lögregluofbeldi - 10/11 myndbandið

Sorglegt að sjá svona framkomu hjá lögreglumanni eins og við höfum orðið vitni að á myndbandi á utube og víðar. Ef einhver annar en lögreglumaður hefði ráðist á þennan unga mann - eftir stuttan orðastað eins og þetta myndband sýnir - þá væri sá "sekur" um líkamsárás.

Það er greinilegt að inntökuskilyrði lögreglunnar þurfa endurskoðunar við. Lögreglan þarf að búa yfir vissri sjálfsgagnrýni. Ef myndbandið hefði ekki sýnt hvað gerðist þá hefði kannski "samtrygging lögreglunnar" séð um að "hreinsa" viðkomandi lögreglumann af öllum ásökunum.

Já, það er vissulega leitt að þurfa að viðurkenna að lögreglumenn eru mannlegir og gera mistök - og þá þarf öll stéttin að gjalda fyrir.

Sumir hafa spurt hvort þetta myndband sýni eðli lögreglunnar og sanni að lögreglumönnum sé ekki treystandi fyrir Taser byssum. Góð spurning. Hér í Bandaríkjunum er fleyg setning; "guns don´t kill. people do."

Þjálfun lögreglumanna og opin samskipti við almenning eru frumskilyrði þess að almenningur treysti þeim til að sinna starfi sínu. Sorglegt að sjá svona vinnubrögð eins og þetta 10/11 mál. Vonandi verður það tilefni til að lögregluyfirvöld beini athygli að sálarlífi lögreglumanna svo þetta endurtaki sig ekki.

jas


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband