Hollywoodstjarna bjargar BP, nánast gegn vilja þeirra

Hver segir að Hollywood stjörnur séu svo uppteknar af sjálfum sér að þeir geri aldrei neitt fyrir okkur hin? Kevin Costner hefur þróað olíuskilvindu sem nær að hreinsa yfir 99% af olíu úr sjó. Hann er búinn að þróa þessa tækni frá því hann lék í myndinni Waterworld fyrir 15 árum. Olíuslys eins og Exxon Valdez og mengunarhernaður Saddams Hussein héldu vöku fyrir honum - og nú næstum tveimur áratugum og 24 milljónum dollurum síðar var græjan tilbúin. Kraftaverkatæki sem átti sér engan líka. Costner lagði upp í söluherferð til allra stærstu olíufélaga heims og viti menn...

...ekkert olíufélag vildi sjá að kaupa olíuskilvinduna. Nei, tækið var of dýrt. Það var engin þörf fyrir það. Við erum með tryggingar og þurfum ekki fyrirbyggjandi aðgerðir. Sem sagt, sama gamla tuggan þar til slysin verða.

Eftir að olíuborpallur BP sprakk þá liðu margar vikur þar til Costner tókst að selja PB skilvindur. Loks samþykktu þeir að fá eina vindu til að prófa. Svo leið tíminn og áfram rann olían, og nú nokkrum vikum seinna er PB komið með 10 vindur í notkun - og þær virka!

Tuttuguogfjórar vindur í viðbót eru í pöntun og þessa dagana verja starfsmenn BP og bandaríkjastjórn tíma sínum í að rífast um hvar eigi að beita þeim - þ.e. úti á rúmsjó eða upp við land.

Kevin Costner vitnaði fyrir þingnefnd í Washington 9 júní. Hann er dáldið dramatískur karlinn en kemur skilaboðunum vel frá sér:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband