Færsluflokkur: Mannréttindi
8.4.2013 | 16:15
...já en Ragnar Hall hefur sjálfur beitt svona brögðum
Hér er tilvitnun í viðtal í Fréttatímanum við Hafþór son Sævars Ciesielski þar sem sá sami Ragnar Hall er vændur um sömu sakir og hann stendur sjálfur frammi fyrir nú.
... Meðal þeirra gagna sem Sævar og Ragnar fengu ekki við gerð greinargerðar sinnar voru gögn frá ríkissaksóknara þar sem Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður sem skipaður var séstakur ríkissaksóknari við meðferð á beiðni Sævars, neitaði Sævari og lögmanni hans um aðgang að gagnasafni ríkissaksóknara. Að auki fengu þeir umbeðna lögregluskýrslu ekki afhenta og að ennfremur vantaði um 300 blaðsíður í gögn varðandi rannsókn lögreglunnar í Keflavík á málinu, að sögn Hafþórs. Þrátt fyrir það var nægilega mikið sem sýndi fram á þau fjölmörgu mannréttindabrot sem framin voru í þessu máli og þýðingarmiklar forsendur Hæstaréttar hafa verið hraktar, enda standast þær enga skoðun, segir Hafþór.
Hér er linkur á fréttatímagreinina:
http://www.frettatiminn.is/frettir/eg_trui_thvi_ad_nafn_fodur_mins_verdi_hreinsad
Segja sig frá Al Thani málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2010 | 09:18
Ég vil kaupa orkumælinn minn af Finni Ingólfs - og hana nú!
Hvað getum ég og þú gert til að lækka orkureikningana?
Hmm... Látum okkur nú sjá. Hvað ef ég býðst til að kaupa mælana í húsinu mínu af Finni Ingólfssyni?
Maður á erfitt með að skilja af hverju það er ekkert gert í þessu mælasölumáli OR. Hugsa sér að einkaaðili geti fjárfest rúmlega 200 milljónir í orkumælum borgarbúa og fái til baka tæplega 200 milljónir í leigutekjur af sömu mælum á ári í ótakmarkaðan tíma. Það gera kr. 2.000.000.000.00 á þessum áratug sem er að líða síðan samningurinn var gerður, þ.e. frá 2001. Semsagt tveir milljarðar í aukinn orkukostnað fyrir mig og þig - peningar sem ekki hefði þurft að borga Finni og kó.
Ávöxtun Finns og Frumherja er með því besta sem gerist og jafnast á við gott píramídaskím.
Svona bissnessdílar takast best ef mærðir framsóknarmenn sitja báðum megin við borðið. Alfreð Þorsteinsson sat Orkuveitumegin. Sá mæti maður hlýtur að hafa vitað að þessum samningi milli Orkuveitunnar og Frumherja yrði aldrei hægt að rifta. OR er í gíslingu Frumherja og þarf annað hvort að kaupa nýja mæla í hvert hús eða halda áfram að leigja af Finni.
Á meðan leigusamningurinn er í gildi eru Frumherji og Finnur fá milljarða í áskrift og varla er það til lækkunar á orkureikningunum okkar. Þess vegna vil ég bara kaupa mælana mína af Finni og hætta að taka þátt í þessari framsóknarvist!
Af hverju er ekki til stjórnvaldsapparat sem rannsakar eingöngu spillingu í embættismannakerfinu og hefur ákæruvald? Sú spillingarstofa gæti nýtt eigin rafmagnsreikninga sem tilefni til að opna fyrsta málið...
PS. Af vefsíðu orkuvaktarinnar:
Ýmsir sparnaðarmöguleikar fyrir hendi
Fyrirtæki geta gert ýmislegt til þess að hagræða hjá sér í raforkukaupum og raforkunotkun. Almennur orkusparnaður er eitthvað sem ávallt er mikilvægt að hyggja að en fleiri leiðir geta skilað umtalsverðri hagræðingu. Þar má nefna rétt val á gjaldskrá og samningar um afsláttarkjör við orkusala. Orkuvaktin býður fyrirtækjum greiningu á hagræðingarmöguleikum í raforkukaupum þeim að kostnaðarlausu.
OR hækkar gjöld enn frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2010 | 00:15
Af hverju eru rúður stjórnarráðsins óbrotnar?
Er ekki best að viðurkenna bara að ákærur og dómsniðurstöður á Íslandi eru tilgangslaust fuður?
Nú hefur Hæstaréttur staðfest að gengistrygging lána sé ólögleg. Og hvað gera stjórnvöld þá? Jú, í fyrsta skipti í Íslandssögunni gefa Seðlabanki og Fjármálaeftirlit út "tilmæli" til lánveitanda um að þeir skuli taka sér hærri vexti en frjálsir samningar kváðu á um - og það afturvirkt og löngu eftir lánaviðskiptin voru gerð! Ótrúlegt en satt!
Gefum okkur aðeins breyttar forsendur: Hvað ef gengi krónunnar hefði EKKI FALLIÐ en myntkörfulánin hefðu samt verið dæmd ólögleg? Hefðu þá gilt 2 - 3% vextir áfram út samningstímabilið, - eða hefði Seðlabanki og Fjármálaeftirlit gefið út "tilmæli" um 14.7 % vexti afturvirkt eins og nú?
Auðvitað hefði SÍ og FME ekki bært á sér og lágu vextirnir fengju að standa. Þessir kónar eru að bregðast við nú til að vernda eigin hagsmuni en ekki til að koma á réttlæti. Ríkið er hagsmunaaðili að reyna að "leiðrétta" dóm sem féll ríkinu í óhag. Þeir gátu valið milli þess að setja lög eða gefa út "tilmæli". Tilmælaaðferðin var valin og SÍ og FME notuð sem frontur svo ekki kæmi illa lyktandi bremsufar í buxur stjórnarliða.
Er hér komið upp enn eitt tilefnið til að stefna íslenska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu? Ekkert okkar sem unnum dómsmálið er í aðstöðu til að "leiðrétta" eitt né neitt. Enginn fer eftir okkar tilmælum um að vextir haldist óbreyttir. Okkur er bara ætlað að borga. Lögbrjótarnir, þ.e. fjármögnunarfyrirtækin, eru vernduð enn og aftur enda fara hagsmunir þeirra saman við hagsmuni ríkisins. Gamla Ísland lifir enn...
Af hverju fylkist fólk ekki út á götur og torg með potta og pönnur að vopni? Ég er mest undrandi á að allar rúður stjórnarráðsins eru óbrotnar...
X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)