Árni Johnsen, prófkjör og útstrikanir

Já, þetta er skrítið system þegar "prófkjörskjósendur" velja frambjóðendur á lista og kjósendur velja flokka. Þetta er einskonar tvöföld kosning,- prófkjörið skiptir öllu því menn kjósa listann (samherjana) en ekki endilega frambjóðendur sem eru á listanum.  Þeir sem sigra í prófkjöri eru garanteraðir á þing - skítt með sjálfar kosningarnar...

Er þetta lýðræði eða flokksræði? Er hollusta við flokka grunnurinn að lýðræði á Íslandi.

Hér er samviskuspurning: Hvað ef sjálfur Steingrímur Njálsson kynferðisglæpamaður væri frambjóðandinn í fyrsta sæti?

En skoðum raunveruleikann. Ég man að í síðasta prófkjöri fékk Árni Johnsen ca 1000 atkvæði og ca 1.200 útstrikanir í sjálfum kosningunum. Semsagt, með mínus 200 atkvæði komst Árni Johnsen á þing. Er það lýðræði eða flokksræði? Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn voru sem sagt knúðir til að kjósa flokksframbjóðanda sem þeir vildu ekki - mann sem hafði verið dæmdur fyrir þjófnað á almannafé. Mann sem kunni ekki að skammast sín. Sorglegt...

En þetta var á þeim tíma sem Ísland var óspilltasta land í heimi. Það er talandi dæmi um "spillingarvakt" kerfisins í þá daga að Árni varð uppvís um stuld fyrir atbeina sendibílstjóra Þjóðleikhússins  en ekki lögreglu eða ríkisendurskoðunar, svo dæmi séu nefnd.

En skilvirkni kerfiisins til málsbóta er rétt að benda á sakaruppgjöf Árna small í gegn á met tíma. Hún kom að vísu bakdyramegin í pólitískum klíkuskap félaga hans í Sjálfstæðisflokknum og er enn eitt sorglegt dæmið um siðblinda stjórnmálamenn og veikburða réttlætiskennd kjósenda.

Það verður fróðlegt að sjá hversu margir strika Árna út í þessum kosningum - þ.e.a.s. ef það verður gert opinbert sem er jú eðlilegt - eða hvað?

Mín skoðun er að menn eins og Árni Johnsen eiga ekkert erindi í stjórnmál fyrr en þeir standa upp og biðja þjóðina fyrirgefningar og viðurkenna brot sitt. Við erum öll breysk og ófullkomin. En við erum ekki siðblind. Eða hvað...?


mbl.is Tími prófkjara liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband