Bætum allt nema "tjón"

Skrítið að meðan tryggingafélög ýmist hafa "ekki efni á" að hækka bótaskalann eða þreyta tjónþola með samningaþófi eða neyða þá til að fara dómstólaleiðina - þá hafa tryggingafélögin "efni á" að fjárfesta milljarða úti í heimi og/eða borga eigendum sínum milljarða í ofurarð.

Í lok þessarar fréttar er algeng rökfærsla tryggingafélaga - en fyrirsögn málsgreinarinnar í tryggingaskilmálunum bíleigandans ætti að vera "tryggingafélagið bætir allt nema tjón" því undantekningarnar og frávikin eru ávallt þeim í hag. Hér er setningin úr fréttinni en feitletrun er mín: "Bifreiðin er kaskótryggð en þrátt fyrir það er alls óvíst að eigandinn fái tjón sitt bætt. Forsvarsmenn þeirra tryggingafélaga sem leitað var til gátu ekki tjáð sig um einstök tilvik en staðfestu það sem fram kemur í skilmálum."

Sem sagt, það er alveg sama þó einhver steli bílnum þínum, - ef hann var ekki hlekkjaður niður í malbikið, harðlæstur og ógangfær meðan þú dældir bensíni á tankinn og fórst inn að borga - þá er tryggingafélagið stikkfrí. Skilmálarnir eru alltaf tryggingafélaginu í hag og með kerfið í sinni þjónustu þurfa þeir að borga smánarlega lítið út til tjónþola og eftir situr vænn sjóður sem hreinn hagnaður.

Og í hvað er þessi hagnaður nýttur? Síðustu vikur höfum við fengið að vita að iðgjöldin okkar í áranna rás voru notuð til að hygla glæpamönnum með "ofurarði" eða í fasteignabrask hinum megin á hnettinum í von um meiri ofurarð. Aldrei var rúm til að hækka bætur eða rýmka tryggingaskilmálana.

Samvinnuhreyfingin mótaði tryggingakerfið á sínum tíma og pólitíkusar voru báðum megin við borðið þegar alþingi og ráðherrar mótuðu lög og reglur og bótastatistík. Í áratugi hafa tryggingafélögin sungið sama harmakveinið og stjórnmálamenn hafa sett reglugerðir og lög eftir þeirra forskrift. Ástkæra, óspillta Ísland. Foj bara!

Auðvitað átti bíleigandinn að taka lyklana, bílstjórasætið og bílvélina inn með sér til að borga bensínreikninginn - en eflaust hefðu tryggingaskilmálarnir séð við þeim varnagla og fundið aðra ástæðu til að losna við að borga tjónið...


mbl.is Mismunandi eftir tryggingafélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er bara ekkert á því að eigandi bílsins eigi að fá tjónið bætt. Hann sýndi ekki bara af sér gáleysi heldur braut lög með því að skilja eftir bílinn með lyklunum í.

Jón Bragi Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband