinnur með bönkunum og fjármögnunarfyrirtækjum.

Þarna hefðu átt að vera 40 þúsund manns en ekki 400. Það er eins og fólk sé búið að missa svo gersamlega trú á íslenskum stjórnvöldum að það er hætt að nenna að mótmæla - ályktar kannski að mótmæli eru tilgangslaus og þess vegna gengur illa að smala?

Maður skammast sín fyrir íslensk stjórnvöld alveg eins og maður skammast sín fyrir útrásarvíkingana. Eftir á að hyggja þá var danska nýlendustjórnin skömminni skárri, svei mér þá...


mbl.is Mótmælendurnir farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru rúður stjórnarráðsins óbrotnar?

Er ekki best að viðurkenna bara að ákærur og dómsniðurstöður á Íslandi eru tilgangslaust fuður?

Nú hefur Hæstaréttur staðfest að gengistrygging lána sé ólögleg. Og hvað gera stjórnvöld þá? Jú, í fyrsta skipti í Íslandssögunni gefa Seðlabanki og Fjármálaeftirlit út "tilmæli" til lánveitanda um að þeir skuli taka sér hærri vexti en frjálsir samningar kváðu á um - og það afturvirkt og löngu eftir lánaviðskiptin voru gerð! Ótrúlegt en satt!

Gefum okkur aðeins breyttar forsendur: Hvað ef gengi krónunnar hefði EKKI FALLIÐ en myntkörfulánin hefðu samt verið dæmd ólögleg? Hefðu þá gilt 2 - 3% vextir áfram út samningstímabilið, - eða hefði Seðlabanki og Fjármálaeftirlit gefið út "tilmæli" um 14.7 % vexti afturvirkt eins og nú?

Auðvitað hefði SÍ og FME ekki bært á sér og lágu vextirnir fengju að standa. Þessir kónar eru að bregðast við nú til að vernda eigin hagsmuni en ekki til að koma á réttlæti. Ríkið er hagsmunaaðili að reyna að "leiðrétta" dóm sem féll ríkinu í óhag. Þeir gátu valið milli þess að setja lög eða gefa út "tilmæli". Tilmælaaðferðin var valin og SÍ og FME notuð sem frontur svo ekki kæmi illa lyktandi bremsufar í buxur stjórnarliða.

Er hér komið upp enn eitt tilefnið til að stefna íslenska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu? Ekkert okkar sem unnum dómsmálið er í aðstöðu til að "leiðrétta" eitt né neitt. Enginn fer eftir okkar tilmælum um að vextir haldist óbreyttir. Okkur er bara ætlað að borga. Lögbrjótarnir, þ.e. fjármögnunarfyrirtækin, eru vernduð enn og aftur enda fara hagsmunir þeirra saman við hagsmuni ríkisins. Gamla Ísland lifir enn...

Af hverju fylkist fólk ekki út á götur og torg með potta og pönnur að vopni? Ég er mest undrandi á að allar rúður stjórnarráðsins eru óbrotnar...


mbl.is X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollywoodstjarna bjargar BP, nánast gegn vilja þeirra

Hver segir að Hollywood stjörnur séu svo uppteknar af sjálfum sér að þeir geri aldrei neitt fyrir okkur hin? Kevin Costner hefur þróað olíuskilvindu sem nær að hreinsa yfir 99% af olíu úr sjó. Hann er búinn að þróa þessa tækni frá því hann lék í myndinni Waterworld fyrir 15 árum. Olíuslys eins og Exxon Valdez og mengunarhernaður Saddams Hussein héldu vöku fyrir honum - og nú næstum tveimur áratugum og 24 milljónum dollurum síðar var græjan tilbúin. Kraftaverkatæki sem átti sér engan líka. Costner lagði upp í söluherferð til allra stærstu olíufélaga heims og viti menn...

...ekkert olíufélag vildi sjá að kaupa olíuskilvinduna. Nei, tækið var of dýrt. Það var engin þörf fyrir það. Við erum með tryggingar og þurfum ekki fyrirbyggjandi aðgerðir. Sem sagt, sama gamla tuggan þar til slysin verða.

Eftir að olíuborpallur BP sprakk þá liðu margar vikur þar til Costner tókst að selja PB skilvindur. Loks samþykktu þeir að fá eina vindu til að prófa. Svo leið tíminn og áfram rann olían, og nú nokkrum vikum seinna er PB komið með 10 vindur í notkun - og þær virka!

Tuttuguogfjórar vindur í viðbót eru í pöntun og þessa dagana verja starfsmenn BP og bandaríkjastjórn tíma sínum í að rífast um hvar eigi að beita þeim - þ.e. úti á rúmsjó eða upp við land.

Kevin Costner vitnaði fyrir þingnefnd í Washington 9 júní. Hann er dáldið dramatískur karlinn en kemur skilaboðunum vel frá sér:


RÚV: O-há-effið sem er "ekki-ríkisstofnun"

Nú vælir og skælir menningarelítan af því RÚV neyðist til að skera niður þjónustuna við landsmenn. Orðið þjónusta orkar tvímælis þegar menn eiga ekki val heldur neyðast til að borga útvarpsgjald hvort sem þeir nota “þjónustuna” eða ekki.

Í stíl við orðaleiki stjórnmálamanna þá heitir skatturinn nú "útvarpsgjald" og telst hvorki vera skattur né afnotagjald samkvæmt lögum.

Þvílíkur léttir. Nóg er til af skattstofnum þó ekki bætist útvarpsskattur við...

Burtséð frá skilgreiningaleiknum þá er "útvarpsgjaldið" glórulaus nefskattur, en þjóðin er löngu blind fyrir rökleysunni og kyssir vöndinn á hverju ári. Þrátt fyrir O-há-effið þá hagar RÚV sér eins og ríkisstofnun, og er ríkisstofnun. O-há-effið er bare einn orðaleikurinn í viðbót.

Af hverju er verið að halda upp á ríkisbákn sem getur aldrei staðið undir sér nema með skattheimtu og aukafjárveitingum? Er einhvers að sakna ef stofnunin yrði lögð niður og einingarnar seldar til einkaaðila? Mér er alveg sama hvað forsjárhyggjupakkið og menningarelítan segir – RÚVlausri þjóð er alveg treystandi til að efla íslenska menningu.

Með því að nota hluta af sparnaðinum sem fæst við að leggja niður RÚV má hlúa að og styrkja innlenda dagskrárgerð í gegnum Kvikmyndastofnun Íslands. Þá lækkar söluverðið á innlendu efni og fleiri fjölmiðlar geta keypt. Núverandi kerfi er fáokun og dragbítur á dagskrárframleiðslu. Það veit hver einasti framleiðandi sjónvarpsefnis og kvikmynda að RÚV er erfiður kaupandi sem nýtir samningsaðstöðu sína til hins ýtrasta.

Varðandi skattinn sem er ekki skattur: Hér er opinber skýring á útvarpsgjaldi versus afnotagjald sbr vefsíðu ruv.is en HÁSTAFIR ERU MÍNIR til að leggja áherslu á rökleysuna:

                            "Afnotagjöldin LÖGÐ NIÐUR

Samkvæmt lögum nr. 6/2007 var ákveðið að LEGGJA AFNOTAGJALD RÍKISÚTVARPSINS NIÐUR frá og með 1. janúar 2009.

Í STAÐ AFNOTAGJALDSINS komi sérstakt GJALD sem Alþingi ákveður.

Alþingi hefur ákveðið að ÚTVARPSGJALDIÐ verði 17.200 kr. og verði einn gjalddagi 1. ágúst ár hvert.

Gjaldið GREIÐA ALLIR þeir sem greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra en ÞAÐ ERU ALLIR SEM ERU ELDRI EN 16 ára og YNGRI EN 70 ára og eru yfir skattleysismörkum. Einnig ALLIR LÖGAÐILAR.

Öllum sem skulda enn afnotagjald hefur verið sent bréf og greiðsluseðill, þar sem skorað er á viðkomandi að greiða skuld sína eða semja um hana við starfsmenn afnotadeildar fyrir 15. mars 2009 en eftir það verður krafan send til INNHEIMTU HJÁ LÖGFRÆÐINGUM sem hefur í för með sér aukinn kostnað."

...og hana nú!


mbl.is Eðlisbreyting á starfsemi RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrotabú Apple-umboðsins og spillt embættismannakerfi

Uppgufaður viðgerðasjóður er ekki eina skítamálið því skipti þrotabús Apple-umboðsins voru tilefni til sakamálarannsóknar vegna brota á gjaldþrotalögum, samkvæmt umsögn fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Málið var að skiptaráðandi Apple "gaf" vildarvini sínum nánast allar eignir búsins með svokölluðum skuldajöfnunarsamningi. Aðrir kröfuhafar fengu eftir því sem ég best veit ekki neitt úr búinu.

En þetta var ekki nema hálft skítamálið. Til að gjafagjörningurinn yrði vildarvininum ekki of mikil byrði í sköttum og afleiddum gjöldum þá bókfærðu þeir kollegarnir niður andvirði hans úr ca 14 milljónum í tvær.

Hvernig er þetta hægt án þess að einhver opinber eftirlitsaðili geri athugasemd? Jú, skiptaráðandi er bæði allsráðandi og eftirlitslaus embættismaður samkvæmt íslenskum lögum. Hann getur gert það sem honum sýnist með eignir þrotabús og þarf ekki að svara fyrir neitt.

Fulltrúi dómsmálaráðuneytis sem las gögn málsins sá engin ráð þar á bæ. Hann ráðlagði að kæra skiptaráðandann fyrir brot á hegningar- og gjaldþrotalögum. Efnahagsbrotadeildin var heltekin af Baugsmálinu á þessum tíma og ráðlagði að fara í einkamál - sem er víst viðkvæðið þar á bæ því hvítflipaglæpir krefjast yfirlegu og gagnrýnnar hugsunar.

Einkamálaleiðin var farin og viti menn - skiptaráðandi neitaði að útskýra gjafagjörninginn og afsláttinn. Honum var stefnt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur og krafinn skýringa undir eið en þá hafði hann því miður "misst minnið". Dómarinn sýndi minnisleysinu óvenjulega mikinn skilning. Skiptaráðandinn steig niður úr vitnastúkunni og málið endaði í pattstöðu.

Kannski var skýringin á sinnuleysi dómarans sú að vildarvinurinn sem fékk verðmætin var fyrrum héraðsdómari og kennari við lagadeild Háskólans? Ég held að það sé ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón sem í hlut eiga, þó dómara sé skylt að tilkynna lögreglu um lögbrot sem þeir verða varir við í starfi sínu. Séra Jón og skiptaráðandi eru og verða áfram stikkfrí - og þegar ekkert er rannsakað er Ísland áfram óspilltasta land í heimi.

Þessa dagana er annar hver lögfræðingur að sinna skiptastörfum eða sækja á þrotabú og heimta greiðslu eða skuldajöfnun. Er ekki kominn tími til að setja ný lög og reglur um gjaldþrotaskipti og úthlutun verðmæta úr þrotabúum?


mbl.is Tæmdu viðgerðasjóð áður en félagið fór í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Palm ekki líka vasareiknitölva ?

Mikið er maður orðinn leiður á reiknivillum í fréttum úr viðskiptalífinu, sérstaklega þegar sjálf villan er kjarni fréttarinnar eins og hér í þessari frétt þar sem HP er "...að kaupa farsíma- og smátölvuframleiðandann Palm fyrir 1,2 milljarða dala, jafnvirði 550 milljarða króna. "

Hvað er 1.200.000.000 dollarar sinnum 129 kr ? Er það jafnvirði 550.000.000.000 kr?

Ég held ekki.

Því miður á ég ekki Palm til að reikna svona mörg núll en 1.2 sinnum 129 er sirka 155. Söluverð Palm á þá eflaust að vera 155.000.000.000 krónur, sem er 155 milljarðar en ekki 55.

Æ, hvaða máli skiptir það svo sem - þetta eru allt tölur sem varla komast fyrir í munni manns hvað þá í reiknivél...


mbl.is HP kaupir Palm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með vegabréfaeftirlit og tollskoðun?

Getur það verið að slúðurmillan hafi mulið nokkur sannleikskorn hér á árum áður þegar Reykjavíkurflugvöllur var eins og einkaflugvöllur útrásarvíkinganna - en þá voru uppi lífseigar kjaftasögur um innflutning á erlendum lagskonum, vinum, viðskiptavinum, og veisluföngum (t.d. kókaín, segir sagan) enda stanslaust partí. Kjaftasagan þá var að öll traffíkin hafi verið eftirlitslaus. Einkavélar lentu og svo löbbuðu menn bara beint út með sinn farangur og sína gesti eins og þeit ættu pleisið. Þegar þeir fóru var sama frjálsræðið.

Þessi tilvitnun í frétt Mbl er dáldið skerí: "Sáralítið eftirlit var með farþegum einkaþotna á umliðnum árum. Við skoðun rannsóknarnefndar Alþingis á farþegalistum kom í ljós að flugrekstraraðilum ber ekki skylda til að halda utan gögnin. Þær upplýsingar sem rannsóknarnefndin fékk um þessi efni voru langt frá því að gefa heildstæða mynd af umfangi flugs eða farþega."

Hver skyldi bera ábyrgð á þessu?


mbl.is Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kaþólskan dulbúinn spíritismi?

Það sem mer finnst undarlegt við kaþólskuna er hversu lík hún er því sem trúfróðir menn kalla spíritsima - en samt er kaþólska trúarkerfið á móti spíritisma. Að taka menn í "guðatölu" eða "dýrlíngatölu" (sem er að mínu mati eitt og það sama) og síðan sækja eftir "nálegð" við þessar sálir er ekkert annað en spíritismi. Að vísu er ekki miðill á staðnum en kirkjan hefur tekið að sér það hlutverk "in absentia" með því að setja þessar manneskjur á þennan stall.

Dýrlingakúltúrinn og páfadýrkun eru aðaleinkenni kaþólskunnar. Það eru búnar til styttur af viðkomandi, eða gullrammaðar ljósmyndir, og fólk biður fyrir framan þessi skurðgoð - því þetta eru jú skurðgoð, ekki satt? Þeim eru meira að segja færðar fórnir. Það eru samdar bænir til dauðra sbr Maríubænin.

En bíddu við, er ekki fyrsta boðorðið sbr Mósebók: "Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig"? Gildir það boðorð þá fyrir alla aðra en kaþólikka? Eða eru kaþólikkar ekki kristnir heldur einfaldlega spíritistar?

PS. Best að játa strax að ég er alinn upp í kaþólsku, var fermdur kaþólskur og hvaðeina, en kvaddi regluveldið fljótlega upp úr því. Verð því tæplega tekinn í dýrlingatölu héðan af...


mbl.is Jóhannes Páll varla gerður dýrlingur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...then they came for me

Fyrst gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum bílalánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki bílalán.

Svo gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum myntkörfulánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki myntkörfulán.

Svo gerðu þeir lögtök útaf gjaldföllnum húsnæðislánum en ég hélt kjafti af því ég skuldaði ekki húsnæðislán.

Svo gerðu þeir lögtök gjaldföllnum icesave skuldbindingum en þá var enginn eftir í landinu til að mótmæla…

---

Í þýskalandi á uppgangstímum nasista hélt prestur að nafni Martin Niemöller ræðustúf sem hér fylgir í enskri þýðingu en skilaboðin má stílfæra yfir á íslenska einstaklinga og lánastofnanir, sbr útgáfuna hér að ofan:

THEY CAME FIRST for the Communists, and I didn't speak up because I wasn't a Communist.

THEN THEY CAME for the Jews, and I didn't speak up because I wasn't a Jew.

THEN THEY CAME for the trade unionists, and I didn't speak up because I wasn't a trade unionist.

THEN THEY CAME for the Catholics, and I didn?t speak up because I was a Protestant.

THEN THEY CAME for me and by that time no one was left to speak up.


mbl.is Níu uppboð á Selfossi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óflokksbundinn ráðherra vs erfðaprins Sjálfstæðisflokksins

Ég hef sagt þetta margoft áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin: Núverandi dómsmálaráðherra kemur meiru í verk á einni vinnuviku en forveri hennar Björn Bjarnason á heilu kjörtímabili. Ef sá maður hefði bara sýnt örlítin metnað í starfi þá væri margt öðruvísi á Íslandi í dag.
mbl.is Aðskilnaður lögreglu og sýslumanna fyrsta verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband