Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki kominn tími til að Jón borgarstjóri sýni "gnarr-ræði" og...

...geri eitthvað í málum Orkuveitunnar fyrir hönd okkar neytenda?

Það er ekki nóg að sippa sér í kjól og setja á sig hárkollu og skemmta fólki.

Það er alvörudjobb að vera borgarstjóri! Það þarf hörku og snarræði til að koma böndum á þvæluna, sbr þetta OR mál.

Maður borgar ekki orkureikningana með brosi á vör eins og nú er komið...


mbl.is Raforkudreifing OR hækkar um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað loðið við þennan samanburð

Fréttir dagsins úr efnahagsgeiranum:

Af visir.is: "Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar Kaupþings fyrir árið 2009 nemur 4.086 milljónum króna."

Á mbl.is les maður að útflutningsverðmæti af heilli loðnuvertíð séu 10 milljarðar:

Hmm... Fjórir milljarðar í rekstrarkostnað fyrir eina nefnd og tíu milljarða innkoma fyrir loðnuflotann.

Það borgar sig greinilega að starfa í endurskoðunar- og lögfræðibransanum. Alltaf nóg að gera í bankavertíðum, bankahruni og líka þess á milli. Fyrst þarf að sýsla með "hagnaðinn" og síðan með tapið.

Svona "feel good" fréttir um 130.000 tonna loðnukvóta og tilheyrandi þénustu fyrir þjóðarbúið missa kraftinn þegar næsta frétt setur allt fjármálasukkið í samhengi...


mbl.is Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, vann Kaupþing söngvakeppni?

Íslensku bankarnir náðu þvílíkum árangri í útlöndum með fagurgala um eigið ágæti. Það má segja að útrásarbankarnir hafi unnið söngvakeppni hrunadansins og verðlaunaféð var lagt inn á æseiv og aðra háávöxtunarreikninga. Eftirfarandi tilvitnun í frétt á visir.is um nýtt nafn Kaupþings, Arion, er því sannmæli um eftirleikinn:

"Arion er helst frægur í grískum goðsögnum fyrir að hafa verið handsamaður af sjóræningjum eftir að hann sigraði tónlistarkeppni á Sikiley. Sjóræningjarnir ásældust vinningsféð hans.

Honum voru gefnir tveir kostir, að fremja sjálfsmorð og vera grafinn með viðeigandi athöfn á landi. Eða vera myrtur á hafi úti og kastað í sjóinn.

Arion keypti sér tíma með því að spila lag fyrir sjóræningjana. Á meðan flykktust höfrungar að vegna tónlistarinnar. Arion stökk þá út í sjóinn og komst á land aftur með aðstoð höfrunganna."

Eins og tíðkast í grískum sögum þá er líkingamálið aðalatriðið. Nú er bara að sjá hvort höfrungarnir séu AGS eða Dabbi eða Jolie eða...??


Heimtum endurgreiðslukjör Sjálfstæðisflokksins!

Er ekki hægt að sippa þessu æseiv láni yfir í sjálfdæmisgreiðslukjör Sjálfstæðisflokksins sbr endurgreiðslu ofurstyrkjanna - þ.e. vaxtalaust og vakúmpakkað í með blárri siðblinduslaufu?  Maður bara spyr...
mbl.is Líkt og við höfum tapað málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtökum fórnarlömbin, heiðrum "viðskiptamenn ársins"

Ég hef ekki hugmynd um hver orti þessa stöku né hvort hún sé rétt svona - en stakan á vel við þessa frétt um hroka íslenskra embættismanna og laun þessa heims:

Stelir þú litlu og standir þú lágt

Í steininn beint þá ferðu,

en stelir þú miklu og standir þú hátt

Í stjórnarráðið ferðu

Svona í forbífarten - ég las merkisfrétt á visir.is rétt áðan sem mér ofbauð. Þar var viðskiptaráðherra að tjá sig um þann hóp manna sem komu landinu í þrot.  Ég leyfði mér að æsa mig á öðrum vettvangi útaf því sem ég las þar enda ekki mbl.is frétt. Hvar annarsstaðar en á Íslandi getur ráðherra látið annað eins út úr sér? 

 


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skilgreining á terrorista

Skilgreiningin á hryðjuverki er órökrétt þegar hún á ekki við verknaðinn heldur miðast við atvinnuveitanda gerandans - þ.e. hvor ríkisrekin her hafi farmið verknaðinn eða baráttusamtök án ríkisfangs. 

Tökum dæmi: Hermaður í þjónustu sjálfstæðs ríkis sem sprengir upp hús með óbreyttum borgurum er ekki talinn hryðjuverkamaður heldur stríðsglæpamaður í versta falli - en ríkisfangslaus hermaður (þ.e. skæruliði, liðsmaður í mótspyrnuhreyfingu, etc) sem berst gegn ríkisreknum her telst hryðjuverkamaður fyrir sama ódæðið. Það er ekki verknaðurinn heldur bakhjarlinn sem ákvarðar hvort drápið sé "siðferðilega rétt". Menn þurfa semsagt fagskírteini frá ríkisstjórn til að drepa hvorn annan svo það sé heimsbyggðinni velþóknanlegt.

Nú er Palestína ekki með ríkisrekinn her. Allir sem berjast fyrir Palestínu með vopnavaldi eru því hryðjuverkamenn samkvæmt skilgreiningunni. Þeir sem berjast fyrir Ísrael eru það ekki. Ef herskáir Palestínumenn hefðu smalað Ísraelskum konum og börnum inn í hús og sprengt það í loft upp þá væru allir sammála að það væri hryðjuverk. Hvað segir alfræðibókin þegar hermenn Ísraels smala konum og börnum inn í hús og sprengja það svo í loft upp? Bíðum og sjáum hvað fjölmiðlar segja og líka hversu fljótt menn gleyma...

Getur verið að stjórnmálamenn hafi fundið upp orðið "terroristi" sem réttlætingarstimpil til að útrýma óvinum sem erfitt er að skilgreina af því yfirvald þeirra er ekki þjóðhöfðingi eða ríkisstjórn?   

Í þessu siðlausa stríði milli Ísraels og herskárra Palestínumanna er hvorugur aðilinn með "réttlátan" málstað. Hatrið er blint. Enginn er að leita að varanlegri lausn heldur útrýmingu óvinarins sama hvað það kostar. Báðir stunda hryðjuverkastarfsemi og áróðursvélin malar og malar...

jas

PS. Það er sáralítill munur á vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði þjóðar eða terrorisma. Stofnun Ísraelsríkis var blóði drifin og mörg voðaverk unnin sem samkvæmt skilgreiningu dagsins í dag væru hryðjuverk. Sama má segja um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna og voðaverk framin gegn bretum og þeim bandaríkjamönnum sem studdu bresk yfirráð. Í dag eru gerendurnir kallaðir "freedom fighters" en ekki "terroristar". Þegar sigurvegarinn skrifar mannkynssöguna þá breytist ýmislegt.


mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tregða til sjálfskoðunar

Íslendingar eru ekki tilbúnir að skoða eigin gerðir með gagnrýnisaugum. Hvorki í dómsmálum, pólitískum uppgjörsmálum né þegar kemur að efnahagslegu siðferði eða meintum efnahagsbrotum eins og hér um ræðir.

Við skulum ekki gleyma því að helstu breytingar á íslensku réttarfari hafa orðið vegna þrýstings frá Evrópubandalaginu og útaf EES. Það er ekki nema örstutt siðan að rannsóknarfulltrúar bæjardóms fóru með bæði ákæruvald og dómsvald - já, sami maður þurfti að ákæra og gera svo upp við sig sekt viðkomandi. Okkur finnst þetta fáránlegt í dag en í denn var þetta kerfi varið með kjafti og klóm af þeim sem sátu við kjötkatlana.

Nú halda menn kannski að hægt sé að skoða fjármálasukk og spillingu með hlutlausum augum. Ég tel að það sé barnaskapur þar til við höfum fjarlægst þetta tímabil sem nú er að ganga yfir. Kannski er "kerfið" tilbúið í slíka sjálfsskoðun þegar (eða ef) við þurfum að ganga í Evrópubandalagið og taka upp lög og viðmið sem eru áratugum framar en okkar eru í dag. Núna verður sjálfsrýni kerfisins hálfkák eins og hingað til. 

Í íslenskri réttarfarssögu eru fá eða engin fordæmismál fyrir svona brotum eins og hér er ýjað að. Ef það finnast slík fordæmi erlendis þá eru þau ekki gjaldgeng í samanburðarrökfræði sakarvaldsins þegar íslensk löggjöf er á kardimommubæjarstigi miðað við EB lög. Ég hef enga trú á íslensku réttarkerfi þegar hvert einasta efnahagsbrotamál er prófmál og engir fordæmisdómar eru rannsakendum eða dómendum til hliðsjónar. Í slíku umhverfi taka rannsóknir langan tíma og Baugsmál verða að "norminu" en ekki undantekningunni.

 


mbl.is Ítreka kröfu um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafskipsmálið skoðað? Tja, ætli það...

Ég hef enga trú á sjálfsrýni kerfisins. Kerfiskarlarnir hafa engan hag af því að opna gömul skítamál, sérstaklega ekki ef þau tengjast embættismönnum eða pólitíkusum sem eru ennþá í áhrifastöðum. 

Kerfið hafnar átomatískt öllum svona beiðnum og það þarf átök til að ná þeim í gegn. Ef einhver þjóðfélagsrýnir tæki sig til og skoðaði kærur, kvartanir og/eða rannsóknarbeiðnir almennings/fyrirtækja á hendur íslenskum embættismönnum, lögreglunni, réttarkerfinu, etc., þá tel ég að niðurstaðan yrði verðug sem námsefni í "afneitunarsálarfræði" í HÍ - en ekki heimild um gagnsætt og spillingarlaust stjórnkerfi.

Halda menn virkilega að litla Ísland hafi komist svona ofarlega á lista yfir spillingarlaus stjórnkerfi heimsbyggðarinnar af því hér er engin spilling? Ó nei, við erum svona ofarlega á listanum af því við lokum augunum fyrir frændsemis- og einkavinavæðingu, samtryggingu kerfiskarlanna, bankasölu til stjórnmálamanna, einokun á varnarliðsframkvæmdum, lóðaúthlutunum til ættingja og vina, og öðru sem vestræn þjóðfélög létu ekki viðgangast.

Gangi þeim vel með Hafskipsmálið - eftir önnur 20 ár eða svo.


mbl.is Hafskip enn í skotlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafskipsrannsókn - ha, ha, ha...

Þvílíkur barnaskapur að halda að íslenska embættismannakerfið eða dómskerfið sé þess umkomið að rannsaka sjálft sig og komast að hlutlausri niðurstöðu. Meira að segja hvítþvottsrannsókn hefur ekki gerst á Íslandi nema að undangengnum pólitískum raftaríðingum. Rannsókn kerfisins á sjálfu sér hefur ALDREI endað með öðru en humm og tja og nýjum bónuðum geislabaugum.

Hafskipsmálið var rammpólitískt á sínum tíma og er jafn talandi dæmi um gloppótt réttarkerfi og Geirfinnsmálið, svo ekki sé minnst á Baugsmálið. Við skulum ekki gleyma því að löggjöf á Íslandi er áratugum á eftir nágrannaríkjunum þegar kemur að fjármála og fyrirtækjarekstri. Gott nærtækt dæmi; ef stjórnarmaður/eigandi í erlendu almenningshlutafélagi tæki þaðan lán og keypti fyrirtæki og seldi það síðan almenningshlutafélaginu á margföldu verði þá væri það talinn auðgunarglæpur - en á Íslandi er þetta í fínu lagi og hluthafarnir, fjármálaeftirlitið, stjórnmálamenn, almmenningur segir ekki bofs. Halda menn virkilega að áratugagamalt Hafskipsmál fái þá kerfisskoðun sem það á skilið þegar nýrri mál og miklu augljósari eru hunsuð? Þar er líklegur brotaaðili ríkið sjálft, embættismannakerfið og dómskerfið. Áttu annan...?

Meðan versti réttarglæpur Íslandssögunnar - Geirfinnsmálið - stendur óendurskoðaður finnst mér hæpið að Hafskipsmálið fái eðlilega skoðun. Það endar með hvítþvætti eins og hefðin er á Íslandi. Kerfið er einfaldlega ekki með þann siðferðisþroska (með innbyggðum samtryggingum, kunningatengslum, siðferðisbrestum) til að geta litið í spegil og kreist úr graftarkýlunum.


mbl.is Hvetja til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er líka reiður!

Er Ísland ekki velferðarríki? Höfum við ekki efni á að laga áratuga gamalt óréttlæti? Eða er verið að búa til nýtt óréttlæti gagnvart sömu fórnarlömbunum? Þetta "bótamál" er frumvarpssmiðunum til skammar og hana nú!
mbl.is Fimm stig gefa 375 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband