Færsluflokkur: Kvikmyndir

Ókei, - en bara ekki fresta brottförinni líka!

Hér í fyrndinni var okkur öllum ljóst að Davíð væri einn af landsfeðrum. Hann var á stalli með Bjarna Ben og Sveini Björnssyni, svei mér þá. Þó Davíð væri umdeildur það var framlag hans í stjórnmálum óumdeilt.

Síðan gerðist það að honum var hleypt á beit í hvíldarhaga pólitískra stóðhesta - Seðlabankanum. Þar urðu kaflaskipti í lífshlaupi Davíðs og reyndar allrar þjóðarinnar. (Einhver gáfumaðurinn útskýrði öðrum mönnum betur af hverju fagmenn í fjármálum eru ekki ráðnir í stöðu Seðlabankastjóra. Skýringin er þessi; ef einhver sprenglærður hagfræðingur sækist eftir starfinu á grundvelli menntunar og reynslu, þá er það dæmi um hversu veruleikafirrtur viðkomandi sé - og þar er jafnframt kominn helsta ástæðan til að synja honum starfinu. En ef þú ert aftur á móti með bændaskólamenntun og góðgildur framsóknarmaður þá ertu gjaldgengur og rúmlega það...)

En nú villtist ég aðeins frá aðal umræðuefni dagsins.

Ég ætlaði bara að segja þetta: Mannkynssagan er full af dæmum um hvernig rangur maður á röngum stað á röngum tíma olli ómældum skaða. Kannski ekki viljandi (the road to hell is paved with good intentions, segir máltækið) Mér dettur í hug frægir menn eins og Neville Chamberlain og George W. Bush og fleiri.

Skítt með þó Davið fresti komu sinni á fundi. Það er ekki eins alvarlegt eins og að fresta brottför hans úr embætti Seðlabankastjóra.

 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...hvílíkur léttir að vera

Að hugsa sér að fyrir 100 árum gat blökkumaður átt á hættu að vera dæmdur fyrir að vera á ferð í bíl með hvítri konu ef "grunur" var um að hann hefði eitthvað "ósæmilegt" í hyggju.

Ég heyrði um konu í suðurríkjunum sem var með blökkumannablóð í æðum en hún var hvít á hörund. Þessi kona reyndi vísvindandi að halda sig frá sól svo hún tæki ekki lit. Sólbrúnkulaus taldi hún sig vera "nógu hvíta" til að geta talist hvít. Skilgreiningin "white enough" sýnir hversu fáránleg fílósófía kynþáttafordómar eru. Það sem var í húfi fyrir hana var hvorki meira né minna en frelsið. Hún var nefnilega nógu hvít til að vera frjáls því þetta var fyrir þrælastríðið. Það eru ekki nema 150 ár eða svo.

 


mbl.is Jack Johnson verði náðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eingöngu eðjótar skrifa glæpasögur...

Fyrir rúmum áratug sagði Arnaldur við mig yfir bjórglasi að hann hugðist skrifa glæpasögu. Ég átti ekki til orð: "Ertu brjálaður, maður. Það er bókmenntalegt sjálfsmorð! Veistu ekki hvað kom fyrir háæruverðuga hæfileikamenn eins og Leó Löve lögfræðing sem skrifaði glæparómana á íslensku - menn horfðu á hann með eiturglyrnum og hornaugum eins og hann væri skrítinn. Nei, Arnaldur," sagði ég af sannfæringu, "enga vitleysu. Haltu áfram að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir Moggann og þér mun farnast vel. Glæpasögur á Íslandi eiga enga framtíð fyrir sér..."

Þessi ráðlegging til vinar er dæmi um lífsreglu númer eitt. "ef þig langar til að gera eitthvað utan alfaraleiðar, EKKI hlusta á ráðleggingar vina og kunningja heldur farðu eftir því sem hjartað segir."

Nú, rúmum tíu árum síðar, er Arnaldur mest lesni rithöfundur mörlandans og víðar, þrátt fyrir "góð ráð" frá besservisserum eins og mér.

Reyndar var þetta frekar hávær krá. Eftir á að hyggja þá held ég að Arnaldur hafi ekki heyrt orð af því sem ég sagði fyrir skvaldri. Sem betur fer. Heimurinn er betri fyrir vikið. 


mbl.is Arnaldur í The Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Geir Harði með Pé Err í hjarta?

Smánarlegar bótaupphæðir fyrir fórnarlömb Breiðuvíkurmálsins eru minnismerki um skilningsleysi valdamanna á hvað "bæturnar" eiga að tákna. Geir Harði og lögmaður ráðuneytisins virðast ekki skilja að þessar bætur eru ekki tölur úr kredit dálki ríkisbókhaldsins heldur tákn um útrétta sáttahönd kerfisins til fórnarlamba þess.

Ef Geir Harða og kó finnst bæturnar sanngjarnar í núverandi smánarmynt þá ættu þeir kannski að skoða PR gildi þess að hækka þær því Pé Err gildið er præsless. Málið er að þessi ríkisstjórn er sú þurrkuntulegasta sem ég man eftir. Nú er lag fyrir Geir og kó að setja upp mannlega ásýnd. 

Hér er planið: Geir Harði og lögmaður forsætisráðuneytisins sýna hversu stórt og gæfuríkt hjarta slær bakvið myndugleikan með því að smíða endurbætt og hærra bótafrumvarp. Þjóðin myndi kaupa hjartagæskuna eins og skot. Allir græða: Geir Harði fengi atkvæði fyrir innrætið um alla framtíð og kannski prik hjá almættinu líka. Svoi yrði krækt fálkaorðu á ráðuneytislögmanninn fyrir gæfuríkt æfistarf, þar með talið afskipti hans af Breiðuvíkurmálinu sem málssvara lítilmagnans - hvur veit?

En þangað til þessir ráðamenn sjá heildarmyndina þá verður þessi bótakafli enn einn smánarbletturinn á kerfinu - kerfi sem virðist ekki þess umkomið að setja upp mannlega ásýnd, ekki einu sinni sem stundargrímu. 


mbl.is Harma framgöngu forsætisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun - staðfesting á veikleika

Sorglegt að íslendingar skuli ekki geta höndlað jafn einfalt mál og ísbjarnarheimsókn með allt uppi á borðinu. Myndu Grænlendingar fara í ritskoðunarham ef ísbjörn mætti örlögum sínum þar sem blaðamenn væru nærri?

Ritskoðun er staðfesting á veikleika. Yfirvöld sem geta ekki höndlað sannleikan freistast til að nota ritskoðun, segja ósatt um atburði, eða nota fréttabann til að breiða yfir eigin klúður og vanmætti. Sovétblokkin gamla, ríkisstjórnir vanþróaðra landa og einræðisríki eru dæmi um slík vinnubrögð. Nú vill BÍ meina að Ísland sé í þeim hópi.

Ef ritskoðun er merki um veikleika, hver er þá veikleikinn hér? Er það brothætt ímynd Íslands gagnvart umheiminum? Kannski erum við ennþá með "mea culpa syndrome" útaf hvarskurðarmyndum í heimspressunni í denn? Er ferðamannaiðnaðurinn í hættu? Eða útflutningur á lambakjöti?

Ég held að íslenskan sé eina tungumálið þar sem "landkynning" er orðabókarheiti.  

 

 

 


mbl.is Blaðamannafélagið ítrekar mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lögregluofbeldi - 10/11 myndbandið

Sorglegt að sjá svona framkomu hjá lögreglumanni eins og við höfum orðið vitni að á myndbandi á utube og víðar. Ef einhver annar en lögreglumaður hefði ráðist á þennan unga mann - eftir stuttan orðastað eins og þetta myndband sýnir - þá væri sá "sekur" um líkamsárás.

Það er greinilegt að inntökuskilyrði lögreglunnar þurfa endurskoðunar við. Lögreglan þarf að búa yfir vissri sjálfsgagnrýni. Ef myndbandið hefði ekki sýnt hvað gerðist þá hefði kannski "samtrygging lögreglunnar" séð um að "hreinsa" viðkomandi lögreglumann af öllum ásökunum.

Já, það er vissulega leitt að þurfa að viðurkenna að lögreglumenn eru mannlegir og gera mistök - og þá þarf öll stéttin að gjalda fyrir.

Sumir hafa spurt hvort þetta myndband sýni eðli lögreglunnar og sanni að lögreglumönnum sé ekki treystandi fyrir Taser byssum. Góð spurning. Hér í Bandaríkjunum er fleyg setning; "guns don´t kill. people do."

Þjálfun lögreglumanna og opin samskipti við almenning eru frumskilyrði þess að almenningur treysti þeim til að sinna starfi sínu. Sorglegt að sjá svona vinnubrögð eins og þetta 10/11 mál. Vonandi verður það tilefni til að lögregluyfirvöld beini athygli að sálarlífi lögreglumanna svo þetta endurtaki sig ekki.

jas


Matador spilið búið?

Íslenskt efnahagslíf undanfarið hefur minnt meira á teningaspilið Matador heldur en ábyrga fjármálamenn í viðskiptum með hlutafé og fasteignir. Nú er eins og vindhviða hafi feykt spilapningunum og eignakubbunum til og enginn viti hvað eigi til bragðs að taka.

Ef t.d. bandaríkst efnahagslíf eða alvöru verðbréfamarkaðir úti í hinum stóra heimi hefðu fallið um annað eins og gerðist á Íslandi þá væri skollin á heimskreppa og rúmlega það. Ég held verri kreppa en elstu menn muna, verri en vol strít 1930.

Svo segir seðlabankastjóri að menn eigi að fara varlega. Er það ekki nokkuð seint í rass gripið?


mbl.is Miklir óvissutímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Semsagt, hálf-stolnar fjaðrir...

Það er vitað mál að höfundaréttur á Íslandi er á barnsskónum miðað við hinn siðmenntaða heim. Menn veigra sér við að leggja mál fyrir dómstóla því nánast hvert einasta deilumál um höfundarétt er prófmál. En með þessum dómi sýnist mér að erlend hugtök eins og "chain of title" og "derivative works" séu orðin marktækari en fyrr - og dómurinn nú sé lagalegt fordæmi um hvað má og hvað má ekki. 

Þessi tilvitnun í Guðnýju vakti athygli mína: "Hún segir málið ekki hafa snúist um fébætur, heldur hversu langt megi ganga í höfundarrétt annarra. „Það er ekki hægt að stela tónlist, kvikmyndum eða ganga í skáldsögur annarra, breyta texta þeirra örlítið og gera þær að sínum," segir Guðný."

Mikið vildi ég óska þess að þessi dómur þýði vatnaskil í höfundarétti. Ástæðan er sú að eitt svipað höfundaréttarmál stendur mér nær:

Ég og Jón Marinósson teiknuðum íslenskt stafróf á sínum tíma og ljáðum Bergljótu Arnalds í sögu hennar Stafakarlarnir og á margmiðlunardisk líka. Svo þegar höfundarlaun og annað var ekki talið fram, og útgáfufyrirtæki hennar Virago gaf höfundarlaun okkar í afslátt af viðskiptakröfum, og höfundamerkti okkur ekki verkið, og fleira í þeim dúr - þá vildi ég ekki að Bergljót gæfi út okkar myndefni framar. (ég tek fram að allt sem stendur hér að ofan er staðfest með dómum héraðsdóms Rvk.) Ég fór í mál útaf sumum (meintum) brotum útgefanda míns en öðrum málum stefndi ég ekki. Ástæðan var íslensk höfundarlög. Ég bý í USA og sé glögglega hversu höfundaverndin er sterk þar en veik á Íslandi. Ég hefði miklu frekar vilja sækja þetta Stafakarla-höfundaréttarmál í USA eða EB-löndunum en á Íslandi.

Nýverið byrjaði nýr kapituli í höfundaréttarslag um Stafakarlana. Bergljót fékk franskan teiknara til að kópíera myndefni okkar Jóns, þ.e. karakterana og allt heila klabbið, og myndskreyta Stafakarlabókina á nýjan leik.  JPV gaf út án þess að blikka auga eða leiða hugann að "chain of title" eða "derivative works" eða hvernig verkið varð til (þ.e. höfundarétturinn).  Nú er kominn fordæmisdómur svo kannski ég fari að hugsa minn gang. Ég hef mótmælt þessu "copy & paste" vinnubrögðum á mínu myndefni en JPV og Bergljót gefa lítið út á það.

Íslenskur höfundaréttur er 30 ára gömul dönsk samsuða með síðari tíma plástrum og kominn tími til að breyta þeim til nútímans. Minnugur þess að flest framfaraspor í íslensku réttarfari hafa orðið fyrir þrýsting frá Evrópusambandinu þá leyfi ég mér að fullyrða að ef evrópskur bótaréttur væri einhver mælikvarði á Íslandi þá hefðu fébætur fyrir að "stela frá nóbelskáldinu" orðið umtalsverð upphæð.

En ég er vægast sagt himinlifandi yfir að Guðný Halldórsdóttir vann þetta mál.


mbl.is Höfundarréttur tekinn alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða "fréttir" er hægt að selja umheiminum?

Íslensk blogg og fréttaflutningur af mál Erlu Óskar hefur fókusað á slæmsku bandaríkjamanna. Nú er þetta orðið að heimsfrétt - en ef umfjöllunin er á sama plani og hér heima þá er ýmsu ábótavant. 

Það er eins og fólki sé sama um staðreyndir málsins: konan braut bandarísk lög, ekki einu sinni, heldur tvisvar og var svo tekin í þriðja brotinu. Fyrsta brotið var að vera of lengi í landinu. Næsta brot var að koma aftur til landsins í óleyfi. Í þriðja skiptið (núna) reynir hún að brjóta sömu lög aftur með tilvísun til þess að hún slapp í gegn síðast. Upp komst og hún var send heim og það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt. Fólk sem brýtur af sér er sett í gæslu. Sumir eru handjárnaðir. Þannig er meðferð fanga líka á Íslandi. 

En sé "fréttin" um "meðferðina" sett í réttar pakkningar þá er hún enn eitt dæmið um hversu slæmir bandaríkjamenn eru. Slæmar fréttir eru góð söluvara. 

Val fjölmiðla á fréttaefni almennt er reyndar önnur saga. Fær fallegt fólk meiri og hliðhollari fréttaumfjöllun en við hin? Hér er eitt dæmi til umhugsunar:

Ung bandarísk kona, Natalie Holloway, hvarf sporlaust á ferðamannaeyju í Karabíska hafinu. Fjölmiðlar hafa fjallað um hvarfið linnulaust í tvö ár. En á síðasta ári hurfu tuttugu bandarískar ungar konur sporlaust (dökkhærðar með spönsk nöfn) á landamærum BNA og Mexikó. Það er talið að þeim hafi verið rænt, sumar drepnar, aðrar gefnar eiturlyfjakóngum sem "gjöf", fæstar hafa fundist - en fjölmiðlar þegja um þessa bandarísku þegna sem hurfu í heimabæ sínum eða í skemmtiferð til Mexíkó. Kannski er hér komið enn eitt dæmið um slæmsku bandaríkjamanna að fjalla ekki um þessi mannshvörf??

Ég veit ekki hvort þessi samanburður á við í þessu samhengi eða af hverju sumar fréttir eru lífseigari en aðrar. En kannski sakar ekki að pæla aðeins í þessu útfrá þeim sjónarhóli...


mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

forréttindaþjóðin ísland og bandarísk lög...

Ég leyfi mér að fullyrða að innflytjendalög USA eru mun sanngjarnari en innflytjendalög á Íslandi.  Þetta Elru Óskar mál er ekki einu sinni fréttnæmt enda er greinilega bara hálf sagan sögð. Venjulegt hugsandi fólk hefði kynnt sér hvað bar að gera til að fá að koma aftur til USA eftir að hafa brotið innflytjendalögin.

Kjarninn í þessum fréttaflutningi er hversu ósanngjarnir landamæraverðirnir voru hleypa ekki konu inn í landið. Og að meðferðin hafi verið ómanneskjuleg á meðan hún beið eftir næstu flugvél heim aftur.

Ég þekki aðeins til þessara mála þar sem ég er að vinna heimildarmynd um innflytjendamál USA og hef skoðað hundruð af svipuðum málum. Handjárn eru eftir því sem ég best ekki notuð nema fólk sé með einhver læti eða líklegt til að skaða sjálft sig. Eflaust hefur konunni brugðið við að vera vísað úr landi og viðbrögðin eftir því. Kannski hafa þeir fundið vínlykt líka en hún segist hafa drukkið eiitt hvítvínsglas í flugvélinni. Svo er það 14 klst biðin án matar og drykkjar. Ein aðferð sem þeir nota er að leyfa fólki að "cool down" og láta það afskiptalaust á meðan. 

 Já, hér er ekki allt sem sýnist...

Forsendurnar fyrir þessari "frétt" eru bull. AÐ ætla að vaða í gegnum vegabréfaskoðun á "íslenskum forréttindum" einum saman er bara bull og að ætla að krefjast afsökunar á framkomu landamæravarða án þess að hafa alla söguna er enn verra bull. Utanríkisráðherra ætti að athuga sinn gang áður en hún fer í þann slag.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband