Gulrætur fyrir snúbúa

Nýbúi er erlendur aðili sem velur sér búsetu á Íslandi.

Snúbúi er borinn og barnfæddur íslendingur sem snýr til baka eftir búsetu í útlöndum. Gott og einfalt orð sem allir skilja nema einna helst stjórnvöld.

Ég skil bara ekki af hverju stjórnvöld gera snúbúum svona erfitt að flytja heim. Af hverju ekki leyfa okkur að taka búslóð og bíl hingað tollalaust? Veita skattafslætti til að auðvelda okkur að setja upp heimili að nýju, eða ef við viljum fjárfesta, eða stofna fyrirtæki og veita atvinnu?

En það er öðru nær. Snúbúar þurfa að kosta eigin heilsuþjónustu í hálft ár. Börnin okkar fá ekki hjálp við að læra íslensku, en nýbúabörn fá stuðningskennslu. Svo er bíldruslan manns tolluð langt upp yfir gangverð, sjónvarpstækið og þvottavélin (nema þau séu í henglum og greinilega ekki nýleg) og ef maður á eitthvað sem heitir "list" í búslóðinni þá er það haft að féþúfu líka.

Mér finnst að það eigi að raða upp gulrótunum svo brottfluttir íslendingar sjái akk í því að flytja heim aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband